Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai. — Fréttastjóri: Árni Gunnarsson. — RitstjórnarfuUtrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Rcykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — ÍJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. ALÞINGI ALÞINGI kemur saman í dag og mun, ef að líkum lætur, sitja á rökstólum fram á næsta vor. Mörg vandamál bíða úrlausnar þingsins, bæði stundarerfiðleikar þjóðarbúsins og grundvallar- .mál, sem varða langa framtíð. Fjárlög eru jafnan fyrsta mál hvers þings og f járlagaumræða fyrsta viðureign flokkanna, sem út varpað er til þjóðarinnar. Að þessu sinni má búast við að erfitt reynist að ná endum saman, þar sem ríkisstjórnin hefur tekið að sér miklar niðurgreiðsl iur á innlendum búvörum til að halda vísitölu niðri •og hindra verðbólgu. Er nú þegar augljóst, að Al- þingi verður að horfast í augu við þann vanda að tryggja fé til þessara ráðstafana á einn eða annan hátt. Hins vegar hefur þjóðin nýlega látið frá sér heyra um skatta- og útsvarsmál, þannig að varla verður unað við þyngri byrðar en þegar hvíla á herðum skattgreiðenda. Samkomulag ríkisstjórnarinnar við verkalýð- inn í <vor og bændur í haust nýtur mikils stuðnings tneðal landsmanna og þarf ekki að draga í efa, að þjóðin vill frið og samvinnu á þeim vígstöðvum — en ekki ófrið. Kemur nú til kasta Alþingis að lög festa ýms atriði, sem samið hefur verið um, svo sem lengingu orlofs, endurbætur á húsnæðislán- ium, hærri ræktunarstyrki og stuðning við fátæka hændur. Verður varla um þessi mál deilt. Hins vegar er víst, að deilur verði um næstu skref í raforkumálum, svo og hvort veita eigi er- lendum aðilum rétt til að reisa stóriðjuver í sam feandi við virkjanir næstu ára. Um þau atriði eru tnjög skiptar skoðanir í landinu, eins og við er að feúast. Þótt opinberir aðilar og alls konar sérfræð ingar hafi mikið um þau mál fjallað,. hefur þjóðin sem heild ekki fengið teljandi upplýsingar um þau Og getur því ekki rætt þau af viti. Þarf sem fyrst að Ieggja spilin á borðið, svo að gagnlegar umræð- ar geti hafizt og landsmenn geti gert sér grein fyr- ir þessu örlagamáli. Fossamál rifjast upp á aldaraf mæli Einars Benediktssonar, og bíður almenningur 'þess að fá að heyra, hvað nú er á ferðinni. Öll verða þessi mál rædd — og mörg fleiri — í steinhúsinu við Austurvöll. Er að lokum rétt að minna á, að engin opinber stofnun býr við svo furðulega léleg starfskjör sem Alþingi, og hefur þingið um langt árabil vanrækt gersamlega að hugsa fyrir húsnæði og landrými, sem sæmi Al- þingi íslendinga. Er nú kominn tími til, að ákvarð aninverði teknar í því máli, enda þótt framkvæmd- ir taki sinn tíma. Auglýsingasíminn er 14906 m ■fr Enn um skatta og útsvör. ic Mörg bréf segja sömu sögu. , Álagningin kom gjörsamlega á óvart. • + Fyrsta verk alþingis veröur að vera ný athugun — og ný lög. ENN er lítið lát á bréfunum um skatta- ofi útsvarsmálin, en sá galli er á þessum bréfum, að ég sagði það sem þau segija marg sinnis um daginn, og öll eru bréfin svo að segja alveg eins. Aðalefni þeirra er að segja frá því hvern- ig skatta- og útsvarsbyrðin kemur niður og er það ljót saga og ekki 'aðeins Ijót heldur og hörmuleg þegar maður veit það, að undirrót in eru skattsvik þeirra, sem betur mega. vonlegt er. Það er ekki rétt, sem