Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1964, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Árni Gunnarsson. — Ritstjómarfuiltrúi: Ei'öur Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aösetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald ki'. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Norrænn stuðníngur LOFTLEIÐAMÁLIÐ yirðist mikið rætt á hin- nm Norðurlöndunum, og geta íslendingar fagnað því, hve mörg blöð eru þeim hliðholl á þessu sviði. Yirðist þetta mál koma við réttlætistilfinningu tolaðanna, þar eð þeim þykir hið volduga SAS sækja helzt til hart að litlum keppinaut. Þá sýna folöðin vaxandi skilning á því, hve þetta mál getur haft mikil áhrif á viðhorf almennings á íslandi •til norræns samstarfs. Það er sérstaklega athyglisvert, að Æskulýðs- samband jafnaðarmanna á Norðurlöndum hefur tekið upp málstað Loftleiða og sent ríkisstjórnum ÍNoregs, Danmerkur og Svíþjóðar áskorun um mál- ið. Samtök ungra jafnaðarmanna eru voldug í öll- um þessum löndum og margir núverandi ráðherr- iar voru á yngri árum félagar í þeim. Má gera ráð fyrir, að ungir jafnaðarmenn á íslandi hafi bent félögum sínum á þetta mál og skýrt það fyrir þeim. Loftleiðamálið er nú í höndum utanríkisráðu- neyta hinna f jögurra landa, sem hlut eiga að deil- unni. Verður að telja meiri von um skynsamlega lausn á þeim vettvangi en öðrum. Heilagur Karl FRAMSÓKNARMENN una sér illa í stjórnar- andstöðu. Þeir hafa ekki verið svo lengi utan rík- isstjórnar síðan 1928, og þeir kunna ekki við sig utan garðs. Þar að auki hafa þeir á þessu ári stað- ið -utan við samkomulag ríkisstjórnarihnar við trerkalýðssamtökin og hvergi komið þar nærri. Hefðu þeir raunar heldur viljað verkföll og deilur í þeirri von, að þannig kæmust þeir aftur til valda. Það virðist sérstaklega angra framsóknar- imenn, að þjóðinni skuli vegna vel, þrátt fyrir marg víslega erfiðleika. Kvarta þeir undan því, að stjórnarblöðin vegsami dýrlinga sína, heilagan Gylfa og heilagan Bjarna. í því sambandi er ástæða til að spyrja Tímann, hvers vegna framsóknar- menn séu hættir að tilbiðja móðuharðindadýrling- inn, heilagan Karl. Er það af því, að þeir skamm- ast sín fyrir hrakspárnar um núverandi ríkis- stjórn, sem engar hafa rætzt? Framsóknarmenn ættu að treysta varlega á slíkan áróður. Þjóðin mun dæma þá eftir úrræð- um þeirra, ef þeir hafa þau einhver. Hún mun fcíða þess að sjá, bvaða tillögur framsóknarmenn gera á Alþingi um aðra stjórnarstefnu en fylgt er, ef þeir hafa slíka stefnu fram að færa. m UTIVIST BARNA hefur alltaf verið vandamál í Reykjavík. Þetta istafar af Því að okkur gengur erf iðlega að búa í margbýli. Við er- um nefnilega enn þá sveitamenn og þekkjum Jítið til borgarmenn- ingar. Víst er þó, að margt höf- um við lært á síðustu þremur til fjórum áratugunum, og þá ef til vill mest á hinmn síðasta. En bet- ur má ef duga skal, LÖGREGLUSAMÞYKKTIN fel ur í sér ákveðin fyrirmæli um úti vist barna á kvöldum. Öll dagblöð in hafa nu birt fyrirmæli og verð ur því að álíta, að 'almenningur viti nákvæmlega hvenær börn eigi að vera komin inn á heimili sín á kvöldin. Um leið er tilkynnt hve nær unglingar eigi að vera komn- ir í næði á heimilum sínum. BLÖÐIN HAFA ALLTAF, að tilhlutan lögreglunnar, birt þess ar reglur í upphaf skammdegis, en alltaf hafa margir gerzt brotlegir. Við erum að læra, en enn verður ■að herða sig. Ef til vill læra sum- ir ekki fyrr en þeir reka sig á. Óreiðuheimilin eru undantekn- ing, en þau eru allt of mörg. Það er rétt að taka börn úr umferð, sem eru úti á banntíma. Foreldrar ættu þá að sækja þau til lögregl- unnar. SKATTÞEGN SKRIFAR: „Maðurinn með hattinn, stendur upp við staur, hann borgar ekki skattinn, því hann á engan 'aur.