Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 5
Góð salð hjá
Skðgfirðingi
Sauðárkróki, 29. sept. .
MB . HP
SLÁTURTIÐ stendur nú sem hæst
hér, en slátrun hófst 7. septem-
ber. Slátrað er í tveimur slátur-
húsum, . hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga og Verzlunarfélagi Skagfirð-
inga. Ráðgert er að slátra 34-35
i>ús. fjár hjá Kaupfélagi Skagfirð-
inga, en um 6 þúsundum hjá verzl-
unarfélaginu.
Heyskapur var mjög góður í
Skagafirði í sumar, og má því vera,
að slátrun verði minni en ella af
þeim sökum. Dilkar hafa reynzt
heldur vænni nú en í fyrra. Slátr-
un lýkur um miðjan október, en
eftir það hefst hrossaslátrun,
a. m. k. hjá kaupfélaginu.
Dekkbátar og trillur frá Sauðár-
króki hafa að undanförnu róið ým-
ist með dragnót eða línu, og afli
verið sæmilegur og góður á köfl-
um. Hefur aflinn yfirleitt verið
mun betri í sumar en í fyrrasumar
og allir haft atvinnu hér, sem hafa
kært sig um, enda hefur verið
unnið í báðum frystihúsunum, og
þar er enn nóga vinnu að fá.
Vélskipið Skagfirðingur, sem
gerður er út héðan, fór fyrir
skömmu í sölutúr til Þýzkalands
með 45 tonn af fiski og fékk um
í kr. fyrir kg. Gert er ráð fyrir, að
Skagfirðingur fari annan sölutúr
6Íðar í haust.
Freyjugötu 41, Ásmundarsal, sími 11990.
Innritun í allar deildir daglega frá kl.
8—10 e.h.
SKÓLASTJÓRI.
Ný þýzk orðabók
Auglýsingasíminn er 14906
INGVAR BRYNJOLFSSON
íslenzk-þýzk og þýzk íslenzk
orðabók. — Langenscheidt
KG — Bókaútgáfa Berlín og
Miinchen — 1964.
Þýzka útgáfufyrirtækið Lang-
enscheidt hefur um langan aldur
verið heimsfrægt á sínu sviði. Það
hefur aðallega fengizt við útgáfu
orðabóka og ýmíssa kennslubóka
í tungumálum. Orðabækur Lang-
enscheidt-forlagsins hafa alltaf
þótt í fremstu röð á þessu sviði.
Þær hafa verið gerðar af færusíu
sérfræðingum, og frágangur allur
verið til fyrirmyndar.
Nú hefur Langscheidt-forlagið
gefið út íslenzka-þýzka og þýzka*
íslenzka orðabók, báðar saman í
einu bindi. Höfundurinn er Ingvar
Brynjólfsson yfirkennari, en hann
er eins og kunnugt er einn af fær
ustu þýzku-mönnum hér á landi.
Hvor orðabókin um sig er rúmar
tvö hundruð síður. Aftast í henni
er skrá um ýmis þýzk orðasam-
bönd og orðatiltæki, sem eru nauð
synleg ferðamönnum er ferðast
um Þýzkaland. Bókin er í litlu,
handhægu broti og frágangur
allur hinn vandaðasti, pappír
góður og prentun í bezta lagi.
Bók þessi mun eflaust fá tals-
verða útbreiðslu í Þýzkalandi, en
þar hefur lengi verið margt
manna sem hefur áhuga á Islandi
og íslenzkri tungu. Þó verður þýð-
ing hennar meiri fyrir íslendinga
sjálfa. Við höfum mikla þörf á
kunnáttu í þýzkri tungu. Þýzka-
land er nú eitt af mestu við-
skiptalöndum okkar. Fjöldi ís-
lenzkra námsmanna stundar nú
nám í Þýzkalandi. Og á hverju
! sumri leitar margt íslenzkra ferða
manna til hinna þýzkumælar.d#
i landa, ‘ bæði Þýzkalands sjáifa
Austurríkis og Sviss. Þeir eru þv#
margir hér á landi, sem þessi orð®
Og ég efa ekki, að hún eigi efíj»—
bók getur komið að miklu gagtll,
að hljóta vinsældir.
Ólafur Hansson.
Myndir úr skinni
MOKKAKAFFI býður nú upp
á sýningu á 24 svartlistarmyndum,
sem unnar eru úr skinni, eftií
Eggert E. Laxdal.
Eggert E. Laxdal er fæddur á
Akureyri 1925, sonur Eggerts IV#s - -
Laxdals, listmálara.
Frá barnæsku hefir Eggert yngrf-
fengizt við myndlist og hefir af og
til tekið þátt í málverkasamsýn-
ingum. Mest hefir hann málátf-
vatnslitamyndir og fengizt vitþ
teikningar.' Á síðari árum hefi*-
hann einnig málað olíumyndir og
Framhald á 13. síffu
^uiiiiiiiiiiiiiiiim
iiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiii>itiii)iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm.<miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii||||||||||||||[|t(il^
%
Rússar ætluðu að koma þýzkum
ir
ALKUNNA ER, að Rússar
hafa verið furðu lagnir að
koma fyrir alls kyns hljóðnem-
um og hlerunartækjum í sendi
ráðum vesturveldanna í Mos-
kva. Ekki er ýkja langt síðan
fjörutíu hljóðnemar fundust í
bandaríska sendiráðinu þar, og
fyrir nokkrum árum færðu
Rússar bandaríska sendiherr-
anum bandarískt skjaldar-
merki að gjöf, en inni í því
var falinn örlítill hljóðnemi.
