Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 8
Eg hafði nú verið blaðasali, prentari, leikfangasmiður, gler- gerðarmaður, sendill hjá lækni, og enn fleira, en ekki gleymdi ég markmiði mínu, að gerast leikari, fyrir þessi hliðarhopp. Annað veif burstaði ég skóna mína, dustaði fötin, setti upp hreinan flibba og gaf mig fram á leik- •húsmálaskrifstofu Blackmores í Bedford Streei. Þessu hélt ég á- fram unz ég var orðinn alltof illa til. fara. ★ Leikhúsmaður. En mánuði eftir að Sidney kom heim aftur, fékk ég bréfspjald. ;Þar stóð: „Ge'rið svo vel að koma til, viðtals á skrifstofu Black- mpres, Bedford Street, Strand.” ,Ég var strax leiddur i nýju fötunum mínum fyrir Mr. Black- more sjálfan. Hann var ekkert nerha brosið og blíðan. Eg hafði strangan, almá Hugan, en hann var reyndar hinn vingjarnlegasti og sendi mig með bréf til C. E. Hamiltons á skrifstofu Charles F. Kohmans. Mr. Hamilton las bréfið; hon- um var heldur betur skemmt að sjá hvað ég var lítili. Auðvitað sagði ég ósatt til aldurs, þóttist vera fjórtán ára gamall — en var ekki nema hálfs þrettánda árs. Hann sagði mér ég ætti að leika Billie þjón í Sherlock Holmes sem átti að fara í 40 vikna leik- för með haustinu. ,;En ég hef óvanalega gott drpngjahlutverk í nýju leikriti þe^ar þar að kemur,” sagði Mr. Hámilton. „Það heitir Jim, ævin- týrl götustráks og er eftir H. A. Saintsbury sem á að leika aðál- hlutverkið í Sherlock Holmes.” Það átti að sýna Jim í tilrauna- skyni i Kingston áður en farið yrði í leikförina. Launin voru tvö pund og tíu shillingar á viku, sama sem ég fengi fyrir Billie. Þótt slík upphæð væri himna- sending þá blakaði ég ekki auga. „Eg verð að spyrja bróður minn ráða um kjörin,” sagði ég virðu- loga. Mr. Hamilton hló. Hann kall- aði alla saman á skrifstofunni til að líta á mig. „Þetta er hann Billie okkar! Hvernig lízt ykkur á hann?” Allir voru glaðir og reifir og brostu breitt við mér. Hvað var það sem hafði gerzt? Það var engu líkara en endaskipti væru orðin á veröldinni og hún tæki mig nú að sér opnum örmum. Mr. Hamilton sendi mig með bréf til Saintsburys sjálfs,' sagði mér að finna hann í Græna klúbbnum við I.eicester Square, Og ég fór leið- ar minnar, í sjöunda himni. Sama sagan gerðist í Græna klúbbnum. Mr. Saintsbury kallaði á félaga sína til að skoða mig. Og þar með rétti hann að mér hlutverk Sammys í leiknum sem hánn sagði, að væri eitt aðalhlut- verkið. Eg var dálítið hræddur um að hann bæði mig um að lesa það strax, sem hefði komið sér illa, af því að ég mátti heita ólæs. En sem betur fór átti ég að hafa það heim með mér og lesa það £ næði, enda var vika til stefnu áður en æfingar byrjuðu. Eg fór heimleiðis í strætis- vagni, ruglaður af hamingju. Þar rann það fyrst til fulls upp fyrir mér hvað hafði gerzt. Eg hafði skilizt við baslið og bágindin, draumur minn var að rætast — draumur sem móðir mín hafði oft talað um. Eg átti að verða leik- ari! Og allt hafði þetta gerzt óvænt, alveg upp úr þurru! Eg biaðaði í hlutverkinu mínu, það var heft í nýlegan brúnan papp-, ír — dýrmætasta plagg sem ég háfði haft hönd á um dagana. Á leiðinni í strætisvagninum rann upp fyrir mér, áð ég var kominn yfir landamæri. Eg var ekki leng- ur öreigi' í fátækrahverfinu; ég