“ MIKH) VAR ég feginn í morg- un, er ég sá í blessuðu Morgun- blaðinu mínu, að ríku mennirnir eiga að fara að borga skatt af •iiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuíiHiiiU4iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiim<)ii>iiiiiHiiiiiiiiiiiiiiruiiiiii*»ii)* ic Útivist barna á síðkvöldum. ir Fyrirmælin í lögreglusamþykktinni. + Erfið lexía fyrir ýmsa. ,ic „Maðurinn með hattinn stendur upp við staur“. É S mmiMMmumiiiiiiiiiiuiumiiiiiiiiiiniiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiimHiiiimiuiiiiiiiiiiimiinuiiuiimiuK'iiiiuiiimHlli grjótinu sínu og lóðarbleðlinum. Ef ég ætti hatt skyldi ég taka ofan fyrir þeim heiðursmönnum, sem hafa fundið þetta snjallræði upp. Og nú á okkar ágæta Alþingi að koma saman, vafalaust gerir það enn betur, því allir vilja gera allt fyrir háttvirta kjósendur. EF ÉG MÆTTI ráðleggja eitt- hvað, myndi ég fyrst benda á, að þjóðfélagið taki í sina hendi alla fasteignasölu. Það er engin mein- ing að þessir ,,löggiltu“ slíti sér út 1 á slíku skítverki og án allrar greiðslu. Það sýna skattarnir þeirra. Þá myndi ég leggja til, að öll skuldabréf væru skrásett. Eiffi hverjir liuldumenn virðast eiga nokkur hundruð krónur í slíkum verðmætum, sem hvergi koma fram, að því er skattstofan segir. EINU SINNI var taiað um ein- staklingsframtak. Nú er það ein- okunarframtak. Allir dugandi fjár málamenn, athafnamenn og afla- klær mynda hringa. Það hentar tæplega íslenzku þjóðlífi. Þau eru orðin gömul, úrelt og misnotuð samvinnulögin, hlutafélagalögin og sameignarfélagslögin. Þetta þarf lagfæringa við“. Hannes á horninu. 60 - 70 SKIP STUNDA ENN SlLDVEIÐARNAR GÓÐ síldveiði var sl. viku og hag- stætt veður mestan hluta vikunn- ar. Veiðisvæðið var 60-70 sjómíl- ur ASA frá Dalatanga, en á sömu slóðum hefur verið mikill fjöldi rússneskra skipa, sem stunda síld veiðar í reknet, og hafa þau vald- ið íslenzkum skipum óþægindum við veiðarnar. Milli 60-70 skip stunda enn síld véiðar, en um sama leyti í fyrra var síldveiðum lokið fyrir Norð- ur- og Austurlandi. HVERNIG ER HREINLÆTi HÁTTAÐ Á VINNUSTAD YÐAR? VINNUVEITENDUR! HandklapSi nofu* af mörgum *ru haatlulefl ofl hmh ekkl núHma hreinlwtiakröfum. StuSliS aS faarrl voikindadöflum atarfafólk) y8ar og not* ið papplrahandþurrkur; þatr *ru ótrúlefla ÖDÝRAR ofl PÆGILEGAR i notkun. SERVA-MATIC STEINER COMPANY LEITIÐ UPPLÝSINGA aPPÍRSVÖRURh/f SKÚL&GörU 32. — SfMI 2153«. Vikuaflinn nam 69.147 málua og tn. og var heildaraflinn orðiwt sl. laugardag 2.592.905 mál og tB.« sem skiptast þannig eftir verkun araðferðum í salt 350.849 upps. tn. • | í frystingu 39.881 uppm. tn. í bræðslu 2.202.175 mál. Helztu löndunarhafnir eru þess« ar: Siglufjörður Raufarhöfn Vopnafjörður Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskiijörður 282.833 m.o.t,, 424.002 m.o.t 232.123 m.O.t 451.782 m.o.t, 382.001 m.o.t, 208.026 m.O.tí Framhald á síðu 13. Stolið 14.500 kr. hjá FAL Reykjavík, 12. okt. ÓTJ. BROTIST var inn hjá bifreiða< leigunni Fal, að Rauðarárstíg SH, í fyrrinótt, og istolið þaöan 14.500 kr. í peningum. Hákon Ðaníelsson starfsmaðup lijá Fal, varð fýrstur var við þjó£- naðinn, er haiin kom til vinnu 1 morgun, og gerði þegar lögregl- unni aðvart. Svo virðist sem þjóí- urinn hafi brotið rúðu á fram- hlíð hússins, teygt sig þar inn, og opnað glugga sem hann svo sjálfur skreið inn um. Hann hefur rótað töluvert I skjölum og öðru á skrifstofunnf, og tekist að „skrapa saman“ fyrr- nefnda fjáruphæð. Ekkert var eyðilagt, nema rúðan og eina skápur, og engu öðru fémætu var stolið. *. (Málið er í rannsókn. ^ 2 14. október 1964 - ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.