Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 2
Kitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Árni Gunnarsson. — Ritstjómarfuiltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, — Áskriftargjáld kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útfiefandi: Aiþýðuflokkurinn. Aó tjaldabaki MEÐAN KEPPZT er um hylli kjósenda og umboð þeirra til að standa við stjómvölinn í tveim stærstu og þroskuðustu lýðræðisríkjum heims, -gerðist það á lokuðum fundi fáeinna valdamanna 1 Kreml, að Nikita Krustjov var viki-ð frá völdum. Sovézku þjóðirnar voru að engu spurðar og fengu aðeins þurra tilkynningu í útvarpi og blöðum, án nokkurra pólitískra skýringa. Þessir atburðir sýna hinn mikla mun á lýð- ræði og einræði. Samt sem áður hefur hvarf Krustjovs af sjónarsviðinu mikla þýðingu fyrir allt mannkynið og friðarvonir þess á næstu árum. Því velta menn vöngum og spyrja, hvað raunverulega hafi gerzt. Það verða án efa breytingar á stefnu Sovét- ríkjanna, líklega helzt gagnvart Kína, þótt ekki sé enn vitað, hverjar þessar breytingar verða eða bvenær þær koma fram. Þeir Brestnev og Kosygin, sem hafa verið kallaðir reikniheila-kommúnistar og eru hvergi nærri eins mannlegir og Krustjov, voru að vísu nánustu samstarfsmenn hans. En þess mætti minnast, að Krustjov var einnig náinn sam- starfsmaður Stalíns, þegar sá einvaldur féll frá. Rússnesk pólitík er mikið völundarhús. Þjóð- ir heims geta aðeins beðið átekta, þar til í ljós kem- ur, hvað gerist næst í Kreml. Fyrir opnum tjöldum BREZKIVERKAMANNAFLOKKURINN hef- ur unnið mikinn kosningasigur með því að vinna yfir 50 þingsæti í kosningunum í fyrradag og fá hærri prósentutölu atkvæða en ílialdsfiokkurinn. Hins vegar hefur flokkurinn aðeins unnið nauman meirihluta á þingi og mun eiga erfitt með áð stjórna lengi, eins og hið brezka þingræði er byggt upp. Þrettán ára íhaldsstjórn er lokið. Leiðtogar jafnaðarmanna og stefnumál þe'irra hafa á ný unn- ið þann stuðning brezku þjóðarinnar, sem dugði itií að velta íhaldsstjórninni. Hins vegar er ekki við >ví að búast, að Harold Wilson reyni að fram- kvæma róttækari hluta af stefnuskrá sinni með svo litlum meirihluta. Hitt er líklegra, að kosið verði á ný áður en langt líður. Verkamannaflokkurinn hlaut aðeins 6 sæta meirihluta í kosningum 1950, en gat þá aðeins stjórnað rúmt ár, áður en kosið var og íhaldið fékk, öruggan meirihluta. Eftir því má ætla, að stormatíð haldi áfram í brezkum stjórnmálum. m m TfT ¥ n Ti mmimmimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimimhmiiiiiiiiiimmmiimhimhiiimiimiiiiimimmimhmmimmmmmiimmiiimiiiiiihMI®^ Spilagaldrar á alþingi. ; -A- Ólíkt höfumst vér aff. ir Enn ein vatnsæð sprengd. it Rússarnir á íslenzkum miðuni. ................................................... þessa dagana ber iaS sama brunni j verið sagt hvcrnig þau vaða yfir í fyrra skifti, um daginn, var það J net og nætur, rífa allt í sundur upplýst, að verktakarnir höfðu og virðast ekkert skeyta um ljós BK. BR. SKRIFAR: „Olíkt höf- iunst vér að,“ varð mér að orði þegar ég sá það, að stflórnarflokk- arnir hera fram flrumvarp um fjölgun í nefndir á'alþingi til þess i eins að hjálpa kommúnistum til j áhrifa. Hvað hefðu kommúnistarn | ir gert? Ef þeir hefðu haft vald, hefðu þeir notfært sér það út í ystu æsar og ef þeir hefðu haft bolmagn til hefðu þeir breytt «11- um kosningalögum og bannað nema einn lista til kosninga, og við þeim lista hefðu kjósendur að eins mátt segja já eða nei, ekk- ert þar á milli. EKKI MÆLI ég með kúgunar- aðgerðum eða valdbreytingu, en það er rétt, að forystumenn stjórn arflokkanna viti það, að þessi framkoma þeirra á litlum vinsæld um að fagna meðal fylgismanna þeirra. Þetfca kalla ég spilagaldra við kjósendurna til þess eins að kommúnistum verði meira en efni standa til úr hundunum, sem þeir hafa á hendinni." AUSTURBÆINGUR skrifar: Enn einu sinni hefur það komið fyrir, að jarðýta rýfur vatnsæð í með þeim afleiðingum, að íbúar í geysistóru hverfi verða fyrir miklum vandræðum og bæjarfel- agið fyrir tjóni. Það er ekki ýkja langt síðan þetta bar við og nú fengið vandlega merkt kort um það hvar leiðslurnar lægju, en annað hvort hafa þeir vanrækt að leiðbeina ýtustjóranum eða hann ekki kunnað að til einka sér leiðbeiningar þeirra. NÚ RÝFUR ÝTUSTJÓRI vatns- æðina og hlýtur hann þó að liafa fengið kort, eða að minnsta kosti, húsbændur hans. í fyrra skiftið var verktökum gert iað greiða allan kostnað við viðgerðina á vatns- æðinni. Ég veit ekki hvort um sömu verktaka er að ræða, en ef svo er, þá fer athugaleysi þeirra að verða þeim nokkuð dý.rt En vitanlega kemur það ekki til mála iað bæjarfélagið beri það tjón sem hlýst af svona verklagi! SJÓMAÐUR SKRIFAR: Undan farið hefur hvað eftir annað verið skýrt frá því hvernig rússnesk síldveiðiskip fara fram með dólgs hætti á miðunum. Frá því liefur eða flögg, sem íslenzk skip setja upp til varnaðar. ÉG HEF VERIÐ að gá að þvl í Þjóðviljanum, hvort hann tækl hressilega upp í sig út af þesstt tilræði hinnar erlendu þjóðar vitl íslenzka sjómenn og útgerðarmenn en ekki örl'ar á því, að þeir á þelra bæ hafi heyrt þessar fréttir eða að þeir telji þær fréttnæmar. Öðru vísi mér áður brá. Meðan deilan við Breta stóð sem hæst og á und an og á eftir, birti Þjóðviljinia. hverjia skammagreinina á fætur annari úm Breta - og var ekkert við því að segja, en nú er þagað, nú heyrist ekki boffs í kommunist* blaðinu. Enn ber >að sama brunnl. Ef kommúnistaríkin eru að verkl ©r allt í stakasta lagi- En ef aðrlr fara eins fram, þá verður alla vit laust og Þjóðviljinn froðufellir at bræði! K.F.U.M. I 4 morgun: Kl. 10,30 f.h. SunnudagaskðÞ inn við Amtmannsstíg. Drengja- deildin Langagerði. Kl. 1,30 e. h. Drengjadeildirtt ar Amtmannsstíg, Holtavegi og Kirkjuteigi. KI. 8,30 e. h. Síðasta samkomá æskulýðsvikunnar í húsi félags- ins við Amtmannsstíg. Hilmar B. Þórhallsson, Hólmfríður Pét- ursdóttir og Bjarni Eyjólfssoa tala. Blandaður kór syngur. Ein- söngur. Allir velkomnir. Æskulýðrvikan í kvöld tala á samkomu æsktt lýðsvikunnar: Halla Bachmann, kristniboði, Narfi Hjörleifssoa og Kristinj Markúsdóttir. Kvénnakór og einsöngur. , Állir velkomnir. K.F.U.M. og K.F.U.K. ’ Raufarhöfn Afgreiðslumaður Alþýðu- blaðsins á Raufarhöfn er GUÐNI Þ. ÁRNASON. 1 BYRD delicious eplin margeftirspurðu eru komin í verzlanir. Biðjið um BYRD epli Þau bragðast bezt £ 17. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.