Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 3
/ Dean Rusk á fánadegi Leifs heppna: „Tákn um samskipfi NOREGS og Bandar." MÚLALUNDUR VVashington, 9. okt. (XTB-R). Bandaríkjamenn héldu í fyrsta skipti í dag hinn nýja dag Leifs Eiríkssonar hátíðlegan til minn- ingar um norræna víkinginn, sem fann Norður-Ameríku fyrir nær eitt þúsund árum. í Washington var Dean Rusk Utanríkisráðherra afhent gömul norsk stríðsöxi sem gjöf til banda rísku þjóðarinnar. Viðstaddir at- höfnina voru einnig tveu- nafnar Leifs Eiríkssonar, þeir Leif Er- iksen frá Sarpsborg í Noregi, 16 ára gamall, og Leif Erickson frá Moorhead í Minnesota, 17 ára. Sarpsborgarpilturinn, sem af- henti utanríkisráðherranum hina beittu stríðsöxi, kvað viðeigandi að Noregur og Bandaríkin skiptu með sér hinum dýrmætu leifum vitum að þið munuð líta á hana sem minjagrip um fyrstu Evrópu- mennina, sem komu til þessa lands, sagði norski pilturinn, er hann afhenti öxina. Dean Rusk, sagði, að hátíða- höldin í dag og tilkynning John- sons forseta um fánadaginn væru 1 tákn um hin hlýlegu og nánu sam skipti Noregs og Bandaríkjanna. Rusk sagði, að í morgun hefði sér borizt kveðja frá Halvard Lange utanríkisráðherra, sem þakkaði Bandaríkjunum fyrir að gera 9. október að degi Leifs Eiríkssonar. DANSKUR RAÐ- HERRA FER FRÁ frá hinum volduga víkingatíma. j Öxin er þjóðardýrgripur, og við rr Arrnann vann í KVÖLD fór fram úrslitaleikur- inn í. hraðkeppninni í liandknatt- leik. Honum lauk svo, að Ármann sigraði Val með 10 mörkum gegn 1. Leikurinn fór fram að Háloga- landi. Mcðal þátttakenda í mótinu var \ þýzka handknattle'iksliðið frá há- skólanum í Mijnster, það sama og kom hlngað ósigrað frá Bandaríkj- unum. Liðið var slegið úr keppn- inni í annarri umferð. I - Kaupmannahöfn, 9. okt, (ntb-r). Danska stjórnin gaf í dag út yfirlýsingu um kringumstæður í sambandi við lausnarbeiðni H. Lar sen Bjerres fiskimálaráðherra eft ir að „Ekstrabladct” hafði haldið því fram, að ráðherraskiptin stöf- uðu ekki af heilsubresti ráðherr- ans eingöngu. Að sögn blaðsins var hart lagt að ráðherraniun vegna málaferla, sem fram fóru fyrir 15 árum og leiddu til þess að hann varð að greiða 500 d. kr. sekt. í yfirlýsingunni segir, að þegar Bjerre hafði verið skipaður ráð- herra hefði hann fengið tvö bréf. í öðru bréfinu var krafizt að skjalfest yrði að forsætisráðherr- anum hefði verið tjáð, að Larsen Bjerre hefði verið dæmdur í 500 króna sekt 1952 fyrir brot á skatta löggjöfinni. í hinu bréfinu sagði, að Larsen Bjerre gæti valið um, hvort hann segði af sér eða hvort Khanh hótar kommum hann vildi opinberar umræður um gömlu málaferlin. Larsen Bjerre sýndi forsætis- ráðherranum þegar bréfin. Senni- lega hafa bréfin orðið til þess, að Larsen Bjerre, sem áður hefur þjáðst af hjartasjúkdómi, hafi slegið niður aftur, enda varð að flytja hann þegar í stað á sjúkra- hús. Síðan fór hann þess á feit, að hann segði af sér sem fiskimála- ráðherra. ----------4 Forseti Uuruguay j bar fram tillögu í veizlu í Montevi- deo til heiðurs Frakkíandsforseta sem er í tveggja daga heimsókn í Uruguay. Gizannastasio hvatti Frakka til að stuðla að auknum útflutningi landa Róm- önsku Ameríku til Evrópu. Framlvald af síðu 