Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 5
PRAVDA RÆDST
Á KRÚSTJOV
MOSKVU, 16. október (NTB-
Reuter). — Aöalmálgagn sovézka
kommúnistaflokksins, „Pravda"
Begir í forystugrein ( í laugardags
bladi sínu) um brottför Krústjovs,
aö flokkurinn sé fjandsamlegur
huglægni og skipulagsleysi í upp
byggingu kommúnismanns, slæmri
Bkipulagningu, óþroskuðum álykt-
unum og fljótfærnislegum ákvörð
unum og athöfnum.“
Blaðið segir, að stefna Sovétríkj
nnna grundvallist enn á „hinni
almennu stefnu“, sem samþykkt
var á flokksþingunum eftir lát
Stalín. Blaðið bætir því við, að
flokkurinn hafi markað leið
sovézku þjóðarinnar til kommún
ismans í aðalatriðum á 20., 21.
og 22. flokksþingunum.
.Flokksþing þessi voru haldin
undir forystu Krústjovs 1956, 1959
og 1961. Þingin samþykktu, að
etefna stjórnarinnar ætti að grund
vallast á baráttunni gegn stalín-
isma, friðsamlegri sambúð og bar
Krústjov
áttunni fyrir bættum lífskjörum.
Fréttastofan Tass dreifði seint
í kvöld úrdrætti úr forystugrein
„Pravda", sem í rauninni er fyrsta
stjórnmálayfirlýsing nýju stjórn-
arinnar.
í greininni segir: ívilnun við ætt
ingja og vini, óþroskaðar álykt-
anir og fljótfærnislegar ákvarðan
ir, sem stangast á við staðreyndir,
gort og orðagjálfur, valdsmannsleg
ur tónn og andúð á því, að tekið
sé tillit til vísindalegrar niður-
stöðu og hinnar hagnýtu reynslu
er sovézka kommúnistaflokknum
framandi. Uppbygging kommún-
ismans er lifandi, skapandi starf,
og í því starfi verða ekki þoluií
slæleg vinnubrögð, persónulegar
ákvarðanir og fyrirlitning á hinni
hagnýtu reynslu fjöldans og hinn
ar samvirku forystu.
í úrdrætti Tass er ekki tekið
fram, hvort Krústjov sé nafn-
greindur í greminni; en í Moskvu
er greinin túlkuð sem gagnrýni á
hinn fyrrverandi forsætisráðherra.
í greininni segir ennfremur: _
Flokkurinn hefur verið og er heift
ugur andstæðingur persónudýrk-
unar, sem er marxismanum og
lenínismanum framandi og er sósí
alistísku þjóðfélagskerfi okkar
framandi.
Um stefnuna í utanríkismólum
MWMMWMWMMWMMWWWWWMWWWWMWMMWIWWW
Rógurinn
gegn Gord-
on Walker
í Bretlandi er mikið talað
um hinn óvænta ósigur Gord
on-Walkers, sem átti að
verða utanríkiS'ráðherra Wil-
sons. Var kynþáttamálið not
að á óvenjulegan hátt í áróð
ri gegn honum í Srhethwick-
kjördæmi og varð honum að
falli.
Mikið af hörundsdökku
fólki hefur flutt í kjördæmið
og eru ekki vinsælir. Fram
bjóðandi íhaldsins hóf áróð-
urssókn til að stimpla Gord
on-Walker með negrunum
gegn hinum hvítu heima-
mönnum, og tókst það svona
vel.
í Manchester Guardian,
sem kom út á kjördag, var
sagt svo frá, að Gordon-Walk
er hefði kvartað um það á
fundi kvöldið áður, að sví-
virðilegur söguburður væri
gegn sér. Hafði íhaldið breitt
út, að dóttir hans hefði gifzt
negra og hann sjálfur selt
hús sitt negra, þótt hann
eigi raunar ekkert hús
í kjördæminu. Enn fremur
vaÞ eagt, að flestir
negranna hefðu holdsveiki
og ætti að reisa tvö holds
veikrasjúkrahús í kjördæm
inu. Síðan var áróðurinn sá
að gegn þessum ósóma stæði
íhaldsmaðurinn Griffiths,
en Gordon-Walker væri með
negrunum.
Þetta dugði til að fella
einn bezta foringja Verka-
mannaflokksins, og hafa
margir Bretar úr öðrum
flokkum harmað það og lýst
andúð sinni á þeim baráttu-
aðferðum, sem Griffith not
aði. ’f
MWMWMWWMWW*WWWWWMWWMiWWMMWWWWMWW|
segir, að stefna flokksins í megin ! koma því til leiðar að efnt verði
dráttum sé barátta fyrir friði og
alþjóðlegu öryggi, friðsamleg sam
búð ríkja, sem búa við ólík þjóð
félagskerfi, eins og Lenín var
hlynntur.
