Alþýðublaðið - 13.10.1964, Síða 9
Sjö ára belskur í Kennington. Örin vísar á Chaplin.
f
NATO styrkir
vísindamenn
snéri hún sér við og leit álas-
■ andi á mig. Mér hnykkti við að
sjá Gana; hún var mögur og föl
og kvalasvipur I augum héhnar.
Eg varð ósegjanlega dapur í huga;
j löngunin að vera kyrr heima hjá
: henni tókst á við viljann að forða
sér frá allri þessari eymd. Hún
’■ horfði sljólega á mig. „Hvers
vegna ferðu ekki til McCarthys?”
spurði hún.
Eg var kominn að gráti. „Af
því að mig langar að vera hjá
þér.”
Hún leit aftur út um gluggann.
„Farðu bara til McCarthys og fáðu
að borða þar, — hér er ekkert til
handa þér.”
Mér fannst ásökun í orðum
hennar, en ég sinnti ekki um
það. „Eg skal fara, ef þú vilt,”
sagði ég dauflega.
Hún brosti guggin og strauk
mér um kollinn. „Já, farðu bara
leiðar þinnar.” Eg bað hana að
leyfa mér að vera kyrr, en samt
hélt hún fast við að ég færi. Og
ég fór, sakbitinn, og skildi hana
• eftir aleina í þessum vesæia sama
stað. Ekki vissi ég þá að ömurleg
;afdrif biðu hennar á næsta leyti.
☆
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
leggur árlega fé af mörkum til að
styrkja unga vísindamenn til rann
sóknastarfa eða framhaldsnáms er
lendis. Nefnast styrkir þessir á
ensku „NATO Science Fellow-
ships". Menntamálaráðuneytið út-
hlutaði í júnímánuði síðastliðnum
fé því, er á þessu ári kom í hlut
Islendinga í framangreindu skyni.
Styrki hlutu eftirtaldir menn, 40
þúsund krónur hver;
1. Ásgeir Einarsson, dýralæknir
til júgurbólgurannsókna og
mjólkurrannsókna í Kaup-
mannahöfn og Osló.
2. Höskuldur Baldursson, cand.
med., til framhaldsnáms í
bæklunarsjúkdómafræði við
Universíty of Texas Medical
Center, Bandaríkjunum.
3. Júlíus Sólnes, verkfræðingur,
til náms í jarðskjálftaverk-
fræði við International Insti-
tute of Seismology and Earth-
quake Engineering, Tókyó.
4. Ólafur Ásgeirsson, verkfræð-
ingur, til náms í skipulags-
fræðum við Institute of Social
Studies, Haag, Hollandi.
5. Ólafur Stephensen, cand. med.
til framhaldsnáms í barna-
sjúkdómafræði við New York
University Medical Center,
Bandaríkjunum.
6. Sverrir Georgsson, cand. med.,
til framhaldsnáms í skurð-
lækningum við New York
Hogpital, Cornell University,
Bandaríkjunum.
7. Þorvaldur Veigar Guðmunds-
son, læknir, til framhaldsnáms
í meinefnafræði við Hammer-
smith Hospital, Lundúnum.
8. Ögmundur Runólfsson., eðlis-
fræðingur, til framhaldsnáms
í eðlisfræði við háskólann í
Bonn.
Verkamenn óskast
Verkamenn óskast strax til að vinna við
hreinsun flugvéla og flugskýla á Reykjavík-
urflugvelli. Unglingar koma ekki til greina.
Upplýsingar veitir verkstjóri í véladeild fé-
lagsins eða starfsmannahald í síma 16600.
RÖSKUR
SENDISVEINN
óskast strax. — Upplýsingar í skrifstof-
unni, Hafnarstræti 5.
Olíuverzlun íslands hf.
Blikksmiðir - Aðstoðarmenn
Viljum ráða nokkra blikksmiði og aðstoðar-
menn í blikksmiðju okkar á Grensásvegi 18.
Blikk og Stál hf.
Sími 36641.
ATVINNA
Saumastúlkur, helzt vanar, óskast
nú þegar.
Upplýsingar í verksmiðjunni, Þverholti 17.
Vinnufatagerð Kslands hf.
ROR
2” svört og galv. nýkomin.
Sighvatur Einarsson & Co.
Skipholti 15. — Sími 24137.
Hefi opnaö
lækningastofu
að Hverfisgötu 50. — Viðtalstími kl. 17—18 dag.
lega, nema laugardagá.
Miðvikudaga einungis kl. 16—16,30.
Sími á stofu 11626. Vitjanabeiðnir í síma 21773
virka daga kl. 11—12. Skilaboð auk þess tekin
í síma 19504.
HENRIK LINNET.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. október 1964 .'0-