Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 4
SPRENGJA...
Framh. af 1. síðu.
varna Kína. Einnig hafi hin ýmsu
<íéruð Kína, sem hafi sýnt góðan
4>jóðfélagsanda og stolt af hæfi-
-Ceikum sínum undir forystu flokks
&is, mikinn þátt í heiðrinum af af-
♦'skinu. Tilraunin sé mikið afrek
-Itínversku þjóðarinnar, liður i við-
‘Ititninni til að efla varnir lands-
>ns og tryggja. föðurlandið, og
*’.ikilvægur skerfur kínversku
Ikjóðarinnar til varðveizlu heims-
fc’iðarins.
í yfirlýsingu stjórnarinnar segir
ennfremur, að Kínverjar liefðu
ekki getað haldið að sér höndum
vegna' kjarnorkuógnarinnar, sem
etafaði frá Bandaríkjunum. Kin-
verjar liefðu verið tilneyddir að
gera kjarnorkutilraunir og fram-
íeiða kjarnorkusprengju. Kínverj-
ar æ ofan í æ hvatt til algers
feanns við kjarnörkuvopnum og
eyðingar þeirra. Hefði þetta verið
gert hefðu Kínverjar ekki þurft
a3 framleiða kjarnorkusprengju.
» Þá segir, að Kínverjar hafi bent
A að Moskvu-samningurinn um
i'.lraunabann hafi átt að blekkja
feeiminn. Bandaríkjamenn hafi
ekki hætt framleiðslu kjarna-
vopna, og bandarískir kafbátar
feúnir kjarnorkuvopnum séu í Ton
feinflóa, Formósusundi, Miðjarðar-
feafi, Kyrrahafi, Indlandshafi og
Xtlantshafi.
Bandarískir kjarnorkusérfræð-
ingar segja, að kinvei-ska sprengj
an hafi sennilega tæknilega séð
verið tiltölulega frumstæð. Spreng
ingin tákni ekki, að Kínverjar séu
fiillgiidir meðlimir. „kjarnorku-
tílúbbsins” — heldur nokkurs kon-
ar aukameðlimir. Tíu ár muni
sennilega líða unz Kínverjar geta
fcomið upp kjarnorkulandvörnum
ineð ýmsum gerðum kjarnorku-
vopna og flugvéla eða eldflauga,
sem geta flutt slik vopn.
Sérfræðingar segja einnig, að
samkvæmt ýmsum upplýsingum
tim sprengjuna, sem var.sprengd
einhvers staðar í Sinkiang-eyði-
inörkinni, sé hún ekki sprengja,
sem hægt sé að flytja og hún hafi
sennilega verið gerð úr plútóníum
Því, sem Kínverjar hafa framleitt
iii þessa.
Þeir segja, að taka muni fjögur
til tíu ár að framleiða nægilega
■ mikið magn af plútóníum til að
i l:oma upp birgðum 25 til 30 kjarn-
iorkusprengja. Taka muni enn
, lengri tíma til að þróa þá flóknu
i tækni, sem sé grundvöllurinn að
; tramleiðslu kjarnorkuvopna.
Kínverjar hafa frekar fáar
sprengjuflugvélar af eldri gerðum
■ Og geta þær aðeins flogið tiltölu-
lega stuttar vegalengdir. Til að
geta gert árásir á Japan, Formósu,
■ Indland, austurhluta Sovétríkj-
anna eða Suðaustur-Asíu verði
Kinverjar að smíða - eða kaupa -
: r.ýjar flugvélar, sem ætlaðar eru
til að flytja kjarnorkusprengju.
Enn lengri tíma . um 15 ár - taki
, að framleiða tæki til að flytja
‘ kjarnorkusprengjur heimsálfa á
j milli,
i
Sérfræðingar leggja áherzlu á,
að kostnaðurinn verði eitt helzta
vandamálið. Sú staðreynd, að Kín-
verjar liafa nú framleitt kjarnorku
sprengju, stafar fyrst og fremst af
aðstoð Rússa á árunum 1955-59.
Johnson
WILSON
Framh. af 1. síðu.
stutt tímabil. Hann hefur verið
talsmaður flokksins í utanríkis-
málum, en var samveldismálaráð
herra í síðustu stjórn Attlees 1950-
51. George Brown, sem verið hefur
varaleiðtogi flokksins, var verka-
málaráðherra 1951. Hann mun
gegna miklu hlutverki í hinu nýja
efnahagsmálaráðuneyti, en nú um
helgina er búizt við, að ráðamenn
hinnar nýju stjórnar muni athuga
ásfcand efriahagsmála sér.staklega.
Sigur Verkamannaflokksins var
staðfestur á föstudag eftir spenn
andi talningu. Þótt meirihluti væri
naumur á þingi, var þrettán ára
stjórn íhaldsflokksins á enda.
Þegar Verkamannaflokkurinn
hlaut 316. þingsæti sitt, fór Sir
Alec Dougfcas Hume forsætisráð-
her.ra á fund Elísabetar drottning
ar og baðst lausnar en benti á
að fela Wilson stjórnarmyndun,
samkvæmt brezkri hefð.
