Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.10.1964, Blaðsíða 10
Morð Kennedys... !; \ Framhald úr opnu. e. h„ að starfa einir. Tippit var einn þeirra, sem falið var að starfa einn þennan dag. Orðrómur: Tippit braut fyrir- skipun, sem hann hafði fengið daginn áður um að fara ekki út fyrir það svæði, sem honum var falið. Þetta svæði átti að vera í miðborg Dallas í þann mund, sem hann stöðvaði Oswald. Niðnrstaða: Athugun á skjölum varðandi Tippit á lögreglustöð- inni og skrá um útvarpsskipanir leiddi í ljós, að eftir morð forset- ans var Tippit skipað að flytja sig til Oak Cliff svæðisins til að vera þar til taks, ef nauðsyn kerfði. Orðrómur: Lögreglan hafði ver- ið kölluð brott af því svæði, þar sem Tippit fann Oswald. Niðurstaða: Aðrar lögreglubif- reiðar voru á Oak Cliff svæðinu samtímis Tippit. Þær tóku þátt í leitinni að morðingja Tippits og handtöku hans. Orðrómur: Tippit braut reglur lögreglunnar um að láta aðal- stöðvar þegar vita í útvarpinu að hann ætlaði að nema staðar til að yfirheyra grunaðan mann. Niðurstaða: Dallaslögreglan hafði engar réglur eða kröfur um að lögreglumenn létu vita, þótt þeir næmu staðar til að yfirheyra grunaða menn. Þess vegna braut Tippit engar reglur, er hann lét hjá líða að láta vita, að hann ætlaði að stöðva Oswald. Orðrómur: Tippit hafði ekki getað þekkt Oswald eftir þeirri lýsingu, sem gefin var I útvarpi lögreglunnar. Niðurstaða: Engin leið er að komast að, hvort Tippit þekkti Oswald eftir þeirri lýsingu, sem útvarpað var. Útvarpsbók Dallas- lögreglunnar sýnir, að útvarps- vörður hafi kl. 1:29 tekið eftir því, að lýsingar á morðingja for- setans og morðingja Tippits voru líkar. Það er hugsanlegt, jafnvel líklegt, að Tippit hafi stöðvað Os- wald vegna lýsingárinnar í út- varpi lögreglunnar. Órðrómur: Tippit og morðingi hans þekktust. J Niðurstaða: Rannsóknir hafa ekki dregið fram neinar sannan- ir þéss, að Tippit og Oswald hafi þekkst, hafi nokkru sinni sézt eða átt nokkra sameiginlega kunn- ingja. Sjónarvottar að morðinu sáu engin merki þess, að þeir hafi þekkzt. Orðrómur: Frú Helen Markham, sjónarvottur að morði TippitS, taldi það hafa gerzt rétt eftir 1:06 síðdegis. Þetta hefði gert Oswald ókleift að fremja morðið, þar sem hann hefði ekki haft tíma til að komast á staðihn svo snemma. Niðurstaða: Staðfest jiefur ver- ið, að Tippit var skotinn um 1:15 eða 1:16 e. h., á grundvelli þess, að annar sjónarvottur, Domingo Benavides, kallaði aðalstöðvar upp í útvarpstæki bifreiðar Tippits. Orðrómur: Frú Helen Mark- ham er eini sjónarvottur að morð- inu. Niðurstaða: Aðrir sjónarvottar eru meðal annars Domingo Bena- vides, sem notaði útvarpstæki bifreiðar Tippits til að láta út- varpsvörð lögreglunnar vita um morðið kl. 1:16, og William Scoggins, leigubifreiðastjóri, sem sat í bifreið sinni á liorni 10. götu og Pattonbrautar. Barbara Jeanette Davis og Virginia Davis sáu mann með skammbyssu í liendi ganga yfir túnblett sinn þegar eftir að þær heyrðu skotin, sem drápu Tippit. Maðurinn tæmdi skothylki úr byssunni og íor fyrir hornið af 10. götu inn á Patton. Öll þessi vitni, nema Benavides, bentu síðan á Oswald Frú Markham var óviss og ósam- kvæm í upprifjun á morðtíman- BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, véium og áhöldum, efni og lagerum o.fl. Heimistpyggíng hentar yður Heimilistryggingar Innbús Vatnsljóns innbrots Glerðrygglngar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGATA 9 REVKJAVlK' SlMI 21260 SlMNEFNI : SURETY 10 1. okt. 1964 — ALÞÝÐUBIAÐIÐ um í hinum ýmsu yfirlýsingum og yfirheyrslum. í hópi manna og töldu hann morð- ingjann. Benevides taldi ekki, að hann gæti verið viss um að þekkja manninn og reyndi því aldrei að velja hann úr hópi í þeim til- gangi. Orðrómur: Frú Markham sagði, að maðurinn, sem hún sá