Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 7
UTGEFANÐÍ: SAMBAND UNGKA ÍAFNADARW 20. ÞING Sambands ungra jafnaðarmanna, sem haldið var á Akureyri um síðustu mánaða- mót gerði langa og ítarlega stjórnmálaályktun. Fyrsti hluti' hennar hirtist hér á æskulýðssíð- unni í dag og fjallar um atvinnumál, stóriðju og fleira. Framhald stjórnmálaályktunarinnar birt- ist síðar. ★ Inngangur að stjórnmálaályktun. Ungir jafnaðarmenn aðhyllast hugsjónir jafnaðarstefnunnar (sós íalismans) um frelsi, jafnrétti og hræðralag og vinna að framkvaémd þeirra. Jafnaðarstefnan varð í upphafi til vegna hins mikla og óþolandi ranglætis auðvaldsskipulagsins (kapitalismans). Fylgi hennar hef- ur síðan aukizt mjög um allan heim óg hún á meginþátt í ;því, hve hagur margra þjóða hefur stór batnað. Bezt hefur þeim þjóðum vegnað, sem haft hafa hana að leiðarljósi. Jafnaðarstefnan er því augsýnilega sú þjóðfélagsskipan, sem þjóðum heims er hentugust. Þótt jafnaðarmenn um allan heim eigi þegar mikið verk að baki, er þó framtíöin fyrst og fremst þeirra. Komandi þjóðfélag tækni- og atómaldar verður að Vera þjóðfélag Jafnaðarstefnunn- ar, er býr þegnum öllum farsæld og öryggi. Islenzkir jafnaðarmenn hafa lagt sinn m:kla skerf til velferð- arríkis nútímans með störfum lið- inna áratuga, en meginverkefnið er þó enn framundan: Þjóðfélag Jafnaðarstefnunnar. 20. þing SUJ skorar því á allt ungt fólk að taka höndum saman um byggingu þess. ★ Atvinnumál. Þjóðfélaginu ber skylda til að veita öllum þegnum sínum atvinnu öryggi, og þess vegna er það eitt meginverkefni hverrar ríkisstjórn ar að skapa og tryggja næga at- vinnu í landi sínu. Þetta er höfuð- forsenda fyrir öryggi, frelsi og I sjálfsvirðingu hvers einstaks þjóð- félagsþegns. Þess vegna verður rikísvaldið að hafa fullkomna yfirstjórn á at- vinnulífinu og aðstöðu til þess að tryggja, að framleiðslutækin séu hagnýtt tíl hins ýtrasta í þágu þjóðarheildarinnar. Ríkisvaldið verður að hafa öruggt eftirlit með öllum fyrirtækjasamt'fkum og banna samtök fyrirtækja, sem á einhvern hátt skaða þjóðarheild- ina. Einnig verður að gæta þess vandiVga, að þau samtök, sem byggja afkomu sína á starfi óg viðskiptum við allart þorra lands- manna, séu ekki notuð til hags- bóta ákveðinna stjórnmálaflokka, eins og því miður dæmin sanna bæði með hin ýmsp samvinnufé- lög svo og sölusamtök útflytjenda og fleira. Til þess að tryggja, að starfsemi þessara samsteypa verði eingöngu miðuð við hagsmuni al- þjóðar, verður rikisvaldið að hafa sterk ítök í stjórn þeirra. Áhrifa- ríkt dæmi um þetta ter sú ákvörð- un Sölumiðstöðvar hraðfrýstihús- anna að reisa nýja öskjugerð, enda þótt fyrir sé í landinu fullkomin öskjugerð, sem annað getur eftir- spurn alis hins íslenzka fiskiðnað- ar. Ákvörðun þessi er rétílætt með ofsagróða Kassagerðarinnar á þess ari framleiðslu. Hér hefði ríkis- valdið þurft að hafa úrslitavaldið til að koma í veg fyrir ákvörðun stjórnar S.H., þar sem framleiðslu kóstnaðurinn hlýtur að aukast um leið og fleiri og minni aðilar koma inn í framlerðsluna, en til þess’ að koma til móts -við fiskiðnaðinn, liefði ríkisvaldið annað hvort átt að þjóðnýta Kassagerðina eða setja á hana sterkar-verðlagshömlur. Framkvæmdaáætlunin, sem rík- isstjórnin lét gera 1063, var spor í rétta átt, sem ber að fagna. En rikisstjórninni ber að halda áfram og lengra á braut áætlunarbúskap arins, því að áætlunarbúskapur er mjög brýn nauðsyn í hinu litla og fámenna þjóðfélagi okkar. Erf- iðleikar þeir, sem lengstum hafa ríkt í efnahagsmálum íslendinga, eigá að verulegu leyti rætur sín- ar að rekja til skipulagsleysis í þjóðarbúskapnum. Það er óhagkvæmt og óeðlilegt, að mörg olíufélög séu starfandi í, okkar fámenna þjóðfélagi, hafi samtök um álagningu olíunnar og fái álitlegan gróða. Þess vegna ber rikinu að taka olíusöluna í sínar hendur, svo að lækka megi veru- lega verðið á þessari mikilvægu vörutegund, án þess þó að skerða nokkuð þjónustuna við kaupend- urna. ★ Sjávarútvegur. Enn um hríð hlýtur sjávarút- vegurinn að verða aðalatvinnu- vegur landsmanna. Það er því mikið í húfi fyrir islenzku þjóð- ina, að hann sé rekinn á sem hag- kvæmastan hátt. Þess vegna þari að fara fram allsherjar rannsókn á skipulagi og hagkvæmni á sviði sjávarútvegsins. Hér er rétt að geta þess, hversu kostnaðarsamt og óhagkvæmt það er fyrir þjóð- ina, hversu mörg og smá trygg- ingarfélög eru hér starfandi. Eins og vitað er, greiða atvinnuvogirn- ir mikið fé í