Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 2
Kltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Fréttastjórl: Arnl Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aösetur: Alþýðuhúsið við fiverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald ■kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. — TJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. AF HVERJU? ALÞÝÐUFLOKKSMENN eru tíðum spurðir þess af andstæðingum sínum, hvers vegna Alþýðu- flokkurinn sitji í núverandi ríkisstjóm með Sjálf- tstæðisflokkpum. Við þeirri opinskáu spurningu er vandalaust að gefa skýr svör. Segja má, að núverandi stjórnarsamstarf hafi tverið rökrétt afleiðing af upplausn vinstri stjórn- arinnar. Einnig má segja, að núverandi stjórn sé , rökrétt framhald af kjördæmabreytingunni, mesta !mannréttindamáli á íslandi í seinni tíð. Þó væri þetta hálft svar. Alþýðuflokkurinn , situr í núverandi ríkisstjóm af því að hún hefur gert meira átak í tryggingamálum en nokkuð ann- að ráðuneyti í sögu þjóðarinnar. Hundruð milljóna hafa verið fluttar milli þegnanna í tekjujöfnun, en hlutskipti gamla fólksins, örkumla, einstæðra og sjúkra gert betra en áður. Og þó má betur, ef duga skal. Svo hefur núverandi ríkisstjórn komið fram launajafnrétti kvenna og karla, einu mesta bar- áttumáli verkalýðsins, og fleiri slíkum málum, og gert átak í hagræðingarmálum. Alþýðuflokkurinn hefur fleiri ástæður fyrir stjórnarþátttöku. Hann hefur haft forustu um imiklar endurbætur í húsnæðismálum og stórbreyt- . ingar á lánakerfinu, svo og 'vakningu verkamanna- bústaðakerfisins. Núverandi ríkissjórn hefur gengizt fyrir mestu skólabyggingum í sögu þjóðarinnar og margföld- un styrkja til vísinda og lista. Hún hefur losað 'þjóðina við haftafargan það, sem var á verzluninni. Stærsta átakið á sviði atvinnumála hefur ver- , ið gífurleg auking og endurnýjun bátaflotans, sem fram kemur í afköstum hans við síldveiðar, jSVO og mestu hafnarframkvæmdir í sögu þjóðar- innar, þar á meðal við landshafnir. Vegakérfi hef- pr verið endurskoðað og brotið blað í öðrum þátt- kim samgangna. Þá hefur ríkisstjórnin rekið ábyrga og fasta ■utanríkisstefnu imeð þeim árangri, að þjóðin hefur 'unnið frægan sigur í landhelgismálinu, en heldur irið og vináttu allra þjóða. Hér er nokkuð talið og má geta þess, sem gert er, þótt mörgu sé sleppt. 1 þessum aðgerðum kem- ur fram greinileg stefna, sem horfir til aukins lýð- ræðis, jafnréttis og öryggis borgaranna, aukinnar menntunar og meiri framleiðslu. Allt þetta vill Alþýðuflokkurinn tryggja þjóð sinni, en flest af þessu var látið ógert í tíð vinstri stjórnarinnar ©g helmingaskiptastjórnarinnar á undan henni. Alþýðublaðið er reiðubúið að viðurkenna, að rikisstjórninni hefur mistekizt margt, og sum vanda mál hafa ekki verið leyst algerlega eftir óskum jafnaðarmanna. En hitt vegur enn sem komið er þyngra á vogarskálimum, sem vel hefur tekizt. I rr L Aðvörun til fóiks! HÚSNÆÐISMÁLIN eru eitt niesta vandamál flestra fjöl- skyldna. Þannig er l>a‘d hér og þannig er það alls staðar. Margs konar misferli á sér stað í sam- bandi við íbúðasölu og það hefur átt sér stað, að okrað hefur verið á fólki og það svikið eftir öllum kúnstarinnar reglum. Þetta er því hörmulegra þegar það er vit- að, að oftast