skjóta Tippit, hafi verið um þrítugt, lág- vaxinn, með úfið hár og í hvít- um jakka. Þar eð þessi lýsing á ekki við Oswald, getur hann ekki verið morðinginn. Niðurstaða: Þegar lagt var mat á vitnisburð Helen Markham, fór það ekki fram hjá nefndinni, að hún hafði verið talin fyrir þeirri lýsingu, að morðingi Tippits lög- reglumanns hefði verið lágvaxinn, þrekinn og með úfið hár, sem get- ur ekki átt við Oswald. Því hefur einnig verið haldið fram, að frú Markham hafi þekkt Oswald úr hópi manna af fötum meira en eigin útliti. Þegar Oswald birtist í hópi manna að viðstaddri frú Markham, var hann ekki í þeim jakka, sem hann hafði verið í, þegar morðið átti sér stað, og frú Markham hefur sagt, að hún hafi þekkt hann aðallega af andlitinu. j Ennfremur hefur frú Markham lýst yfir, að hún hafi aldrei lýst manninum sem lágnm, þrekvöxn- um með úfið hár. Nefndin athug- aði hljóðritun af símtali, þar sem frú Markham átti að hafa gefið slíka lýsingu. Samkvæmt hljóðrij- uninni staðfesti frú Markham, að hún hefði örugglega þekkt Oswald í hópnum, en neitaði því að hafa lýst honum sem lágvöxnum, þreknum eða með úfið liár. Orðrómur: FBI yfirheyrði ann- an sjónarvott að morði Tippits, óþekkta konu, en hún var aldrei kölluð sem vitni fyrir Nefnd Forsetans um Morð Kennedys. Þet.ta vitni á að hafa sagt, að það hafi séð tvo menn taka þátt í morðinu og hafi þeir hlaupið hvor í sína átt. Niðurstaða. Eina konan, sem nefndin veit til að hafi verið sjónarvottur að morði Tippits, er Helen Markham. FBI yfirheyrði aldrei neina aðra konu, sem sagð- ist hafa séð morðið, og fékk al- drei neinar upplýsingar um að slik kona væri til. Tvær konur, Bar- bara Jeanette Davis og Virginia Davis, sáu morðingjann þegar eft- ir morðið, er hann fór yfir tún- blett á horni Pattonbrautar og 10. götu, en þær sáu ekki árás- ina sjálfa. FBI yfirheyrði þær báð- ar, og þær komu báðar fyrir nefnd ina. Nefndin hefur engar upplýs- ingar um önnur vitni en nefnd hafa verið í skýrslunni. Orðrómur: Ekkert vitni sá Os- wald milli þess, sem hann á að hafa hlaðið byssu sína skammt frá morðstaðnum og. að hann birtist við skóbúð á JeffersonbraUt. Niðurstaða: Sex vitni þekktu Oswald aftur sem manninn, er flúði eftir morð Tippits. Ted Gall- awaý og Sam Guinyard sáu morð- ingjann með byssu í hendinni á Pattonsbraut milli 10. götu og Jeffersonbrautar eftir að Tippit hafði verið skotinn. Þeir sáu hann hlaupa að Jeffersonbraut og beygja til hægri. Að kvöldi 22. nóvember þekktu Callaway og Guinyard Oswald úr hópi manna og kváðu hann vera þann, er þeir sáu með byssu. Tveir aðrir menn, Warren Reynolds og Pat Patter- son, sáu mann með skammbyssu í hendi hlaupa suður eftir Patt- onsbraut. Þeir eltu hann götu- lengd á Jeffersonbraut en misstu sjónar af honum. Báðir þessir menn staðfestu síðar eftir mynd- um af Oswald, að hann hefði ver- ið sá, sem þeir sáu með byssu. Harold Russel sá einnig mann með byssu hlaupa suður eftir Patton- braut og taldi síðar eftir myndum, að það hefðí verið Oswald. Frú Mary Broek sá mann, sem hún síðar taldi vera Oswald, ganga hratt inn á bílastæði aftan við benzínstöðina á horni Jefferson og Crawford, þar sem jakki Os- walds fannst stuttu síðar. Orðrómur: Þegar Oswald fór út úr husinu, þar sem liann leigði þerbergi, um klukkan eitt eftir hádegi 22. nóvember, var hann í brúnum jakka úr ullarefni og með rennilás. Niðurstaða: Jakkinn, sem Os- wald var í, þegar hann myrti Tip- pit, var ijósgrár. Samkvæmt því, sem Marina Oswald sagði nefnd- inni, átti maður hennar aðeins tvo jakka, einn bláan og annan ljós- gráán. K'onan, sem átti húsið, North-Beckley Avenue 1026, frú Earlene Roberts, var ekki viss um hvernig jakkinn var á litinn, sem Oswald var í, þegar hann fór út. Orðrómur: Oswald var í ólífu- brúnum jakka, sem sést greinilega á öllum