Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 11
ARMENNINGAR EFNA TIL FRJÁLSÍÞRÓTTANÁMSKEIÐS Frjálsíþróttadeild Ármanns gengst fyrir námskeiði í frjálsum íþrótt- um fyrir áhugasama drengi á aldr- inum 12-15 ára. Námskeið þetta fer fram í húsi Jóns Þorsteinsson ar við Lindargötu og hefst það mið vikudaginn 14. október kl. 7-8 síð- degis, Verða æfingarnar svo ÞORKELL ST. ELLERTSSON frjálsíþróttaþjálfari. svo áfram á sama tíma og degi í a. m. k. einn og hálfan mánuð. Kennd verður undirstaða ým- issa innanhússgreina frjálsra íþrótta, svo sem i hástökki, lang- stökki og þrístökki. Einnig verður kennd íþróttaleikfimi. Þjálfari deildarinnar er Þorkell Steinar Ellertsson, sem nýkominn er heim frá námi og starfi í Svíþjóð. Félagið vill hvetja alla drengi, sem kynnast vilja frjálsum íþrótt- um að hefja æfingar nú þegar, enda er hér um að ræða einstakt tækifæri fyrir pilta á þessu reki. Æfingár deildarinnar fyrir eldri pilta eru á þriðjudögum og föstu- dögum klukkan 7-8 síðdegis, og þangað eru vitanlega allir vel- komnir sem áhuga hafa á æfing um, keppni og árangri í frjálsum íþróttum. Upplýsingar um námskeið og æf ingatíma eru veittar á skrifstofu Ármanns n. k. mánudag, þriðjudag, miðvikudag og föstudag kl. 8-9.30. Sími: 13356. Sigursælir Valsmenn v VALUR hefur verið mjög sigur- sæll í yngri flokkunum á þessu ári. Hér birtist mynd af 5. fl. A, sem bar ægishjálm yfir alla keppi nauta sína, bæði í Reykjavíkur-, Islands- og Haustmóti. — Sigraði flokkurinn £ öllum Ieikjum mót- anna utan einum, sem varð jafn- tefli og skoraði 51 mark gegn að- eins 5. Er hér vissuléga um at- hyglisverðan árangur að ræða. Kapparnir heita, t. f. vinstri: Vilhjálmur Kjartansson, Stefán Franklín, Þorsteinn Helgason, fyrir liði, Guðmundur Jóhannsson, Birg ir Benediktsson. Aftari röð: Ró- bert Jónsson, þjálfari (maðurinn að baki sigranna), Ingi Björn AJ~ bertsson, Gústaf Nielsen, Reynir Vignir, Tryggvi Tryggvason, Sig« urður Svavar Sigurðsson, Matthía» Þorsteinsson. Fjóra leikmenm vamt ar á myndina, þá Aron Björnsson, Árna Geirsson, Jón Gíslason oy Hörð Hilmarsson. ✓ AÐEINS 10.514.00 kr. VARAHLUTIR FYRIRLIGGJANDI. Einnig höfiun vér ávallt ESSO-gas (Propane gas): I hylkjum Gas: Hylki (tóm): 10>/2 kg. innihald kr. 15,50 hvert kg. — 690,00 — stk. 47 kg. innihald kr. 12,50 hvert kg. — 2.200,00 — stk. £sso GUFUÞVOTTATÆKI ★ Vér getum nú boðið yður tvær gerðir af gufuþvottatækj- um, sem nota Propane-gas (C3 H8) til hitunar. MODEL T-20: ★ Framleiðir gufu úr köldu vatni á 30 sekúndum. Afköst eru 227 kg. af gufu á klukkustund. Hámarksþrýstingur á gufu 7 kg. á ferem. Tækið er á hjólum og vegur 50 kg. MODEL TT-20: ijr Framleiðir gufu úr köldu vatni á 30 sekúndum. Afköst eru [ 473 kg. af gufu á klukkustund. Hámarksþrýstingur á gufu i 8 kg. ,á fercni. meS sjálfvirkum stilli. Tjr Tvennskonar hreinsiefni fáanleg til þess að auka afköst við þvott. Ofangreind gufnþvottatæki hafa verið í notkun á mörgvun bifreiða- og vélaverkstæðum og reynzt afburða vel. Klapparstíg 25 — 27 — Sími 2-4380. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 14. október 1964 ||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.