Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 16
f SLÁTUR SELT UNDIR LÖGREGLUVERND Reykjavík, 9. okt. — ÓTJ. ÞÚSUNDIR manna hafa þyrpzt að til að kaupa slátur og fleira góðgæti, á sláturmarkaði Slát- urfélags Suðurlands við Grens ásveg. Framanaf var aðsókn næsta lítil, það var eins og all- ir vildu draga þetta fram á sið- ustu stundu, kannske í von um að þá yrði mesta ösin búin. En það gengur ekki, þegar allir hugsa þannig. Árangurinn er sá', að fólk hefur mátt biða tím- um saman í löng.um biðröðum með „koppa sína og kyrnur” eftir að fá afgreiðslu. Þegar blaðamaður og.ljósmyndari Al-: þýðublaðsins komu á vettvang, biðu hátt á annað hundrað raanns í sal, bak við verzlun- . ina. Menn höfðu fengið númer, og voru svo kallaðir upp, þeg- ar að þeim kom. Með því móti svindlaði enginn sér fram fyrir náungann. Og til þess að tryggja enn betur, að réttlætis væri gætt í hvívetna, gengu 2 herðabreiðir lögregluþjónar um meðal fólksins, og litu eftir að allt væri í lagi. Að því er Guð- jón Guðjónsson verzlunarstjóri segir hefur salan aldrei verið svona gífurlega mikil, og reikn- aði hann með áð hún væri nú þegar tvöfalt meiri en í fyrra, Ætlunin var að markaðinum skyldi ljúka í kvöld, en þeirri ákvörðun hefur verið breytt, og gefst fólki enn tækifæri til að krækja sér í sláturkepp á þriðjudag og miðvikudag. MULALUNDUR EKKI SKATTSKYLDUR iteykjavík, 9. okt. — Gf>. B DAG var kveðinn upp í Hæsta «étii dómur í máli, sem Gjald- 'theimtan í Reykjavík höfðaði gegn Múlalundi fyrir fógetarétti, vegna ’tneintrar gjaldskyldu stofnunar- ínnar við ríki og borg. Hæstirétt- "ttr staðfesti þann úrskurö fógeta- tréítar, að stofnunin Múlalundur €etl ekki talist reka atvinnu á 'i»ann hátt sem almennur skilning- ttr er lagður í í lögum, helduf ffsili starfsemi stofnunarinnar und <!• sérákvæði uni líknarfélög og •Rkylda starfsemi og sé Múlalund- tu- þvi gjaldfrjáls. Gizur Ber- Weinsson dómari í Hæstarétti skil ■wði sératkvæði, sem gengur í gagn ■*sl;eða átt. Fórsaga málsins er sú, að með liréfi dags. 21. ágúst 1962 svaraði ’ríkisskattanefnd erindi Múlalund ar um. niðurfellingu skatta fyrir árið 1961 á þá leið, að samkvæmt tilvísaðri reglugerðárgrein yrði að úrskurða stofnunina skattskylda og beiðni um lækkun var vísað frá ‘ vegna þess að framtal hafði ekki borizt. Skyldu álagðir skattar því standa óbreyttir. Múlalundí hafði verið gert að greiða kr. 122.925.00 í opinber gjöld fyrir skattaárið 1961, sem kom til innheimtu árið 1962. Stofhunki greiddi 46.'388 krónur upp i gjöldin, eða sem svaraði til slysa- lifeyris- og atvinnuleýsis- tryggingagjaldi. Önnur gjöld, að upphæð 115.472.oo kr. taldi hún sér ekki skylt ,að greiða. Vísaði liún í því sambandi til þess, að stofnunin væri í rauninni þjálfun ar- óg kennslustofnun fyrir ör- yrkja og væri rekin með halla. Slíkar stofnanir væru nú víða um heim reistar af ríki eða bæ eða þéim í sameiningu og rekstur þeirra auk þess styrktur ríkulega. Vísað var til þess, að Reykjalund- ur, hliðstæð stofnun, hefði verið rekin síðan árið 1945 án þess að greiða nokkurn tíma opinber gjöld. Mikil áherzla væri lögð á það víða um heim að styðja sjúka til sjáifsbjargar og væri starfsemi SÍBS á Reýkjalundi og í Múla- lundi .víða höfð til fyrirmyndar í því efni. Óskaði stjórn stofnunar innar síðan eftir því við ríkis- skattanefnd að Múialundur yrði undanþeginn framtalsskyldu með- an hann 'starfaði með sama hætti og í sama tilgangi og reglugerð hans mælir fyrir um. Síðan gerðist það, að borgarfó- Framh. af bls. 3. UNDIR hausnum „Hlerað“ var í gær birt óstaðfest frétt um þá bræður Þorstein Gíslason og Egg- ert Gíslason skipstjóra. Þessi frétt hefur reynzt rakalaus með öllu og