var leikhúsmaður. Mér lá við gráti. ★ Mikils að vænta. Sidney las fyrir mig hlutverkið og lijálpaði mér að læra það ut- anbókar. Þetta var stórt hlutverk, um það bil þrjátíu og fimm síður, en eftir þrjá daga kunni ég það utan að. Æfingarnar á Jim fóru fram uppi á lofti í Drury Lane leikhús- inu. Sidney hafði þjálfað mig svo vel, að ég kunni það orði til orðs. Eitt'einasta orð amaði mig. Setn- ingin var: „Hver heldurðu þú sért, — Pierpont Morgan eða hvað? En ég sagði sí og æ Putt- erpint Morgan; og Mr. Saints- bury lét mig haída við það. Þess- ar fyrStu æfingar voru mér op- inberun. Þær öpnuðu mér nýjan heim á ‘ sviðinu! - Eg hafði enga hugmynd haft fyrir um sviðstækni, ■ tímasétningu; þágnir, vísbend- ingar að snúa sér við, setjast; .en mér var þetta allt eðlilegt. Mr. Saintsbury leiðrétti ekki nema eitt: ég hreyfði höfuðið og geifl- aði mig of mikið þegar ég talaði. Eftir nokkrar æfingar var hann orðinn steinundrandi og spurði hvort ég hefði leikið áður. Það fór fagnaðarhiti um mig, að vera Saintsbury til geðs og öðrum í hópnum. Engu að síður tók ég að- dáun þeirra eins og hún væri öld- úngis sjálfsögðl Það átti að leika Jim í viku í Kingston-leikhúsinu og svo aðra í Fulham. Þetta var melódrama, sagði frá höfðingja sem hafði tap- að minninu; þegar hann rankar við sér,- er hann niðurkominn í kvistherbergi með ungri blóma- stúlku og biaðastrák, — það var Sammy, hlutverkið mitt. Allt var þetta í réttum siðferðisanda: stúlkan svaf inni í skáp á kvist- inum, hertoginn, sem við kölluð- um svo, á sóffa, en ég á gólfinu. En Jim fékk ekki mikinn frama; gagnrýnendur rökkuðu leikinn niður miskunnarlaust. Engu að siður var mín vinsamlega getið. Ein umsögn var sérlega lofleg sem einn leikarinn úr hópnum sýndi mér. Hann hét Charles Rock, gamall og góðkunnur leikari, en ég lék mest móti honum. „Ungi maður,” sagði hann hátíðlega, „láttu þetta ekki stíga þér til Lcikflokkar að leggja upp í leikför frá London á æskudögum Chaplins. Sjálfur lék hann nokkur Sr í slíkum flokk. höfuðs.” Síðan las hann mér lexíu um hógværð og hjartans lítillæti og þar á eftir umsögnina úr I.ondon Topical Times sem ég man orði til orðs enn í dag. Fyrst var ieikritinu niðrað, en þar á eftir sagði: „Eitt horfði þó • til bóta, það var blaðasalinn Sammy, . glöggur götustrákur, sem hefur. mest af skopinu i leiknum á sinni könnu. ÞóTilutverkið sé gamaldags . og margtuggið tókst Charles Chaplin, sem er greindur og hressilegur leikdrengur, að gera . Sammy fur.ðulega spaugilegan. Eg hef aldrei heyrt drenginn nefnd- an áður, en ég held að mikils megi vænta af honum á næst- unni.” ★ Drengur með kanínu. Á leikförinni með Sherlock Holmes vandist ég við að véra einn míns liðs. En ég varð svo övanur því að tala við aðra, að ég fór allur hjá mér, ef ég rakst á einhvern annan úr flokknum. Eg gat ekki komið fyrir mig orði til að svara vitlega, og ég er viss um að fólkið óttaðist að ég væri farinn að ruglast í ríminu. — Eg hætti að hirða mig og vandist á ósiði. Á ferðalögum kom ég ævinlega of seint á stöðina, illa til fara og flibbalaus — sem stöð- ugt var verið að skúta mig fyrir. Eg fékk mér kanínu til félags og hafði hana með mér hvar sem ég bjó í trássi við húsráðendur. Hún var lítil og