myndum, sem teknar voru af honum eftir að hann var hand- tekinn. Niðurstaða: Þegar Oswald var handtekinn var hann ekki í jakka. Jakkinn, sem síðar fannst á bíla- stæði og reyndist vera eign Os- walds, var Ijósgrár. Engin vitni hafa borið, að Oswald hafi ver- ið í olífubrúnum jakka rétt áður, eðá rétt eftir, að hann var hand- tekinn. Nefndin hefur ekki séð neinar myndir af Oswald, sem teknar voru eftir handtöku hans, þar sem hann er í slíkum jakka. Myndir. sem téknar eru skömmu eftir, að hann var handtekinn. sýria, að hann er í skyrtu eins og þeirri, sem frú Bledsoe sagði hann vera í, þegar hún sá hann í strætisvagninum um klukkan 1:40 eftir eftir hádegi. Orðrómur: Konan, sem Oswald leigði hjá, frú A. C. Johnson, sagði, að Óswald hefði aldrei haft byssu í herbergi sínu. Niðurstaða: Frú A. C. Johnson sagði, er nefndin ræddi við hana, að „hann hefði aldrei komið með riffil inn í hús mitt. Hann gæti liafa verið með skammbyssu, um það veit ég ekki, en þeir fundu byssuslíður.” Eins og sagt var í fjórða kafla, geymdi Oswald riff- il sinn í bílskúr Paine fjölskyld- unnar í Irving, meðan hann átti heima í Dallas í október og nóv- ember. Skammbyssan var lítil og auðvelt að fela hana. Orðrómur: Oswald gat hvergi faíi'ð byssu í herbergi sínu í hús- inu númer 1026 við North Beck- ley Avénue. Niðurstaða: Þegar leitað var í herbergi Oswalds eftir, að hann var handtekinri, fann lögréglan byssusííður. Konan, sem Oswald leigði hjá, frú A. C. Johnson, vott- aði að hún hefði ekki séð slíðrið áður. Ekki er nein ástæða til að ætla, að Oswald hafi ekki getað falið bæði byssuna og slíðrið í herbergi sínu. Byssa Oswalds var lítil og sagað var framan af hlaupi hennar, svo það var eklci nema 2Vá þumlungar á lengd. Hann hefði getað falið byssuna í vasa á fötum af sér. Orðrómnr: Oswald tók ekki skammbyssuna, þegar hann kom í herbergi sitt um eittleytið. Niðurstaða: Ástæða er til að ætia, að Oswald hafi tekið byss- una úr herbergi sínu og senni- lega falið hana undir jakka sín- um. Það rennir stoðum undir þetta að byssuslíðrið fannst í her- berginu eftir morðið og það gefur til kynna, að Oswald hafi ekki geymt skammbyssuna heima hjá frú Paine, en þar svaf hann nótt- ina fyrir morðárásina. Orðrómur: Enginn sá Oswald fara inn í Texas kvikmsmdahúsið. Niðurstaða: Johnny C. Brewer, framkvæmdastjóri skóverzlunar rétt hjá kvikmyndahúsinu og Jul- ia Postal miðasölustúlka í kvik- myndahúsinu, sáu Oswald fara inn í anddyri kvikmyndahússins og þaðan inn í sjálfan sýningarsal- inn. Orðrómur: Enginn þeirra, sem staddir voru í kvikmyndahúsinu, þegar Oswald var handtekinn, liefui- skýrt frá því, sem fyrir augu .bar, þegar Oswald var hand- tekinn. Niðurstaða: Johnny C. Brewer, framkvæmdastjóri skóverzlunar- innar, og tveir kvikmyndalnisgest- ir, John Gibson og George Jeff- erson jr. voru í kvikmyndahúsinu og hafa þeir skýrt nefndinni frá handtöku Oswalds. Ekki sátu nema 6-7 manns í sætunum í sal hússins. Orðrómur: Ekkert vitni, éf lög- reglúmönnum er sleppt, hefur borið, að Oswald liafi verið með skammbyssu, þegar lögreglan liand tók hann. Niðurstaða: Johnny Brewer skýrði nefndinni svo frá, að hann hefði séð, að Oswald var með byssu, þegar lögreglan liandtók hann. Soffía Loren (Framhalcj af 6. síðu). Aðeins eitt skortir: Á tjörninnl í hallargarðinum synda ekki leng- ur svartir svanir eins og í gamla daga. En Carlo hefur komizt á snoðir um það, að þótt þeir séu ófáanlegir á Ítalíu, eru þeir enn ekki svo sjaldgæfir í Brasilíu og þangað ætlar hann auðvitað að fara og sækja svarta svani handa Soffíu sinni, áður er liun flytur í höIJína. - Þegar hún svo reikar um hallargarðinn sinn, - getur hún. fleygt brauðmolum til svörtu svan- anna sinna eins og liallarfrúr lið- inna alda gerðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.