Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 4
Stuðningsmenn Framhald af 16. síðu. nú þegar með samþykkt frum varpsins, og mun ambassador íslands í Kaupmannahöfn einn ig hafa látið í ljós óskir af hálfu íslendinga um, að af- greiðslu málsins verði hraðað eftir föngum. Stefán Jóhann sagði, að blaðaskrifin um málið hefðu byrjað í gær og haldið áfram í dag, og væru þau í mjög mis- jöfnum tón, en andstaða gegn afhendingunni væri greinileg í Berlingske Aftenavis. í dag birtist viðtal við Paul Möller, leiðtoga danskra ihaldsmanna, í Kristeligt Dagblad, og lét hann svo ummælt þar, að nú væru ekki lengur fyrir hendi þingræðislegir möguleikar til að draga málið á langihn. Þeim liefði þegar verið beitt, en um þá hlið málsins, sem að einka- málarétti sneri, vildi hann ekk- : ert segja. Andstaða gegn af- : hendingu handritanna er þó eflaust talsvfert mikil í íhalds- flokknum, svo og í Vinstri flokknum, en leiðtogi lians, Erik Eriksen, mun þó ekki vera andvígur frumvarpinu. Dönsku blöðin hafa sem kunnugt er talið líklegt, að stjórnarnefnd Árnasafns og jafnvel fleiri aðilar með vís- indamennina, sem ekki vilja afhenda liandritin, í broddi fylkingar, muni hefja mála- rekstur til þess að fá lögin um áfhendingu handritanna ógilt, ef þau ná fram að ganga í þing- inu. Muni þeir krefjast þess, að liandritin verði ekki afhent, þar sem eignarréttur Árnasafns sé óvéfengjanlegur og þingið hafi ekki vald til að breyta skipulagi þess, og ef handritin verði látin af hendi, sé þar um eignarnám og þar með stjórn- arskrárbrot að ræða. Um þetta sagði ambassador- inn, að vel gæti verið, að stjórn arnefnd Árnasafns hugsaði sér að liefja mál með það fyrir augum að fá lögin ógilt, en naumast myndi henni berast jafnmikið fé til þeirrar máls- sóknar og látið hefði verið í veðri vaka, og þrátt fyrir allt væri ekki ástæða til annars en vona, að handritamálið leystist okkur í hag. — Álítið þér, að andstæðing- ar afhendingarinnar á þingi; muni reyna að fresta henni eða tefja málið, ef frumvarpið verð ur samþykkt óbreytt? — Nei, það er ekki hægt. Þingræðislegir mögulejkar til þess hafa þá verið nýttir til fulls, og ég tel ólíklegt, að sam- þykktar verði breytingar á frumvarpinu, þar eð telja má víst, að meirihluti sé þegar fyr- ir samþykkt þess, eins og það er nú. — En hvað um málshöfðun þá, sem rætt hefur verið um í fréttum um málið? — Hana veit ég ekkert um. Það er mál, sem eingöngu snertir stjórnarnefnd Árna- safns, Kaupmannahafnarhá- skóla og vísindamennina, en ekki þingið. — Hvort er andstaða meiri meðal stjórnmálamanna eða vísindamanna? — Vísindamanna. — En um afstöðu þeirra og hugsanlegar gagnráðstafanir viljið þér ekkert segja? — „Nei, um þær get ég ekk- ert sagt”. RITARI Framliald af 16. síðu. við fátæku löndin og fleiri slík efni. Hafa sérfræðingar og fræði- menn unnið að tilteknum verk- efnum á vegum stofnunarinnar í þeim tilgangi að finna lausn að- kallandi vandamála og styrkja hugsjónagrundvöli frjálsra þjóða. Það mun nú í athugun, hvort íslendingar gerast aðilar að Atl- andshafsstofnuninni. fl/linnlngarorð: Helgi Jörgensson ■ t dag verður kvaddur í Foss- i Vogskapellu, Heigi Jörgensson jrfyrrverandi tollvörður. Helgi var 'íæddur 13./6. 