hann segir að þingmenn séu skatt frjálsir. Þeir mega draga frá þing farakaupj sínu 15 þúsund krónur vegna ferðakostnaðar. Það er þa@ eina, sem þeir fá til frádráttar af sínum launum. Hannes á horninu. SEGJA MÁ, að þessi mál verði ekki útrædd fyrr en einhverju rétt læti hefur verið komið á, og við skulum vona >að eitt fyrsta mál þess alþingis, sem er að koma saman, verði endurskoðun á skatta óg útsvarslögunum, enda starfar nú nefnd í þvi máli og gallar nú- verandi laga eru loksins orðnir Ijósir. Hörmulegt er, að lögin virðast koma .alþingismönnum eins á óvart og almenningi, eða að minnsta kosti útkoman 'af þeim. Eftir skrá um íslenzkar þjóðsögur liefur fjöldi bóka- mauna beðið um áraraðir. Er nú komin út i fallegri og hentugri útgáfu. Fæst í bókabúðum. •> . SKRÁ UM ÍSLÉNZKAR ÞJÖÐSÖGUR ÖG. SKYLD lUT í GÆR FÉKK ég síðasta btéfið. Bréfritarinn .segir meðal annars: „Ég er einn af þeim launamönnum sem er í opinberu starfi. Ég hafði beðið í tvo áratugi eftir því að fá launakjör mín bætt og loksins fékk ég það á síðastliðnu ári. Á- samt þeim lagfæri^gum, vinnu barna minna og annarri auka- vinnu, komst ég upp í nokkuð há- ar tekjur. SAMAN UEKIK I I K 11) STE IX I)ÓR: STEI \ DÚKS.S0. FRÁ ill.ODÚM Bókaútgáfan Þjóðsaga. Afgreiðsla Þingholsstræti 27. Símar 24216 og 17059. ÞETTA v.arð til þess, <að utsvar mitt og skattar hækkuðu um 200 %. Mér kom álagningin á mig svo gjörsamlega á óvart, að ég átti engin orð, enda verð ég að segja það álit mitt, að þetta er hreint ekkert annað en þjófnaður miðað við álagningu á aðra þjóðfélags- borgara, sem lifa margfallt dýr- ara lífi í öllum greinum heldur en ég. FRÁ ÞVÍ AB skattskráin kom út í sumar, hef ég ekkert fengið útborgað og fæ ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin — og verðum við nú að lifa á því, sem krakkarnir okkar vinna sér inn mcð blaðasölu og er hver eyrir tal inn úr lófum þeirra. Maður er gjörsamlega eyðilagður með slíku framferði. Engar áætlanir stand- ast, þó .að allt sé sparað, og ég ve|ð að segja það, að í raun og veru er verið vitandi vits <að eyðileggja afkomu okkar sem ekki getum svikið undan, ÞAÐ ER I.ÁTIÐ viðgangast, að alls konar braskaralýður er lát- inn vaða uppi, en okkur er liegnt, sem erum duglegir að vinna og streitumst við að vera heiðarleg- ir. En ef til vill er það þetta, sem maðurinn átti við, sem þú sagðir frá um daginn, að „við viljum hafa þetta svona“, með öðrum orð um, að skapa stéttaskiptingu og auka liana með því að hygla bur- geysunum en níðast á launaþeg- um.“ BRÉFRITARINN er reiður, sem Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis II við Kleppsspitalann er laus til umsóknar frá 15. nóvember 1964. Staðan veitist til 2ja ára. Laun samkvæmt reglum um laun opinbtrra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, náms- feril og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Klapparstíg 29 fyrir 7. nóvember n.k. Reykjavík, 7. október 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. Útsala hjá Daníel í fullum gangi Allt á að seljast. Verzlunin hættir. ★ Aðeins nokkrir dagar eftir. 10—50% afsláttur. ★ Gerið góð kaup á meðan birgðir endast Verzlun Daníels, Laugavegi 66 Duglegir sendisveinar ÓSK AST. Afgreiðsla Alþýðublaðsins. Sími 14 900. 2, 10. október 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.