Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 10
8/29 KEPPENDUR FRÁ NÍUTÍU OG ÁTTA ÞJÓÐUM KLUKKAN átta mínútur yfir sex eftir íslenzkum tíma mim japanski fimleikamaðnrinn Takarhi Ono, sem nú tekur þátt í Olympíuleik- um í fjórða sinn, sverja olympíu- eiðinn og átta þúsund dúfum verð- ur sleppt lausum sem tákn þess, að 18. Olympíuleikarnir séu hafn- ir. „ Setningarathöfnin að þessu Olympíuandi - ,mottoá og eiður '• Olympíuandinn: Hið veigamesta við oiympíuleikina er ekki af '■ sigra heldur að vera með. Hið veigamesta í tilverunni er ekki að ‘sigra, heldur að berjast vel. I Epnkunnarorð oiympíþt^ikanna: Citius (sem þýðir hraðar hærra — sterkar)., Altius Fortius Olympíueiðurinn: Við sverjum, að við tökum þátt í hinum olym- písku leikum í heiðarlegri olympiskri keppni, og að við virðum gildandi reglur. Við keppum i anda riddaramennsku til heiðurs fyrir land vort og íþróttina. sinni verður mjög litrík og Jap- anir fylgjast með henni af mikl- um áhuga. Öll sæti á Olympíu- leikvanginum eru löngu uppseld og milljónir manna munu fylgjast með athöfninní í sjónvarpi og út- varpi. Samkvæmt venju ganga Grikk- ir fyrstir inn á leikvanginn, síð- an koma löndin hvert af öðru í stafrófsröð, en síðastir koma Jap- anir. Þegar þátttakendur hafa stillt sér upp á leikvanginum mun for- seti japönsku framkvæmdanefnd- arinnar, Daigoro Yasukawa og for seti alþjóða-olympíunefndarinnar, flytja stutt ávörp. Klukkan 5,58 rís keisarinn úr sæti sínu og seg- ir leikana setta. Átta japanskir ihermenn munu nú bera olympíu- fánann að hinni 15,21 m. háu flagg stöng og hann dreginn að húni. Olympíusöngurinn verður síðan sunginn. Borgarstjóri Rómar færir borgarstjóra Tokyo fánann frá Olympíuleikunum í Róm. Nokkr- um augnablikum síðar mun hinn 19 ára gamli stúdent frá Waseda háskólanum, Yochinori Sakai, birt ast með olympíueldin í norður- enda leikvangfsins, hlaupa einn hring og síðan fer hann upp háar tröppur og kveikir olympíueldinn, sem mun loga dag nótt til 24. októ- ber, þegar leikunum lýkur. Þátttökuþjóðirnar nú eru 9G, en alls eru kepepndur rúmlega átta þúsund. Að setningarathöfninni lokinni hefst baráttan um olym- písk verðlaun með tilheyrandi gleði og sorg, eins og gengur. Þjóðverjar þjarma að Sigurði Óskarssyni á línunni. HKRR sigraði Miin- ster léttilega 26-22 íslenzku olympíukeppendur, ásamt fararstjóra. Talið frá vinstri: Jón Þ. Ólafsson, Ingi Þorsteinsson, /ararstjóri, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Valbjörn Þorláksson og Guðmimdur Gíslason. — (Mynd: IM). ÞÝZKA háskóialiðið frá Miinster lék fyrsta leik sinn hér á landi að Hálogalandi i fyrrakvöld og mætti úrvalsliði Handknattleiksráðs Reykjavíkur. Reykvíkingar sigr- uðu örugglega og verðskuldað í leiknum, skoruðu 26 mörk gegn 22, en i hléi var 9 marka munur, 17 gegn 8. ★ Oblíð faðmlög. Þjóðverjamir leika býsna vel en kunnu greinilega illa við sig í litla salnum að Hálogalandi, eins og öll erlend lið, sem hingað koma til keppni. Hálogalandsáhorfendur hafa vissulega séð sterkari lið, en þýzku stúdentarnir munu áreiðan- lega sýna heilsteyptari leik ó Keflavíkurvelli á morgun, þegar þeir mæta íslandsmeisturunum Þjóðv'erjarnir leika fast, óblíð faðmlög og létt barsmíð frá byrj- un til enda, en þannig er hand- knattleikurinn og erfitt fyrir dóm ara að kljást við. Dómarinn, Hann- es Þ. Sigurðsson vísaði fimm leik mönnum af leikvelli í 2 mínútur til kælingar, eins og sagt er, og þrem þeirra tvívegis! ★ Fyrri halfieikur 17-8. Fyrstu 5 mín. leiksins könnuðu liðin styrkleika hvors annars og það sést 1-1 og 2-2 á markatöfl- unni. Lið HKRR virtist þó greini- lega sterkari aðilinn og næstu tvær mínúturnar skoruðu Þórar- inn Ólafsson og Hörður Kristins- son glæsileg mörk. Úr því tókst Þjóðverjum aldrei að jafna metin og stöðugt hallaði á ógæfuhlið, —- Reykjavíkurúrvalið lék á köflum ágæta vel, það var skorað með langskotum og af línu jöfnum höndum og þýzku stúdentarnir réðu ekki við neitt. Eins og fyrr segir vár 9 marka munur i hléi, 17-8 M ★ Miinster vann síðari hálfieik. Miinster-liðið mætti mun harð- skeyttara til leiks efir hlé, greini- Framhald á 11. síðu. Olympíu- hringarnir OLYMPÍUHRINGIRNIR. Margir spyrja, hvað hinir fimm olympíuhringir tákni. Þeir tákna hina fimm heims hluta, blár fyrir Evrópu, gulur fyrir Asíu, ir Afríku, líu og svo undarlegt scm það kann að virðast, rauður fyrir Ameríku.Olympíuhring irnir voru teknir upp 1914 sem tákn leikanna. Til er líka olympíufáni. — Hann er gerður af hringun- um á hvítum feldi og úr lit- um oiympiufánans má gera alla þjóðfána heims. 9 klukku munurá vík og Tokyo Það er níu klukkustunda mvnur á íslenzkum tíma og Tobyo tíma. Tökum dæmi, þegar klukkan er 9 að morgni í Tokyo er miðnætti í Reykjavík. Þegar kl. er 14 í Tokyo er hún 5 að morgni í Reykjavik. Aðalkeppni hvers dags hefst kl. 14 og lýkur kl. 18 skv. Tokyo-tíma, þ.e.a.s. 5 til 9 að morgni lenzkur tími. ^0 10. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.