í fyrrinótt hafði Verkamánna
flokkurinn 64 sæta meirihluta,
en þá var lokið talningu í bæjum
og borgum og eftir sveitir, þar sem
íhaldsflokkurinn hafði miklu yfir
burði. Minnkaði bilið fljótt á föstu
d.ag, en um klukkan 2 eftir ísl.
,tíma var ljóst, tað Verkamanna-
flokkurinn héldi naumum meiri
hluta. Sir Alec vildi ekkert .segja
fyrr en endanleg úrslit væru kunn
en ók rakleitt frá Downing Sfcreet
10 tii Buckinghamhallar. Nokkr
um mínútum síðar barst loks fregn
um, að Sir Alec hefði náð kosningu
í Skotlandi með 11.972 atkvæða
meirihluta, sem var betri útkoma
en í fyrra.
í fyrstu útvarpsræðu sinni
eftir að hann varð forsætisráð-
lierra sagði Wilson, að meirihlufcá
stjórnarinnar væri lítill, en það
breytti ekki því, að hún gæti
stjórnað landinu. Hann taldi al-
varleg efnahagsvandamál steðja
að þjóðinni og mundi stjórnin
þegar snúa sér að þeim.
Wilson getur livenær sem er
átt von á vantrausttillögu um hin
ómerkilegusu mál, þar sem meiri
hlui hans er svo Íítill. Verður
jafnan að hafa iallt þingmanna
liðið reiðubúið, en veikindi eða
önnur forföll geta orðið stórhættu
íeg ráðuneytinu.
Sigur Verkamann'aflokksins er
talinn mikill persónulegur sigur
fyrir Wilson. Stutt er síðan hann
tók við stjórn'flokksins af Hugh
Gaitskell og er sigurinn honum
vegsauki, sem hann raunar mun
þurfa á að halda, þar sem erfið
vandamál eru framundan. Ekki er
búizt við, að Wilson reyni að fram
kvæma róttækustu stefnuskrár-
ariði sín vegna hins nauma meiri
hluta, svo sem endurþjóðnýtingu
stáliðnaðarins eða breytingar á
k.iarnorkubúnaði Breta.
Framh. af bls. 3.
að framleiða kjarnorkusprengju,
en þessu fé væri betur varið til að
bæta lífskjör kínversku þjóðar-
innar.
Réttri einni klukkustund eftir
að fréttastofan Nýja Kína tilkynnti
um kjarnorkusprenginguna flutti
fréttastofan Tass fréttina. Full-
trúi sovézkrá yfirvalda lét fyrst í
ljós undrun vegna fréttarinnar.
Þegar Tass-fréttin var lögð fyrir
hann sagði hann: — Við höfum
enga staðfestingu. Hann neitaði að
segja um hvaða augum sovézka
stjómin liti á ástandið.
Formælandi franska utanríkis-
ráðuneytisins sagði, að kínverska
sprengjan væri nýr en ekki óvænt
ur þáttur í alþjóðamálum.
Utanríkisráðherra Kanada, Paul
Martin, kvaðst vona, að ríki þau,
sem undirrituðu Moskvu-samning
inn um tilraunabann, notuðu ekki
kínversku kjarnorkusprenginguna
fyrir afsökun þess, að þau telji
sig ekki lengur bundin af ákvæð-
um samningsins. Tilraun Kínverja
mundi auka geislavirkni í
rúmsloftinu.
Forsætisráðherra Svía, Tage Er-
lander, kvaðst harma tilraunina.
Líta yrði alvarlegum augum á
dreifingu kjarnorkuvopna. Hann
kvaðst harma, að Kína væri ekki
í SÞ, þannig að á þeim vettvangi
yrði unnt að koma á samvinnu í
því skyni að koma í veg fyrir út-
breiðslu kjarnorkuvopna.
Japanir hafa birt harðorð mót-
mæli gegn sprengingunni. Öll jap-
anska þjóðin standi einhuga að
mótmælum gegn kjarnorkuvopna-
tilraunum, hvar sem þær séu gerð-
ar og hverjir sem geri þær.
Forsætlsráðherra Indlands, Lal
Baliadur Shastri, sagði, að kín-
verska sprengjan fæli í sér liættu
fyrir allt mannkvnið. Hann kvaðst
vona að friðelskandi fólk um all-
an heim mótmælti sprengjunni og
að samvizka heimsins vaknaði til
baráttu gegn þessari atlögu að
frið og öryggi.
í Briissel hefur alþjóðasamband
frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU)
látið i ljós reiði sína vegna spreng-
ingarinnar. Aðalritari sambands-
ins segir í skeyti til formanns af-
vopnunarráðstefnunnar í Genf, að
alþjóðasambandið sé mjög ugg-
andi um heimsfriðinn vegna
hennar.
