Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 1
44. árg. — Fimmtudagur 1. október 1964 — 223. tbl.
Einkaviðtöl
Alþýðublaðsins
um handritin:
Meirihluti
á þinginu,
segir Möller
Þeífar Paul Möllcr, leiðtoffi
íliaidsmanna var spurður, hver
hann teldi, að yrðu úrslit handrita
málsins á danska þinginu, sagði
liann:
„Mér þykir naer fullvíst, að laga
frumvarpið verði samþykkt, þegar
það kemur fyrir þingið 7. október,
því að" það er áreiðanlega meiri-
hluti fyrir því á þinginu nú eins
og 1961“.
— Hvað viljið þér scgja um
afstöðu íhaldsflokksins til máls-
ins“.
Frh. á 13. síðu.
Fyrsti fundur hinnar nýskipuðu ríkisstjórnar Jens Otto Krag.
^ ■ >. / y-*
tHWMWWVWWMMVWVWV
Allir ánægðir
með útfærsluna
Reykjavík, 30. sept. - ÁG
BUETAR hafa nú fært út
landhelgi sína í 13 mílur.
Þó er nokkrum þjóðum
veitt undanþága til að veiða
á svæðinu milli 6 og 13
milnanna. Blaðið ræddi í
dag við Þórarinn Olgeirsson,
ræðismann í Grimsby. Hann
sagði, að almenn ánægja ríkti ;
með útfærsluna og undan-
þágurnar þættu sjálfsagðar
oft eðlilegar. Annað væri
ekki um málið að segja.
Þórarinn gat þess, að Bret
ar hefðu fiskað mjög vel í
Norðursjónum í sumar. Hefði;
aldrei fengist meiri afli þar.
Togurunum hefði gengið |
sæmilega við ísland, fiskað
meira af þorski en áður.
MiWWWWVmWWMMtMW
Vilja Decca-miðun-
arkerfi uni (sland
Lundúnum 30. september
(NTB-Reuter).
FULLTUÚAR fiskiðnaðarins í
tíu löndum Vestur-Evrópu sam-
þykktu á ráðstefnu sinni í Lund
únum í dag að mæla með því að
byggt verði kerfi Decca-miðunar
stöðva á íslandi og í Grænlandi.
Þetta var upplýst af mjög góð-
um heimildum í lok hinna tveggja
daga löngu ráðstefnu. Hin opin-
bera fréttatilkynning skýrði að-
eins frá því, að rætt hefði verið
um gerð Deccamiðunar-kerfis
Meðmæli ráðstefnunnar verða
send þeim ríkisstjórnum er þetta
mál snertir sérstaklega. Decca-mtð
unarkerfi er við mest allan hluta
Vestur-Atlantshafs, Norðursjó og
víðar. Lönd þau er fulltrúa áttu
á ráðstefnu þessari v.oru Belgía,
Danmörk, Frakkland, Holland,
Noregur, Portúgal, Sþánn, Bret-
land, Svíþjóð og Véstur-Þýzka-
land.
Ráðstefnan ræddi einnig m.a.
Woíff dæmdur
Miinchen, 30. september
(NTB-Reuter)
FYRRVERANDI SS-hershöfðingi
Karl Wolff var i dag dæmdur til
15 ára þrælkunarvinnu. Hann er
nú 64 ára gamall. Var hann sekur
fundinn um að vera meðsekur um
aðild að morðum á 300 þúsundum
Gyðinga á stríðsárunum.
árangur ráðstefnu þeirrar, er hald
in var að frumkvæði Breta
snemma á þessu ári þar sem gerð
var ný samþykkt um víðáttu fisk
veiðilandhelginnar mót atkvæð-
um íslendinga og Norðmanna. Þá
ræddi ráðstefnan einnig um að
koma á kerfi skaðabótagreiðslna
vegna skemmda á veiðarfærum
hinna ýmsu þjóða. Verður það
mál nú rætt óformlega milli þeirra
aðila, er fulltrúa áttu á ráðstefn-
unni, þar til ráðstefna þessi kem
ur saman í Hollandi að ári. Hálft
í hvoru hafði verið búizt við því
að ráðstefnan samþykkti álit um
að fiskveiðilandhelgi verði færð
út fyrir 12 mílur, en ekkt var
það gert.
segir Ander-
sen, fræösiu-
málaráðherra
Reykjavík, 30. sept - HP
MIKLAR umræður um liandrita-
málið virðast nú vera að hefjast,
en allmörg Kaupmannahafnar-
blaðanna hafa birt fréttir og við-
töl um málið
í gær og dag.
Ástæðan er
sú, að laga-
frumvarpið
um afhend-
ingu handrit-
anna frá 1961
verður eitt
fyrsta málið,
sem hið ný-
kjörna þing
Dana fær til afgreiðslu. Muu Jens
Otto Krag, forsætisráðherra sbýra
frá því í hásætisræðu íinni á
þriðjudag, en fræðslumálaráð-
herra nýju stjórnarinnar, K. B.
Andersen, liefur lýst því yíir, að
hann telji sig geta lagt fruiavarp-
ið óbreytt fyrir þingið 7. október.
í tilefni af því átti Alþýðublaðið
tal við K. B. Andersen og Stefán
Fx-amh. á bls. 4.
Þrumuveður
REYKJAVÍK, 30. sept,- ÁG.
í útsynningnum í dag gekk mik-
ið þrumuveður með eldingum yfir
I Suðurland. Flugvélar, sem voru á
leið til Reykiiavíkur í kvöld lentu
í þrumuveðrinu og leiftruð í eld-
ingar allt í kringum þær án þess
þó að nokkuð kæmi fyrir. Eld-
ingaleiftrin sáust allvíða. Slík
þrumuveður eru fremur fátíð á
íslandi, en verða helzt í útsynn-
ingi á vetrum og á sumrin í síð-
degisskúrum eftir heitan dag.