hér með borin til baka. Eru þeir bræður beðnir afsökunar. Laugardagur 10. október 1964 SAS spáð ósigri gegn Loftleiðum DEILA SAS og Loftleiða kemst bráðum á úrslitastig, segir danska blaðið „Berlingske Aftenavis“. Þótt Ioftferðasamningur íslands og Norðurlanda renni út 31. okt. telur blaðið hugsanlegt að eftir þann tíma muni Loftleiðir halda áfram ferðum með hinum nýju „risaflugvélum“ sínum og „halda áfram að ræna milljónatekjum af SAS“. Þar sem Loftleiðir hafi ekki staðið við samninginn og stöðugt fjölgað farþegum sínum yfir At- lantshaf telur blaðið mjög sann- gj'arnt að gerður verði nýr samn- ingur til að takmarka taumlausa hagnýtingu Loftleiða á markaðn- um á kostnað SAS. En haldi ferð ir Loftleiða áfram verði ekki hægt að saka fiugmálayfirvöld Norður landa eða SAS. Þetta yrði niður- staða ákvörðunar, sem utanríkis- ráðherra Norðurlanda tækju með tilliti til pólitískra samskipta við ísland. íslendingar tefla djarft, segir blaðið, og telja sig geta það vegna gruns um, að þegar til kastana komi geti Danir, Svíar og Norð- menn ekki fengið sig til að vinna hinum íslenzka „litla bróður" mein. Blaðið segir það undarlega hafa um verið viðkvæmir gagnvart ís- gerzt, að meðan Danir hafi stund- lendingum, enda liggi það í hlut- arins eðli að samskipti landanna séu sérstaks eðlis, hafi Syíar og Norðmenn staðið fast á því hing- að til, að krefjast verði þess, að loftferðasamningnum sé fylgt út í æsar og takmarka beri farþega- flutninga Loftleiða. Nú virðist Svíar og Norðmenn hins vegar í þann veginn að taka / I ■ IEUNDUR trúnaðarmanna (hverfisstjóra) Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur verður haldinn I Alþýðuliúsinu við Hverfisgötu (inngangur frá Ingólfsstræti) þriðjudaginn 13. þ. m. klukkan 8,30 é. h. Úundarefni: 1; Erlendur Vilhjálmsson, ■ fonnaður félagsins, iæð- 'ir vetrarstarfið. 2. Ti’únaðarmenn gera til- lögur um fulltrúa félags- ins á flokksþing. 3. Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður, ræðir um húsnæöismál og svarár fyrirspurnum. HWWUWWWWWWWM upp þá afstöðu Dana, að „menn megi ekki vera vondir við litla bróður", og vilja fara hægt í sak- irnar. Loftleiðir viti þetta að sjálf sögðu og hagnýti sér. Blaðið telur að, fyrirhugaðar við ræður fulltrúa flugmálayfirvalda, samgöngumálaráðuneyta og utan- ríkisráðuneyta Noregs, Danmerk- ur og Svíþjóðar muni frekar fjalla um það, hvað samskiptin við ís- land geti þolað, en flugmál. í þessu sambandi sé mikilvægt, a5 Framhald á síðu 4 wwwwywwwtwww Emilía Jónasdólfir skemmfir á fundi Kvenfélagsins Kvenfélag Alþýðuflokks- ins í Reykjavík byrjar vetr- arstarfsemi sína með fundi mánudagskvöld, 12. okt. kl. 8,30 í Iðnó, uppi. Fundarefni: 1. Rætt um vetrarstarfið. 2. Kosning fulltrúa á flokks-; þing og aðalfund Banda- lags kvenua. 3. Rætt um bazar og fleiri f járöflunarleiðir. Á eftir verður kaffidrykkja skemmtiatriði. Frú Emilía Jónapdóttir, leikkona fer með gamanþátt. w*wwwwíw««»w»ww A-USTINN I MÚRARA- FÉLAGINU Fulltrúakjör til A.S.Í. þings í Múrarafélagi Reykjavíkur fer fram í skrifstofu félagsins í dag, frá kl. | e. h. til kl. 9 e. h. og á morgun (sunnudag) kl. 1 e. h. til kl. 10 e. h. í kjöri eru tveir listar, A-listi borinn fram af stjórn og trúnaðar mannaráði og er þannig skipaður: Aðalfulltrúar: Eggert G. Þor- steinsson, Einar Jónsson og Hilm ar Guðlaugsson. Varafulltrúar: Jón G. S. Jónsson, Kristján Hár aldsson og Hilmar Guðjónsson. B-listi er borinn fram af Ber'g steini Jónssyni, Ragnari Hansen o. fl. fyrir hönd kommúnista, sem reynzt hafa öflugastir sundrungar menn í félaginu undanfarin ár. Múrarar kjósið snemma og fylk ið ykkur um A-listann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.