Blaðið „Observer" segir, að þótt
sprengjan muni sennilega auka
álit Kína í Asíu sé sprengingin
ekki í samræmi við samþykktir á
ráðstefnu hlutlausu ríkjanna í
Kairó nýlega, þar sem Kínverjar
leituðu eftir vináttu og stuðningi.
Kínversk blöð hafi ráðizt á Sha-
stri, forsætisráðherra Indlánds,
þar eð hann lagði til, að hlut-
lausu ríkin bæðu Kínverja að
hætta við kjarnorkutilraun sína.
„Observer“ segir, að sprengingin
muni auka spennuna í sambúð Ind
verja og Kínverja. „Observer”
minnir á, að Rússar kölluðu heim
þá tæknifræðinga, sem aðstoðuðu
Kínverja í starfi þeirra á sviði
kjarnorkumála fyrir fjórum ár-
um.
í yfirlýsingu kínversku stjórn-
arinnar í kvöld segir ekkert um
frekari kjarnorkufyrirætlanir
and- i Kínverja. Ekki er heldur sagt
hvort þeir hafi smíðað nýtízku
tæki til að skjóta kjarnorkuvopn-
um.
Nokkrum mínútum eftir birtingu
tilkynningarinnar dreifðu hundruð
flokksmanna flugmiðum á götur
Peking með fregn um sprenging-
una, en jafnframt hylltu þeir
stjórnina.
KRÚSTJOV
Framhald af síðu S.
hreyfingarinnar á grundvelli meg
inregluiynar um lið alþjóðljkga
eðli öreigastéttarinnar.
Þegar sovézki flokkurinn birtl
tillögu sína um, að lialdinn verðl
alþjóðleg kommúnistaráðstefna,
var tekið fram, að meginmarkmið
fundai'ins væri að ræða deilu Kín
verja og Rússa.
„Pravda" segir, að hin samvirkn
forysta sé langmikilvægasta len-
ínska meginreglan og mesti, póli-
tíski aflvaki sovézka kommúnista
flokksins. í greininni segir, að
kommúnistaflokkurinn muni beita
öllum ráðum til að efla varnar-
getu Sovétríkjanna og öryggi allra
herbúða sósíalista.
í greininni segir: — Flokkur-
inn telur það skyldu sína, að gera
sitt ítrasta til að tryggja friðsam
leg störf alþýðunnar, að forðast
kjarnorkustyrjöld, að vinna að
lausn alþjóðadeilumála með samn
ingaviðræðum, að bæta og efla
samskiptin við önnur lönd í friðar
ins þágu, að efa alþjóðlega sam-
vinnu á sviðwji efnahagsmála, vía
inda og tækni.
L.R. frumsýndi
„Vanja frændi“
Reykjavík, okt. OO.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum
sýndi í gær leikritið „Vanja
frændi“, eftir Tsjekhov. Leikstjóri
er Gísli Halldórsson, og leikur
hann jafnframt titilhlutverkið.
Þýðinguna gerði Geir Kristjáns-
SKIPATRYGGINGAR
Tryggingar
á vörum í flutninsi
á eigum skipverj a
Heimistrygging hentar yöup
Áhafnaslysa
Ábyrgðar
Afiatryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMiRE
LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 260 S IM N E F NI i S U R E T Y
son, beint úr frummálinu.
Leikrit þetta samdi Tsjekhov
árið 1897, en það er sama ár og
Leikfólag Reykjavíkur var stofn-
að. Sveinn Einarsson, leikhús-
stjóri sagði á fundi með blaðamönn
um sl. fimmtudag að af þrem mikl
um leikritahöfundum aldamótaár.
anna, virtist svo sem Tsjekhovr
hafi orðið útundan, ekkj aðeins hér
á landi heldur allstaðar utan Rúss
lands, en vei’k hinna, Ibsens og
Strindbergs, hafi verið tekin hér
til sýninga um og eftir aldamót.
Tregða þessi á að færa upp verk
Tsjekhovs hefði stafað af því að
aðrir en Rússar gætu ekki leikið
leikrit hans að álitið var. A'f fjór
um stórvirkjum Tsjekhovs í leik-
ritagerð, var fyrst sýnt hér á landJ
„Þrjár systur“, sem sett var upp
hjá Leikfélagi Reykjavíkur á 60
ára afmæli félagsins 1957. Árið
eftir var „Kirsuberjagarðurinn“
sýndur í Þjóðleikhúsinu. Og nú
bætist „Vanja frændi“ í hópinn,
verður það fyrsta frumsýning
Leikfélagsins á þessu leikári.
Sem fyrr segir leikur Gísli Hall
dórsson Vanja frænda, aðrir leik-
endur eru Helgi Skúlason, Helga
Bachmann, Bríet Héðrnsdóttir,
Gestur Pálsson, Guðrún Stepsen
sen, Hildur Kalmann, Karl Sig-
urðsson og Pétur Einarsson. Leik
tjöldin gerði Steinþór Sigurðsson.
Æfingar á leikritinu hófust í vor,
og voru teknar upp aftur í sepfc
emberbyrjun.
4 17. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