1892, foreldrar •íans voru Jörgen Jörgensson er • lengi var að Gilsstöðum og víðar • Hrútafirði og kona hans Dýrfinna ftíelgadóttir í Hundadal í Dala- |.«ý.síu, Sigurðssonar á Saurstöðum. j-lBjarnasonar. I Helgi mun hafa búið við fremur j^þröng kjör í uppvexti sínum, að ilieirrar tíðar hætti. En óbugandi fearkur og dugnaður að hverju sem |liann gekk, gerði hann að vel |4}iargálna manni. Hvar sem maður |#íitti Helga var hann glaður og |4reifur, og oft var „glatt á hjalla“, Jer hann var I glöðum félagsskap *lmeð vinum sínum og kunningjum. ’vfeann var höfðingi enda af höfð- ^tngjaættum. Jörgen faðir hans var «onur Jörgens á Elínarhöfða á IVÆR ISLENZKAR KVIK- MYNDIR Á BARNASYNINGU Tvær íslenzkar kvikmyndir verða sýndar á barnasýningu í Nýja Bíó næstu daga. Þær eru Hitaveituævintýri og mynd frá gosinu í Surtsey, Framleiðandi beggja þessara mynda er Geysismyndir h.f. Hitaveituævintýri, sem er gerð að tilhlutan Reykjavíkurborgar er ný barnamynd og er nú orðið langt um liðið síðan komið hefur fram íslenzk barnamynd. Efni mynd- arinnar er saga tveggja barna, sem ferðast gegnum mannvirki hitveitunnar frá upphafi til enda, fyrst í veruleikanum og svo með ögn meira hugmyndaflugi. Með hlutverk barnanna fara Ragnheið ur ’ Gestsdóttir og Guðjón Ingi Gestsson. Myndin frá Surtseyargosinu er í litum og Cinemascope og þarf væntaniega ekki að kynna efni hennar svo þekktur sem Surtur og hans athafnir eru. Myndirnar verða sýndar kl. 3,30 í dag og næstu daga. FRÍMEX 1965“ opnuð laugardag ff Akranesi, Magnússonar á Elínar- höfða, Jörgenssonar á Krossi, Hans sonar á Akranesi, Jörgenssþn Klingenberg er bjó á Jótlandi á búgarði, er hann mun hafa fengið hjá Danakonungi upp í skuldir því faðir hans var hinn stórauð- ugi Poul von Klingenberg aðais- maður í Hamborg, er lánaði meðal annars Danakonungi mikið fé, er hann var í fjárþröng. Poul mun hafa verið af sænskum ættum, en var aðlaður í Þýzkalandi. Helgi Jörgensson var kvænt- ur góðrj konu, Önnu Sigurðar- dóttur frá Bæ í Miðdöium, hún er dáin fyrir rúmu ári, Þau eign- uðust þrjár dætur og lifa tvær þeirra. Um leið og ég þakka Helga Jörgenssyni fyrir liðnar samveru- stundir, votta ég afkomendum hans samúð mína. Aðalsteinn Halldórsson Merkileg frímerkjasýning verður opnuð á laugardaginn klukkan 4, og stendur til 10. októ- ber. Það er Félag Frímerkjasafn- ara, sem stendur fyrir sýningunni, en hún verður haldin í Iðnskólan- um. Efni þessarar sýningar verður mjög fjölbreytt, og er áætlað að lieildarverðmæti sýningarmun- anna sé um 2 milljónir króna. Meðal sýningargripanna verð- ur safn kórónustimpla, sem kem- ur frá safnara í Svíþjóð. íslenzk- ir númerastimplar eru einnig sýndir. Þá verða íslenzk skildinga- bréf, skildingar, auramerki, fjórblokkir, útgáfustimplar, sér- stæð umslög og annað mekilegt í íslenzkri frimerkjaútgáfu. Mörg góð erlend söfn vcrða sýnd þarna, 180 þúsund Framh. af 16. síðu. fyrsta skipti á hinum nýja Vest- mannaeyjaflugvelli, sem þá var í byggingu, þann 12. oótóber 1946 og í marzmánuði 1947 hóf Flug- félag íslands reglubundnar fiug- ferðir milli Vestmannaeyja • og Reykjavíkur, sem haldið hefir-ver ið áfram óslitið síðan. Frá því Flugfélag íslands hóf reglubundnar ferðir til Vest- mannaeyja hafa flugvéiar félags- ins fiutt yfir 180:000 farþega til og frá Eyjum, þar af .um 172.000 far- þega milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. m. a. frá