Sérstakir sérfræðingar hafa
það hlutverk með höndum að
leita uppi slíka hljóðnema í
sendiráðunum. Fyrir nokkru
var vestur-þýzkur sérfræðing-
ur, Horst Schwirkmann í
þýzka sendiráðinu í Moskva
þessara erinda. Hann hefur í
tíu ár haft það starf með hönd-
um að leita huldra hljóðnema
og hlerunartækja í sendiráð-
um Þýzkalands i kommúnista-
ríkjunum..
Þegar hann leitáði nú fyrir
skömmu í sendiráðinu í Moskva
fann hann töluvert af földum
hlerunartækjum. Hann hefur
einnig teiknað herbergi í
sendiráðinu í Moskva, sem á
að vera fullkomlega öruggt
gegn því, að þar sé hægt að
koma við hlerunurh. Og þar
geta starfsmenn sendiráðsins
rætt saman án þess að eiga á
hættu, að Rússar hleri hvert
orð þeirra. Þá hefur hann og
fundið upp aðferð til að
hvekkja þá sem hlera, þannig,
að þeir fá í sig öflugan raf-
straum, fari þeir að fikta við
símaleiðslur hússins.
Þégár’ Schwirkman vár i
að hlýða á sunnudagsmessu
ásamt nokkrum vinum sínum
úr sendiráðinu í rússneskri
rétttrúnaðarkirkju, sem er um
klukkutíma ferð frá Moskva.
í kirkjunni fannst honum að
eitthvað snerti annan fót sinn,
en Jiugsaði ekki nánar um það
og taldi að einhver hefði kom-
ið óviljandi við sig. Nokkru
síðar fann hann votan blett á
annarri buxnaskálm sinni. —
Þjóðverjarnir hittu við kirkju-
hliðina skeggjaðan „leiðsögu-
mann,” sem kvaðst starfa f
tengslum við kirkjuna, — og
bauðst til að sýna þeim þorp-
ið og nágrenni þess. Þjóðverj-
•arnir þáðu ekki boð hans.
Á leiðinni til Moskva, fann
Schwirkmann til einkennilegr-
ar þreytu og stingandi sárs-
Moskva-unr dáginn-ákyað-hann, - 'aúká' í ^ðrum fætinum. Þegar
þangað kom, var kallað á lækni
úr bandaríska sendiráðinu, og
sá hann, að á öðrum fæti
Schwirmanns voru brunasár
eins og eftir sýru. Mælti hann
með að honum yrði komið liið
fyrsta á sjúkrahús í Vestur-
Þýzkalandi.
Forðaskrifstofa rússneska
ríkisins, tilkynnti, að ekki væri
unnt að fá far fyrir sjúkling-
inn næstu tvo daga. Þetta
riyndust rangar upplýsingar
og töfðu verulega fyrir því, að
Schwirkmann kæniist á sjúkra
hús. Þegar læknar í Bonn
rannsökuðu hann, sáu þeir, að
hann hafði verið spx-autaður
með fljótandi sinnepsgasi. f
síðustu viku var Schwirkmann
á batavegi. en líðan hans var
engu að síður alvai-leg.
Hvers vegna gerðu Rússar
þetta? spyr vikuritið Time. —
Ein tilgátan er sú, að Schwirk-
man hafi verið svo slyngur í
sinni grein, að rússneskir sér-
fræðingar liafi ekki haft roð
við honum. Þess vegna hafi
þeir viljað hindra, að hann
kæmist fi'á Moskva og yrði þess
í stað lagður inn á x-ússneskan
spítala, þar sem með hjálp
„sannleiksmeðála,” væri ef til
vill hægt að veiða upp úr hon-
um ýmis atvinnuleyndarmál.
Einnig gat verið, að Rússár
vildu lasna við Schwirkman
fyrir fullt og allt.
Vestur-þýzka stjórnin bar
að sjálfsögðu fram harðorð
mótmæli vegna þessa atburðar,
Rússneska stjórnin hefur nú
svarað og neitar að vita nokk-
uð um málið, en segir, að viss-
Framhald á síffú 13.'-
\S\
\
v -
6 **
í
\ #
!|
* r..-
t
= fr '
“ ■
;
:
| jg
• T
: fe
: •*- ■
: fr..
Iv,
UIIIIIIIIII|llllllllllllll|||||l||||||||||||||||||||||||||IM4l|||||||||||||||||||||||||||,|l|||||||||,|||a||ll||„||| |l|||||l||||,|||||||||||l|||||,||||||,|l|||t|||||||||||,|||||||(|:I|||t||,||||t||||||,|||||||||||tf|(|l||||||l|||||||t|l|,|||,|||||||||||||||l|||l|,„||l||l|||l|l||||,||||||||||||tl|l|l|l||,|l|IItlilllimilllllUllllllllllllllllllllllllllttitifcr*
••■ . *' ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. okt. 1964 W