Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 6
4 ' Ingrid Bergman aft- ur í sænskri mynd Ingrid Bergman er um þessar mundir að leika í fyrstu sænsku kvikmyndinni, sem hún hefur sézt í i 24 ár, og stjórnandinn er sá, sem á sínum tíma upggötvaði Ingrid, nefilega öldugurinn Gust- >av Molander, sem nú er 75 ára gamall og segir, að þetta verði síðasta kvikmyndin sín, „að und- anskyldum s.iónyarpsmyndum". Myndin, sem Ingrid lék síðast í í Svíþjóð, og þá undir stjórn Mol anders, var „Andlit konu“, og nú eru þau að gera mynd eftir smá- sögu Guy de Maupassant „La Par- ure“ (Skartgripurinn), tragikóm- edía um óánægða og eigingjarna konu. Myndin verður lengsti hlut- inn af safni kvikmynda eftir smá sögum, svipað og Trio og Quart ette á sínum tíma. Ekki hefur Ingrid Bergman í huga að halda áfram að leika í Sví Frh. á 13. síðu. Baðfatatízkan næsta sumar hefur að geyma ýmsa bjarta bletti fyrir karlmennina. Þessi sundbolur, sem í sniði líkist einna mest sviss- neskum osti, var fyrir skemmtu boðinn kaupendum á tízkusýningu í Hamborg. Eftir að „monokini“ mistókst á s.l. vori, reynir þessi teiknari að koma fram með eins konar milliveg, sem hægt er raun- verulega að nota. Svo er hins vegar eftir að sjá, hvort svo dæileg framtíð muni geta hjálpað mönnum til að þola þrúgandi veturinn. m Július páfi II., leikinn af Rex Harrison, skipar Michelangelo að hætta störfum við liina vandlega @ undirbúnu grafhvelfingu sína, sem á að vera skreytt 14 líkneskjum, er hann óttast, að liann ger- jS ist fáfengilegur. í staðinn fær hann Michelangelo það starf að mála hvelfinguna í Sixtínsku kapell- jj unni — en það vona fjandmenn Michelangelos, að honum takist ekki. — Carol Reed stjórnar myndinni, sem á að heita „The -gony and the Ecstasy“. Kvikmynd um Michelangelo Árið er 1508 og ítalski rena- issancinn er í fullum blóma. Medici ættin í Flórens og páf- inn í Róm keppast við að ráða til sin stórlistamenn: Leonardo da Vinci Botticelli, Cellini, Raphael' og myndhöggvarann Michelangelo. Aðeins 34 ára að aldri hefur Michelangelo þegar skapað tvær af imestu marmara-högg- myndum* sínum, Pietá og Dav- id, innbfásin af Bibliunni. Hann er að velja sér marmara í nám- unum í Carrarrafjöllunum, þeg ar hann er kallaður til Vatíkans ins. Þar er að finna fólk, sem gjarna vildi horfa upp á liann auðmýktan. Nú hefur það fólk r stungið upp á því við páfann, að hann fái myndhöggvaranum það verkefni að mála hvelf- ingu Sixtínsku kapellunnar, einkabænahúss páfans í Vatí- kaninu. Það telur, að annað hvort verði Michelangelo að neita, og þar með falla í ónáð hjá páfanum, eða vinna lélegt verk. Fyrsta hugsun Michelangelos llllllllilllllllllllllílllll er líka að neita — yfirgefa Róm og yfirráðasvæði páfans. En vinip hans tala um fyrir hon um og fá hann til að taka verk ið að sér. Frá fyrstu stundu er hann yfirþyrmdur af erfiðleik- úm. Loks flýr hann upp í grjót námurnar í Flórens, en snýr aftur eftir að hafa fengið inn- blástur af orðum Biblíunnar. Nú veit hann, að liann muni skreyta Sixtínsku kapelluna með myndum úr sköpunarsög- unni. Framh. á 13. siðu. .. II Þegar háþrýstisvæði er yfir hér- Slíkar „brunn-loftvogir“ m; aðinu, sogast loftið inn i þessi finna víða við Svartahaf og lít£ tómarúm, en hið gagnstæða ger- ■ íbúarnir á þá, sem örugga veður ist, þegar lágþrýstisvæði er þar. | spámenn. ( SEM:ANDAR í miðju þorpinu Pokrovskoje er brunnur, sem „andar“. Brunnur- inn, sem er djúpur og kaldur, sog- ar stundum -að sér loft með slíkum krafti að, að erfitt er að ná lokinu af honum. Aðra daga blæs hann J lofti frá sér með svo miklu afli, að lokið dansar blátt áfram eins og á sjóðandi potti. Þegar rigning er í aðsigi sogar hann að sér loft, þegar von er á góðviðri blæs hann lofti. Hvað gerist þarna eiginléga? Fyrir norðan Svartahaf eru mikl ar gljúpar kalksteinsmyndánir. í Nikolajev-héráði liggur kalksteinú i þessi yfir yfirborði grunnvatns- ins. — Kalklögin eru mjög gljúp'j og í þeim mikið af tómarúmum. j æja, þá hafa upprunalegu bítlarnir, The Beatles frá Liverpool, fengið enn ein verðlaunin, í þetta sinn gullplötu, sem veitt er listamönnum, sem koma fram á plötum, er selja meira en 1 milljón eintaka fyrir vestan haf.. Platan 'er „A Hard Day’s Night", og hún er sjálfsagt farin að nálgast aðra milljónina, þegar þetta er skrifað. - . . 6 14. október 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.