Færeyjum, Grænlandi, Hoilandi og fleiri. í sambandi við sýninguna verð- ur starfrækt pósthús þar sem sér- stakur stimpili verður fáanlegur meðan á sýningunni stendur. Hinn 7. október verður svo dagur frí merkisins 1964, og verður sérstak- ur dagstimpill í notkun. Sýningarnefndin hefur látið prenta sérstaka blokk með merki sýningarinnar í. Upplag blokkar- innar er 5000 eintök, og eru þau tölusett. yönduð sýningarskrá verður gefin út, og er hún 60 síð- ur að stærð. í henni verða ýmsar greinar, og þá m. a. eftir Magnús Jochumsson, fyrrverandi póst- meistara, Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra, Jón Aðalsteinsson, cand, mag., Bjarna Tómasson, forstjóra, Sigurð H. Þorsteinsson, fulltrúa óg fleiri. Eins og fyrr segir, verður sýn- ingin opin til 10. október. Sunnudaginn 4. október verður hún opin frá kl. 2-10 og mánudag til föstudags kl. 5-10. Laugardag- inn 10. okt. lýkur henni, en þann dag verður hún opin frá kl. 2-10. 4 1. okt. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Afhugasemd VEGNA ummæla, sem fram komu í útvarpsþættinum „Sitt sýnisfc hverjum” í gærlcvöldi (mánudags- kvöld), vill Almenna bókafélagið taka fram, að það er skattskylfc eins og hvert annað fyrirtæki og greiðir að sjálfsögðu opinber gjöld og þar með söluskatt af öll- um rekstri sínum. Árið 1963 greiddi Almenna bókafélagið þannig samtais kr. 544.710.00 í skatta. Þá vill félagið einnig taka fram vegna ummæla í fyrrnefndum þætti, að félagsmenn í AB eru ekki skyldaðir til að kaupa neinar ákveðnar bækur, sem félagið gef- ur út, heldur. hafa félagsmenn fullkomlega frjálst val um, livaða AB-bækur þeir kaupa. Eina skyld- an, sem menn taka á sig, er þeir gerast félagar í AB er að kaupa einhverjar fjórar AB-bækur á ári og gildir einu hvort keyptar eru eldri útgáfubækur félagsins eða nýútkomnar. Virðingarfyllst. Almenna Bókafélagið. K. P. Andersen Frh. af 1; síðu. Jóliaim Stefánsson, ambassador íslands í Kaupmannaliöfn í dag, svo og Paul Möller, leiðtoga danskra íhaldsmanna, en liann hefur sem kunnugt er verið einn skeleggasti andstæðingur afhend- ingar handritanna og beitti sér fyrir því í danska þinginu 1961, að endanlegri ákvörðun um málið yrði frestað fram yfir kosningarn- ar, sem nú er nýlokið. K. B. Andersen, fræðslumála- ráðherra fórust orð um málið á þessa ieið: „Ég álít, að nú verði eining um málið á breiðum grundvelli svip- að og síðast, þannig að íslending- ar megi vænta hins bezta. Um það er að sjálfsögðu ekki hægt að segja fyrirfram, hve stór þing- meirihluti verður nú með sam- þykkt frumvarpsins, en fyrirfram má fastlega gera ráð fyrir, að það verði samþykkt óbreytt. Ég he£ ekki trú á, að neinar breytingar verði samþykktar á því. Um máls- sókn eftir á af hálfu stjórnarnefnd ar Árnasafns og þeirra vísinda- manna, sem andvígir eru afhend- ingunni, vil ég ekkert segja að svo komnu máli. Andstaðan gegn afhendingu handritanna er að mínum dóml mest í hópi vísindamanna, en minni meðal stjórnmálamanna, þá að þeir séu vitanlega ekki á einu máli heldur”. SMURT BRAUÐ Snlttur. Opið frá kl. 8—23,30. BraySsfofan Vesturgötu 25. Síml 16912 Sigurgeír Sigur|ónsso» hæstaréttarlögmaður Málflutnínofsskrifstota Öðlnsgötu 4. Síml 11043.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.