16. geti úrskurðar þ. '15. september 1932, að lögtök skuli fara fram fyrir ógreiddum opinberum gjöld um samkvæmt gjaldheimtuseðli 1962 og þann 13. júní 1963 kemur fyrir fógetarétt í Reykjavík krafa Gjaldheimtunnar um að lögtak verði gert hjá Múlalundi fyrir ó- greiddum gjöldum. Fyrir Gjald- heimtuna flutti málið Guðmund- ur Vignir Jósefsson, forstjóri sömu stofnunar, en af hálfu Múla- lundar, Ragnar Ólafsson hrl. í greinalrgerð sinni stegir Ragnar m. a.: „Múlalundur er rekinn af SÍBS í samráði við félagsmálaráðu neytið og undir eftirliti þess, smbr. framlagða reglugerð. Tilgangur stofnunarinnar er að veita öryrkjum starf við þeirra hæfi. Múlalundur er ekki rekinn til að afla SÍBS fjár né í öðru fjár gróðaskyni, heldur er stofnunin rekin sem vinnuhæli til að skapa öryrkjum möguleika til starfa, og má því jafna stofnuninni við rekst ur sjúkrahúss, t. d. Landakots- spítala, sem er einkafyrirtæki, en þó ekki rekið til að skapa ágóða. Það er því ekki hægt að heim- færa starfsemi Múlalundar undir atvinnurekstur í skilningi áður- nefndra lagagreina, þar sem talað er um að atvinnurekstur, sem skattfrjáls félög reka, sé skatt- skyldur, því að það ákvæði verður að skýra á þann veg, að líkur atvinnurekstur sé rekinn til framdráttar félaginu, eða félags- mönnum, en ekki sem sjúkrahús éða öryrkjavinnustofa, eins og Múlalundur er, en stofnunin nýt- ur opinbers styrks til starfsemi sinnar, auk þess sem SÍBS legg- ur stofnuninni til fé. í sjálfu sér væri það undarleg ráðstöfun, ef hið opinbera skatt- legði starfsemi, sem er hluti af nauðsynlegum sjúkna- og heil- brigðisráðstöfunum, sem ríki og bæ ber að halda uppi.“ í svari sínu til ríkisskattanefnd ar, gerir stjórn Múlalundar enn frekari grein fyrir rökum til skattfelsis stofnunarinnar. Bent er á, að vinnustofur Kleppsspital- ans og Vífilsstaða séu ekki skatt- skyldar, né heldur verkstæði blindrafélagsins. Enn fremur seg ir svo orðrétt í svarinu: „Skjólstæðingar vorir í Múla- lundi kóma ýmist beint af sjúkra húsinu eða úr löngu iðjuleysi í heimahúsum, ellegar sækjum við það á biðstofur fátækraframfærsl- unnar ákveðnum aðilum til hag- ræðis og hugarléttis. Sameiginleg einkenni fólksins við komu þess til okkar ei’u þau að hafi það yfir líkarsþreki að búa skortir hæfni, en búi það yfir hæfni skortir þrekið. Þar er að finna ástæðuna til þess, að skjól- stæðingar vorir hafa löngum setið auðum höndum í landi, þar sem skortur á nýtu vinnuafli er tii stórtjóns fyrir atvinnuvegina. Skjólstæðingar voi’ir koma og fara, fara þegar þeir hafa notið kennslu og þjálfunar eins og kost ur er á, en vanheilir og vankunn- andi teknir í þeirra stað jafnóð- um. Ekki hefur þetta atriði stuðl að að hagkvæmum rekstri í Múla lundi, en sú er bót í máli, að þjóð arbú vort hefir af því liaft hagn- að, bæði beinan og óbeinan og er það vel.