,,Pravda“ segir, að flokkurinn
muni halda áfram því starfi, að
til alþjóðlegs fundar kommúnista
flokka, þar sem rædd verði- vandq
mál í sambandi við baráttuna fyr
ir friði, lýðræði, þjóðlegu sjálfr
stæði og sósíalisma, cflingu ein-
ingar kommúnista- og verkalýðs-
Framhald á síðu 4
iiiiiiiiiiniiiiiiimimiiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiHiiMiiiiiniiiMHiiiiiiiii
IIIIIHIHIIHIIIIIIIIIHHIHIHHIIHIIIIIHHIIHUIIIIHIIimmi
IIUIIHIIIIIIIIIIIIHIIHHIIIIHHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIIIIIIUIIIIHIIIIIIIIIIinilllllllHlMlllllinnni
luiuiiiiini
IIUIIIHHIIIIHUHHIII
Verkamannsson
rinn frá York
LONDON, 16, október
(NTB AFB). — Harold Wilson
(48 ára) hinn nýi forsætisráð-
herra Bretlands, er þekktur fyr
ir skarpar gáfur, og hefur kom
izt tií metorða í landi sínu frem
ur vegna gáfna sinna og mik-
ils póiitísks skilnings en vegna
pcrsónuþokka.
Wilson fæddist í Yorkshire í
Norður-Englandi 1916, og enn
má heyra Yorkshire-framburð
í tali hans. Hann er smár vexti
með hvasst augnaráð og íhugul
augu. Hann er kvæntur og á.
tvö börn.
Fólk, sem er handgengið hin
um nýja forsætisráðherra Bret
lands segir, að hann eigi marga
pólitíska en fáa persónulega
vini. í hinni hörðu kosninga-
baráttu hefur hann oft verið
sakaður um að „einoka" stefnu
skrú flokksins og búizt er við
að liann haldi uppi ströngum
aga í flokknum meðan hann
verður við völd.
Wilson varð leiðtogi flokks-
ins þegar Hugh Gaitskell lézt
1962. Hann hefur fylkt um sig
liði samstarfsmanna, sem bera
fullt traust til leiðoga síns,
og Wilson treystir þeim einn
ig fullkomlega.
Verkamannaflokkurinn lítur
á flokksleiðtogann sem þann
mann, sem á heiðurinn af sigr
inum í kosningunum í gær, og
sagt er í London að hann þurfi
engar sérstakar áhyggjur að
hafa af aganum í flokknum í
framtíðinni.
Önnur og vafasamari spurn-
inga er hins vegar sú, hvort
hann muni halda fast við hina
hófsömu jafnaðarstefnu, sem
hann hélt á lofti í kosningabar
áttunni, eða taka upp greini-
iegri vinstri stefnu þar eð kosn
ingasigurinn er nú orðinn stað
reynd.
Faðir Wilsons var verkamað
ur í efnaverksmiðju í Yorks-
liire. Drengurinn, sem átti eft-
ir að verða forsætisráðherra og
sumir segja að úkveðið hafi
þegar hann var smádréngur að
verða forsætisráðherra, ólst
upp í dæmigerðu verkamanna
umhverfi. Sagt er, að bernska
Wilsons hafi ekki verið neitt
sældarlíf, og hann varð
snemma nokkuð tortrygginn i
garð alls þess, sem hét hefð-
bundin yfirstétt.
Hann fékk styrk til náms við
Oxford-háskóla þegar að loknu
menntaskólanámi og varð, að-
eins 22 ára að aldri, fyrirles-
ari í pólitískri hagfræði við
University College í Oxford.
Hann er yngsti maðurinn sem
nokkru sinni- hefur gegnt slíku
embætti við þessa þekktu
menntastofnun.
Tveim árum síðar kvæntist
hann konu sinni, sem var einka
ritari og hafði sömu pólitísku
afstöðu og hann í vinstra armi
Verkamannafiokksins. Á stríðs
árunum starfaði \Vilson í elds-
neytismálaráðuneytinu og
samdi bók um hagnýtingu kola.
Bók þessi pr enn talin sígild
á þessu sviði.
Wilson var yngsti ráðherr-
ann í stjórn Clement Attlees
eftir styrjöldina, 31 árs að
aldri, yngsti ráðherra síðan
William Pitt á 18. öld. Ræður
hans voru meistaraverk ná-
kvæmni og þekkingar. En
starfsbræðrum hans fannst oft
HAROLD WILSON
að hann skortl alúð, þótt þeir
bæru alltaf virðingu fyrir hon-
um og dáðust jafnvel að hon-
um,
Wilson sagði sig úr stjórn-
inni 1951 í mótmælaskyni við
fjárveitingar til hermála. En
hann fékk fljótlega sæti í
„skuggaráðuneyti" Verka-
mannaflokksins, þá sem for-
mælandi í utanríkismálum. í
innanflokksdeilunum nokkrum
ánfm síðar uni einhliða kjarn-
orkuafvopnun Bretlands sýndi
Wilson mikla varkráni, og marg
ir flokksfélagar hans hafa síð-
án talið þetta hafa verið hon-
um til hnjóðs.
'limillllllllHIIIIIIIHHHIIIIIIHIIIHIIIIIIIIIHIIIHIHIIIIIIIIIII ..................Illlllll......II......II1111II11IIIII1111IIIIIII11II11111IIIIIIII11111II11HIIIIIII1111111111IIIIII11111 illIIIII111111111IIIIIIIIIIIIIIIIIlllll111IIIII111IIIIIlllllIIIIIIIII111II11III111111111111IIIIII11III111IIIIII11II
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. október 1964 5