verða þeir mest fyrir barðinu á þessu, sem fæst hafa úti spjótin, og ekki þekkja refil- stigu þessara viðskipta og kunna minnst í bellibrögðum. ÉG SEGI ÞETTA af gefnu til- efni og vil með því gera tilraun til að aðvara fólk. Á markaðnum eru íbúðir, sem ekki eru veðhæf- ar. Fólk hefur keypt þessar íbúðir hjá fasteignasölum í þeirri trú, að það mundi geta fengið lán út á ibúðirnar, en þegar til liefur átt að taka, hafa þær ekki reynzt veð- hæfar þar sem helzt hefur verið lána að leita og hefur þetta sctt fólk í hreinustu vandræði. HÉR ER UM SVOKALLAÐAR endaíbúðir í kjöllurum stórbygg- inga að ræða. Þessar íbúðir hefur bygginga'nefnd aldrei samþykkt, en liúsameistarar hafa byggt þær og innréttað þær til íbúða án allra leyfa og leyft sér síðan að setja þær til fasteignasala til sölu, full- yrt í flestum tilfellum að þær nytu allra réttinda eða ekki nefnt slíkt og sama liefur átt sér stað um fasteignasalan. Þetta liefur kom- ið upp í sambandi við nauðungar- sölu hjá fólki, sem ekki hefur get að staðið í skilum við veðdeildina, en áður voru íbúðirnar veðhæfar. FRÁ SlÐASTLIÐNUM áramót- um varð að gefa fyrirmæli um það, að ekki mætti lána út á þe&sar íbúðir og nú munu liggja fyrir hjá liúsnæðismálastjórn beiðni um lán út á 16 slíkar íbúðir, sem fólk hefur keypt í góðri trú um það, að þær myndu njóta lóna og stendur nú þetta fólk uppi með íbúðirnar ófullgerðar og sér eng- 16250 VINNiNGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. in ráð til þess að gera þær íbúðar liæfar. MISTÖK ERU auðsæ hjá bygg ingarnefnd Reykjavíkur. Hún hef- ur alls ekki gefið leyfi til þess að þetta húsnæði væri tekið tii íbúð- ar, en húsasmíðameistararnir hafa gert það samt og síðan prangað þeim út. Bygginganefnd virðist ekki nógu vakandi og eru mörg dæmi um það. Jafnvel heil íbúða hverfi eru öðruvísi en bygginga nefnd ákvað í upphafi. Gleggsta dæmið er Otrateigurinn. Þar mátti ekkj setja kjallara undir hús in, en byggjendurnir gerðu það samt og bygginganefnd lét það við gangast í langflestum tilfellum eins og sjá má. ÉG ER EKKI með þessu að leggja neinn dóm á það, hvort rétt sé af bygginganefnd að sam- þykkja ekki svona húsnæði, en hitt nær ekki nokkurr; átt, að gefa mönnum tækifæri til þess að svíkja fólk, sem ekki uggir að sér. Vitanlega má segja, að fólk á aldrei að festa kaup á húsnæði fyrr en það þekkir nákvæmlega hæfni þess og möguleika. En þetta á sér stað og oftast er það hrekk- lausasta fólkið og jafnframt þa5 fátækasta sem lendir í þessu. ÉG SÉ EKKI hvað er Iiægt aB gera til þess að bjarga þessu fólkí frá stórtjóni. Vitanlega eiga kaup in að ganga til baka. Ég veit ekki hvað lögin segja um það, en það getur ekki farið á milli mála, að það er siðferðileg skylda seljend- anna að láta sem kaupin haB aldrei verið gerð. Ennfremur verð ur að segja það, að bygginganefnd verður að fylgjast vel með því, a® farið sé eftir fyrirmælum hennar í hvívetna. Ilannes á horninu. VÍSIIMDI OG TÆKNI STORFELLD VERÐLÆKKUN á rússneskum hjólbörðum 560x15 750.00 670x15 1.025.00 700x15 1.163.00 820x15 1.690.00 500x16 702.00 600x16 932.00 650x16 1.148.00 750x16 1.733.00 650x20 1.768.00 750x20 2.834.00 825x20 2.453.00 900x20 4.200.00 1100x20 6.128.00 2 L okt. 1964 - ALÞYöUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.