tryggingariðgjöld, og hversu há þau eru stafar meðal annars af því skipulagsleysi, sem hér ríkir í tryggingarmálum. Méð því að eitt stórt * trýggingaffélág tæki við af hinum rrtörgu: smáii, ætti að vera hægt að lækka veru- lega þennan kostnað hjá atvinnu- vegunum. Því ber hinu opinbera að taka að sér tryggingastarfsem- ina hér á landi. Eðlilegt er að efla og auka síldarverksmiðjur rík isins eftir þörfum, og fráleitt að ríkið ábyrgist stór lán til einstakl- inga til samskonar reksturs á sömu stöðum og Síldarverksmiðjur rík- isins eru þegar starfandi. Þá ber að athuga gaumgæfilega, hvort ekki sé hagkvaemara að kaupa hentug skip til síldarflutn- inga til þeirra verksmiðja, sem fyr ir eru í landinu, og-tryggja þann- ig jafnari nýtingu þeirra og jafn- framt aukið atvinnuöryggi á þeim stöðum, þar sem síldarverksmiðj- ur eru. Fiskiskip og fiskvinnslu- stöðvar þarf að reka sem víðast saman, eins og bæjarútgerðirnar, sem eiga frysithús, gera nú. Bæjar útgerðir hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og hafa orðið mikil lyftistöng fyrir atvirtnulifið í bæj- arfélögurtum á eriiðum tímum. Það er ekki dómur um rekstrar- fotth, þótt grundvellinum virðist hafa verið kippt undan íslenzkri togaraútgerð, a. m. k. nú um sinn. Bæjarútgerðir þarf þvi að laga að breyttum aðstæðum og breyttum tímum, þannig t. d. ættu þær að hefja vélbátaútgerð í stórum stíl. Bæjarútgerðirnar eru atvinnu- trygging fyrir fólkið í lartdinu, reknar með hagsmuni fjöldáns fyr ir augum, en ekki gróðahyggju og hagsmunastefnu einstaklingsins, og þess vegna er hver atlaga og áróður gegn þeim tilræði við fólk- ið i landinu. Þá ber einnig að hvetja einstaka útgerðarmenn til fiskiðjuverum bæjarútgerðanna. Vinna verður að þvi að fullnýta sjávaraflann og hagnýta alla tækni á þessu sviði. Ráðstafanir verður að gera til þess, aðrirystihús, nið- ursuðuverksmiðjur og annar fisk- iðnaður sé rekinn þannig. að hann standist samkeppni við erlenda að- ila, bæði hvað gæði og verð snert- ir. Jafnframt þurfa íslendingar að gera stórátak varðandi markaðs- leit erlendis og er mjög mikils- vert að þar sé unnið vel og skipu- lega, því að iðnaður sjávarútvegs- ins er algerlega undir því kominn, hvernig til tekst í þvi efni. Þá þurfa íslendingar að eignast til- rauna- og rannsóknaskip til þess- að treysta öryggi íslenzka sjávar- útvægsins. Míða skal að því að tryggja >:enr mesta og stöðugasta atvinnu um allt land. Iðnað þarf að stórauka, fyrst og fremst iðnað, sem grund- vallast á sjávarútvegi og landbún- aði landsmanna. Sérstaklega fcer að koma á fót nýjum atvinnugrein -um í þeim landshlutum, þar sem atvinna er nú stopul og ónóg, og efla þaer greinar, sem fyrir ertt. Rétt væri að athuga, hvort ekkl væri rétt að koma á fót vissum byggðakjörnum í landsfjórðung- um, þar sem við það mundu skap- ázt mögulelkar fyrir margar nýjar atvinnugreinar. ★ Stóriðja. Stóriðju verður að byggja upj> i landinu. Til þess er eðlilegt a£f leita eftir eriendu fjármagni, en það verður að tryggja að hin ev- lendu fjármagnsítök verði ekki - sterk og að íslenzka ríkið eigsi^t að fullu hin pýju fyrirtæki, ákveðnum tíma liðnum. Áherzhv ber að leggja á það, að þegar á næsta Alþingi verði gerð gang- skör að því með lagasetningu, áð tryggja það, að engin vafi ‘ léíki- lengur á þvi að íslenzlca ríkið eigi- eitt Áburðarverksmiðju ríkisirs. Reynslan sannar að þetta er nayð- synlegt á sama tíma sem Seirtéiits verksmiðja ríkisins lækkaði vérð á sementi vegna góðrar afköþnt eitt árið, þá kom stjórnendvm Áburðarverksmiðjunnar h.f„ senv er eins.konar almenn>ngshlutafé- lag, ekki til hugar að lækka verff á áburði ;ti-1 bænda, þrátt fyrir góða afkomu fyrirtækisins, heldur var gróðinn látinn renna beint tiV-- hluthafa Áburðarverksmiðjunrar li.f. Hér sést greinilega munurinn á ríkisfyrirtæki annars vegar osf— hins vegar á stóru hlutafélagi eða almenningshlutafélagi hins vegar. Eftir að verksmiðjan væri komin algerlega í ríkiseign ætti að vera hægt að bæta afkomu bænda með lækkuðu verði á áburði. Landbúnaðurinn er nauðsyrtleg- ur fyrir þjóðína. Hann þarf fýr.st og fremst að tryggja landsiþönn- um matvæli, en einnig framjeiðálu til útflutnings- á þeim svaeðum, sem hagkvæmt getur talizt. Sfeina verður markvisst að því að staekka i búin og aúka tekjur hinna íægsb 1 launuðu bænda. Framhald síðár ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 14. október 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.