blíð, feldurinn svo hreinn og hvítur að maður gleymdi óþefnum af henni. Eg hafði hana í kassa undir rúminu mínu. Húsfreyja kom inn hress í bragði með morgunmatinn, en þegar hún fann lyktina forðaði hún sér fljótlega, með áhyggju- svip og utan við sig. Þegar hún var farin sína leið leysti ég kan- ínuna úr haldi, og hún skokk- aði til og frá um herbergið. Áður en langt leið hafði ég kennt henni að skjótast í kassann í hvert skipti sem barið var að dyrum. Ef það komst upp um okkur, lét ég kanínuna leika þessa list fyrir húsfreyju, sem vanalega blíðkaði hana í bragði, svo hún umbar okkur vikuna á enda. En í Tonypandy í Wales lét hús- freyjan sér nægja að brosa í kampinn og; sagði ekki orð. Þeg- ar ég kom heim um kvöldið var kanínan horfin. Húsfreyja hristi bara höfuðið þegar ég spurði hana: „Hún hlýtur að hafa skot- izt burt, eða þá einhver hefur stolið • hcnni.” Hún hafði leyst þetta1 mái að sínúm éigin hætti. 3 14. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ★ Froskurinn í Ebbw Vale. Frá Tonypandy fórum við til námubæjarins Ebbw Vale, þar sem við áttum að vera þrjú kvöld. Því var ég feginn, því að Ebbw Vale var hráslagalegur, svipljót- ur bær með endalausar raðir a£ ömurlegum húsum sem öll voru eins, fjögur lítil hérbergi lýst olíulömpum. Flestir í leikflokkn- um bjuggu á litlu hóteli. Eg var svo heppinn að fá leigt herbergi hjá námumanni, hreint og þokka- legt þó það væri lítið. Á kvöldin, eftir sýningar, stóð kvöldmatur- inn og beið mín framan við ar- ininn. Húsfreyja, hávaxin fríð mið- aldra kona, hafði á sér sorgar- svip. Hún'mælti varla orð frá vör- . um, þegar hún kom inn með morg- unmatinn. Eg tók eftir því, að eldhúsdyrnar voru ■ alltaf lokaðar; þvrfti ég á .einhverju að> halda, .. varð ég að berja að dyrúm, og þá var varla' opnað í hálfa gátt. Annað kvöldið mitt þar kom bóndi .hennar inn meðan ,ég var • að borða, maður á aldur við hana. Hann hafði verið í leikhúsinu, um kvöldið og skemmt sér vel. Hann . stóð um stund og spj.allaði með logandi kerti í hendinni, á leið í rúmið. Svo setti hann hljóðan; það var eins og hann velti fyrir sér hvað hann ætti að segja. —‘ „Heyrðu. ég get sýnt þér svolítið sem þú hefur kannski gaman af. Hefurðu nokkurn tíma séð frosk- mann? Taktu við kertinu, ég skal halda á lampanum.” Hann fór fyrir inn í eldhúsið og setti lampann á eldhúsbekkinn. Fyrir hann var tjald strengt í stað skáphurða. „Hæ, Gilbert, komdu út,” sagði hann og dró tjaldið til hliðar. Undan bekknum skreið hálfur maður, fótalaus, með of- stórt, ljóslitað, flátvaxið höfuð, dauðahvítt andlit, flatt nef, stór- an munn, sterklega vöðvamikla handleggi og axlir. Hann var í flónelsnærfötum, en buxnaskálm- arnar höfðu verið klipptar af í lærastað; þar komu fram 10 þybbn ar tær. Þessi herfilega manneskja gat hvort heldur verið tvítugur eða fertugur. Hann leit upp og glotti gulum, gisnum tönnum. „Hoppaðu Gilbert!” sagði faðir hans, og vesalingurinn lækkaði sig í sessi hægt og hægt, skauzt svo upp af handstyrknum ein- um saman, næstum á hæð við mig. „Hvernig heldurðu að hann' væri í sirkus? Mannfroskurinn!” Mig hryllti svo við að ég kom varla fyrir mig orði. Samt nefndi Chapíin áður en bann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.