Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 16
*;n IDNIHGSMFNN OKKAR
aÝIW FYRIR MÁLINU
« *
Reykjavík, 30. sept. - HP
ALÞÝÐUBLAÐIÐ átti í dag
tal við Stefán Jóhann Stefáns-
son, ambassador íslands í
Kaupmannaliöfn, vegna hand-
ritamálsins. Ilann sagði, að nú
væri ákveðið, að í hásætisræðu
sinni næstkomandi þriðjudag,
6. október, þegar hið' nýkjörna
ræðir við Sfefán
Jóhann Sfefánsson
ambassador
þing Dana kemur saman í
fyrsta skipti, skýri Jens Otto
Krag, forsætisráðherra, frá því,
að málið verði nú lagt fyrir
þingið á ný. Gerir fræðslumáia-
ráðherra Dana, K, B. Ander-
sen, ráð fyrir að geta lagt
frumvarpið um afhendingu
handritanna frá 1961 óbreytt
fyrir þingið 7. október, og má
þá telja nær fullvíst, að það
verði samþykkt, þó að ekki sé
víst, að þar með séu öll kurl
komin til grafar.
Ambassadorinn sagði, að
meirihluti virtist örugglega
vera fyrir því, að frumvarpið
yrði samþykkt óbreytt, þó að
þess mætti vænta, að andstæð-
ingar þess á þingi reyndu að
koma fram breytingartillögum
íslendingum í óhag, en sem
kunnugt er getur ein smávægi
leg breyting haft í för með sér,
að hægt sé enn að fresta endan-
legri afgreiðslu frumvarpsins
fram yfir næstu kosningar.
Aðspurður sagði Stefán Jó-
hann, að ástæðan til þess, að
handritamálið kemur svo fljótt
fyrir danska þingið nú, væri
ekki önnur en sú, að vinir stuðn
ingsmanna íslendinga í málinu
hefðu eindregið óskað þess, að
málið yrði afgreitt eins fljótt
og unnt væri með því að sam-
þykkja frumvarpið frá 1961
óbreytt. Fræðslumálaráðherr-
ann danski, K. B. Andersen,
sem er mikill íslandsvinur,
lýsti því yfir í viðtali við Aktu-
elt í dag, að hann óskaði þess,
að handritamálið yrði afgreitt
Framh. á bls 4.
STEFAN JOHANN:
— Andstaða líkleg.
Fimmtudagur 1. október
F.í. flutti 180
þúsund til og
frá Eyjum
FYRIR 25 árum síðan, þann 1.
október 1939, .lenti landflugvél í
fyrsta sinn í Vestmannaeyjum.
Flugvélin, TF-SUX, var eign
flugmálafélags íslands og í henni
voru sæti fyrir tvo, flugmann og
einn farþega.
Flugmaður var Agn'ar Kofoed-
Hansen, núverandi flugmálastjóri,
og með honum var Bergur G. Gísla
son. Báðir áttu þeir sæti í stjórn
Flugfélags íslands.
Douglas DC-3 („Dakota") flug-
vél frá Flugfélagi íslands lenti I
Framhald á siðn 4
RITARI ATLANTSHAFS-
STOFNUNARINNAR HÉR
AÐALRITARI Atlantshafsstofn-
únarinnar, hr. Walmsley, er stadd-
Cr hér á landi og hefur rætt við
ráðamenn, þeirra á meðal utan-
ríkisráðherra og dómsmálaráð-
fíierra. Stofnun hans er byggð á
e'amtökum einstaklinga en ekki
rikisstjórna, og eru þátttakendur
flest Atlantshafsbandalagsríkin,
Svíþjóð, Sviss og Austurríki.
Tilgangur stofnunarinnar er
margs konar rannsóknarstarfsemi
varðandi þjóðfélagsmál og útgáfa
í því sambandi. Fjallar hún meðal
annars um tilgang frjálsra ríkja,
sambúð þeirra, samskifti þeirra
Framh. á bls. 4
NOKKRIR svanir höfðu leit-
að afdreps á Reykjavíkur-
tjörn í dag, líklega 10-15 stk.
Ljósmyndari blaðsins fór á
vettvang til að mynda svan-
ina, en þeir gáfu ekki gott
færi á sér, þangað til einn
tók sig út úr hópnum og tók
nokkrar æfingar með vængj
um og hálsi. Kannski hann sé
líka að berja sér til hita?
Mynd: JV.
27 SKIP FENGU
24 ÞUS. M. & T.
NÚ ER KOMIN BRÆLA Á MIDUNUM
Reykjavík, 30. sept. - GO
KOMIN er bræla á síldarmiðun-
um fyrir austan og ekki útlit fyrir
neina veiði í nótt, en sl. nótt
fengu 27 skip 24.550 mál og tunn-
ur og siðan í morgun hafa 10 skip
til viðbótar tilkynnt um 5850 mál
og tn. Skipin eru þessi: Skálaberg
1000, Páll Pálsson 1300, Guðmund
ur Péturs 1300, Vonin 500, Jón
Kjartansson 150, Kristbjörg 500,
Óskar Halldórsson 1000, Grótta
1300, Gunnar 1200, Ólafur Tryggva
son 1000, Gullberg 1000, Ingvar
l Guðjónsson 120, Víðir II 950, Snæ-
fugl 1600, Faxi 600, Snæfell 1400,
Guðbjartur Kristján 700, Sigurður
Bjarnason 600, Sigurpáll 500,
Bjarmi II 1000, Guðbjörg ÍS 500,
Mánatindur 400, Siglfirðingur
1500, Arnar 750, Súlan 900, Ingi-
ber Ólafsson II 700 og Vonin 800
mál og tn. Síðan 7 í morgun:
Akraborg 500, Seley 600, Stein-
grímur trölli 500, Sigurður Jóns-
son 400, Þórður Jónasson 1100,
Guðrún Jónsdóttir 550, Viðéy
1300, Hannes Hafstein 500, Fjarða
klettur 300 og Þráinn 100 mál og
tunnur.
Röðull seldi
Reykjavík, 30. sept. - GO
í DAG seldi togarinn Röðull frá
Hafnarfirði 111 tonn af ísfiski í
Cuxhaven fyrir 92.870 mörk. Á
morgun selur einn togari í Brct-
landl og einn í Þýzkalandi. Á
föstudaginn selur svo einn í
Þýzkalandi. Þá verða ekki fleiri
sölur í þessari viku.
Fyrsta spilakvöld Alþýðuflokks-
félags Reykjavíkur í þriggja kvölda
keppninni er annað kvöld (föstu-
dagskvöld) í Iðnó. Emil Jónsson sjáv
arútvegsmálaráðherra flytur stutt á-
varp, en á eftir verður sameiginleg
kaffidrykkja og dans.
klukkan 8,30, en húsið er opn-
Fyrir dansinum leikur hljómsveit
EÞG. Fólk er hvatt til þess að mæta
vel og stundvíslega. Spilakeppnin hefst
að klukkan 8.