“ í úrskurði fógetaréttar, sem kveðinn var upp 20. marz 1964 var í meginatriðum fallist á rök Múla lundar og var synjað um fram- gang lögtaksgerðarinnar. Sigurð- ur Gríriisson borgarfógeti kvað upp úrskurðinn, og var hann stað- festur í Hæstarétti eins og óðúr er sagt. : IHMIMUtMMMHHMMMHMM Saigon, 9. okt. (Ntb-Rt). Nguyen Khanh forsætisráðherra sagði 1 dag, að Suður-Víetnam gæti gert loftárásir á hernaðar- lega mikilvæga staði í grannlönd- um, t. d. Norður-Víetnam og Suður Kína. Hann sagði, að 'aðeins yrði að sjá um, að ráðizt yrði á rétta staði á réttum tíma. Þetta væri mikil- væg ákvörðun, sem hafa mundi i för með sér erfiðleika í alþjóða- málum og innanlands. Hann gæti ekki sagt hvenær eða hvernig árásirnar yrðu gerðar, en herafli Suður-Víetnam væri fær um að gena þetta. Einn bandarískur liðsforingi beið bana í dag er hermenn Viet- cong neyddu þyrlu til að lenda. Aðrir af áhöfninni, fjórir menn, komust undan. Eftir nokkra daga verður 13 suður-víetnamískum liðsforingj- um og sjö óbreyttum borgurum stcfnt fyrir líerrétt í Saigon sak- aðir um þátttöku í hinni misheppn uðum byltingum fyi’ir mánnði. Ef þeir verða fundnir sekir verða þeir dæmdir til dauða. Meðal hinna ákærðu eru leiðtogi stærsta verka lýðssambands landsins og þrír her foringjar, m. a. Duong Van Duc og Lm Vn Pht, sem stjórnuðu her- sveitunum er sóttu inn í Saigon 13. september. Á blaðamannafundi sínum í dag neitaði Klianh hershöfðingi að svara spurningu um hvort hann teldi að Bandaríkjamenn hefðu verið viðriðnir byltingatilraunina.: Hann kvað marga trúarleiðtoga og stjórnmálamenn hafa beðið sig’ urri'að halda áfram störfum ríkis- leiðtoga en kvaðst hlakka til að taka við fyrri stöðu sinni í hern-i um í næsta mánuði. Dregið í dilka! Á forsíðu Þjóðviljans í gær voru tvær merkilegar klausur. Önnur hvetur MÍR-félaga (MÍR = Menningarsamtök íslands og Ráðstjórnarríkjanna) til að fjöl menna á aðalfund, sem átti að vera í MÍR-salnum í Þingholts stræti 27 þá um kvöldlð. Aðeins „stelnsnar" frá MÍR- klausunni var mynd af tveim Kínverjum og undir frétt um afmælishátíð Kínavina á ís- landi. Voru Kínverjar þessir hingað komnir til að vera við- staddir hátíðahöld KÍM, Kín- versk-íslenzka menningarfél- affsins.í tilefni af 15 ára afmæli Rauða-Kina. Átti að halda hátíðina í Tjarnarkffi, uppi á nákvæmlega sama tíma og að- alfundur MÍR var boðaður. Nú er spennandi að vita hverjir fóru á MÍR-fundinn og hverjir fóru til KÍM. Kannski hefur það verið ætlunin með þessu að draga komma í dilka, þá sem ganga eftir Moskvulín unni og hina sem eru Kínverj um hlynntir. AÐALFUNDUR REYKJA* arkjör og önnur venjuleg aðalfundarstörf, ennfremur 'full- truakjor á 10. ráðsteínu MÍR. Að dagskrá lokinni verður $M kvikmvnd frn finvÁfWlfiDrmm ..... i_i Li ' i " l kvöld,- íösludag, heldur KípverEk-íslenzka - menxxing- arfélagid fund í tileíni af 15 ára aímæii Kínverská ai- þýðulýðveldisins, sem var 1. okt. s. 1. Pundurinn verður i Tjamaxkftfíi, uppi og hefst kl 20,30. • Form^öur KlM. dr. Jakob Benediktsspn, flytur ávarp. Gcstur félagsins Yuan Lu-lin, mennmgarfuiltrúi kinverska seridiráðaiii í Kaupmann.a- ........................ höfn flytur erindi og sjödar verða nýjar kínvcrskar kyik- myndir. Fundurinn er íyrir félagsmenn og gesti þclrra. * f Bókabúd Máls og menning- ar hafa KÍM og Mál ög mcnn- ing sýningu á nokkrum kin- verskum tiriiaritum um stjórnmál, listir, íþró'.tir, æskuiýðsmál og málefni kvenna, á enuku, þýzku. frönsku, - sænsku og *' arito. tHMMMMMHMMMMMMHMM ALÞÝÐUBLAÐIÐ -10. október 1964' 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.