Alþýðublaðið - 13.10.1964, Síða 1
Sorg grúfir nú yfir Flat-
eyri við Önundarfjörð. Af
þremur bátum staðarins
hefur einn farizt og annars
er saknað. Fjórir menn
hafa týnt lífi og óttazt er
um þrjá til viðbótarar.
44. árg. — Þriðjudagur 13. október 1964 — 233. tbl.
Hannes Oddsson lá í rúminu vestur á Flateyri þegar At-
þýðublaðsmenn komu í heimsókn. Hann er talsvert þrekaður
eftir volkið í gúmbátnum, en á batavegi. Mummi var fyrsti
báturinn hans sem formanns og róðurinn á laugardag annar
róðurinn á vertí'ðinni. — Mynd: JV.
MIIMMI SOKK A
ÞREM MÍNÚTUM
Leitað var að Snæ-
feili í allan gærdag
Reykjavík, 12. okt. - GO
VÉLBÁTURINN Sæfeli SII 210 er
týndur. Ekkert hefur spurzt til
bátsins síðan á miðnætti á laug-
ardag, þegar hann var staddur aust
ur af Hornbjargi á leið frá Akur-
eyri til Flateyrar, þar sem hann
er gerður út. Á bátnum eru 3
menn.
Mjög víðtæk leit er hafin úr
lofti, á sjó og landi, en'hún hafði
ekki borið árangur seint í kvöld.
Leitarskilyrði úr lofti voru afleit
í dag, en bátar frá ísafirði og varð
skip hafa leitað á Húnaflóa og út
af Hornströndum. Leitarveður
hefur verið slæmt og bátarnir orð-
ið að halda sig langt frá landi.
Verið er að athuga um mögu-
leika á að leita fjörur á Ströndum,
en það er erfitt vegna þess að
Strandir eru að mestu í eyði. Vita
vörðurinn á Hornbjargi, Jóhann
Hjálmarsson verður fenginn til
að leita fjörur frá Horni suður á
Barðsvík, en fólk á Dröngum, sem
er bær norðan Ófeigsfjarðar,
fengið til- að leita þaðan í Geir-
hólm í Reykjafjörð nyrðri, en 6
manna leitarflokkur fari frá ísa-
firði og verði kominnfum Skorar-
heiði í Furufjörð á Ströndum á
morgun. Þar mun ’ flokkurinn
skipta sór í tvennt og gnnar hópur
inn leita norður að Barðsvík og
Framh. á 13 síðu.
Reykjavík 12. okt. GO.
VÉLBÁTURINN Mummi frá Flateyri fórst í róðri á laugardaginn. Me3
bátnum fórust 4 menn, en tveir björguðust eftir mikla hrakninga í gúm-
báti. Þeir voru skipstjórinn, Hannes Oddsson og Ólafur Öyahas vélstjóri.
Þá er leitað dauðaleit að v.b. Sæfelli, einnig frá Flateyri, en sá bátur
var að koma frá Akureyri, þar sem hann var í slipp. Síðast heyrðist frá
honum á Húnaflóa og beinist leitin einkum að Ströndum. Á Sæfelli eru
3 menn, allir frá Fiateyri.
Mummi fór í róður aðfaranótt laugardags og þegar hann var ekki
kominn að á sunnudagsmorgun var Siysavarnafélaginu gert aðuart og
hófst þá þegar víðtæk leit, sem ekki bar árangur fyrr en seint utn kvðldl
ið að mennirnir tveir fundust, þá komnir á gúmbátnum undir miðjak
Breiðafjörð.
Hannes Oddsson formaður á
Mumma var talsvert þrekaður, þeg
ar vlð náðum tali af honum vest-
ur á Flateyri í dag. Hann lá í rúm-
inu heima hjá tengdaforeldrum
sínum og fengum við að ræða við
hann stutta stund. Hannesi segist
svo frá:
— Það mun hafa verið um hálf-
þrjú leytið á laugardag, að við
vorum staddir 11 mílin- NNV af
Sléttunesi og vorum að draga lín-
una í suður. Vissum við þá ekki
fyrri til, en straumhnútur tekur
sig upp hjá bátnum og kastar hon-
um á hliðina, alveg á möstur. —
Veðrið var ekki mjög slæmt, en
þungt í sjó og mikill straumur..
Styrishúsið fylltist strax af sjó,
• ramh - bls 4
Sæfell SH 210
Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum
mótmæla aðförinni a5 Loftleiðum
Reykjavík, 12. okt. ÁG.
ÆSKULÝÐSS AMBAND
jafnaðarmanna á Norðurlönd-
um (Nordens Sovialdemokrat-
iske Ungdom), sem Saniband
ungra jafnaðarmanna er aðili
að, hefur í dag afhent utanrík
isráðherrum Noregs, Danmerk
ur og Svíþjóðar harðorð mót-
mæli við tilraunum til að daga
úr flugi Loftleiða til Skandina
víu.
Blaðinu barst í dag fréttatil-
kynning frá Sambandi ungra
jafnaðarmanna um þetta mál
og jafnfram.t mótmælin, sém af
hent voru samtímis f löndun-
um þrem. Mótmælin íara hér
á eftir:
Til utanríkisráðherra Sviþjóð
Framh. a íbla. 4
Mummi IS 366