Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.10.1964, Blaðsíða 9
Enska kirkjan hefur byggt nýjan skóla í Kantaraborg-, sem heitir Christ Church Coilege. Á efri myndinni sést mynd af skólanum, kennslustofur tii vinstri, en kirkja skólans til hægri. Hún er mjög nýtízkuleg og er einn veggurinn t. d. aigjörlega úr gleri. Á neffri myndinni sést kór og aitari hinnar nýju kirkju. Þessi nýi skóli verður vígður síðar í þessum mánuði af erkíbiskupnum í Kantaraborg. *:;'3 £ § á, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir stöðvun verðbólgunnar á hvern þann hátt, sem fært þykir, og verði í því sambandi athugað, að lækka innláns og útlánsvexti, en taka jafnframt upp vísitölubætur á sparifé og visitöluálag á skuldir. Jafnframt verði gætt ítrastá sþarn aðar og hagsýni í ríkisrekstrinum. Fundurinn beinir því til þing- manna Alþýðuflokksins, að þeir beiti sér á næsta þingi fyrir léið- íéttingum á tekjuskatts- og útsvars lögunum, m. a. með stórhækkuð- um persónufrádrætti, fjölgúh og lengingu viðmiðunarþrepá' ;> við álagningu óg fastara eftirlit með og könnun á framtölum og að skatt ar verði innheimtir af launúm jafn óðum og þaú eru greidd. Jafnframt vill fundurinn, að gaumgæfilega sé athugað, hvort ekki beri að- hverfa meir að óbeinni skattlagningu, skattleggja evðsluna, en bæta stórum f jölskyld um það upp i hækkuðum persóriu frádrætti og hækkuðum fjölskyldú bótum. i" Hækka yrði og aðrar bætur al- mannatrygginga þessu til jafnvæg is í þessu sambandi fagnar fund- urinn því, að formaður flokksins hefur sem félagsmálaráðherra lát- ið hefja athugun og undirbuhing löggjafar að stofnun lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn. : Fundurinn álítur, að eftirlit riieð verðlagi á vörusölu og ýmiskonar þjónustu sé náuðsynlegt til þess að vinna á móti verðbólguþróun, og telur því rétt, að verðlagseftirlit verði áfram haldið og aukið, þar sem ástæða þykir til. Þá væntir fundurinn þess, að framlög til Byggingalánasjóðs verkamanna verði aukin, svo að veita megi 450—500 þús. kr. lán til hverrar 3-4 herbergja íbúðar byggðrar á vegum sjóðsins frá næstu áramótum. Að lokum lýsir fundurinn því yfir, að á meðan ríkisstjórnin vinn ur að hagsmunamálum alþýðunnar á svipaðan hátt og verið hefur, lít- ur fundurinn svo á, að rétt.sé að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram. SENDISVEINN óskast hálfan daginn. Gott kaup. Prentsmiðjan HÓLAR H. F. Þingholtsstræti 27. Sími 24216. SILFUR-PLAST Einangrun í öllum þykktum fyrirliggjandi. Þakpappaverksmiðjan Sími 50001. Skrífstofustúlka Stúlka óskast til starfa á skrifstofu allan daginn. Þarf að hafa góða vélritunarkunnáttu og einhverja þekkingu á bókhaldi. Tilboð merkt: „Skrifstofustúlka — 9394“ | sendist Alþýðublaðinu. Hef opnoð aftur í húsi Helga Magnússonar & Co. Tryggvagötumegin. Verzlun Benónýs Benónýssonar MÁLARAMEISTARAR — HÚSBYGGJENDUR ,,ULBRIKA“ Veggjaplast er sannkallað undra-efni. Hefur marga kosti fram yfir málningu: ★ Mikið höggþol, myndar þykka húð, má nota sem- spartl. ★ Fyllir holur og teygir sig yfir sprungur. ★ Falleg áferð, fín eða gróf eftir vild. ★ Auðvelt í notkun. Fæst í öllum málningarlitum. Einkaleyfishafar: STEINHÚÐUN HF. — Sími 23882. Áskriftasíminn er 14900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. október 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.