Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 15
honum. Ég hefði ekki átt að fara að hitta þessa konu þama í dag. Ég skal segja hvað sem þú vilt. En hvað hef ég gert þér, og hvers vegna er eins og þú horfir beint í gegnum mig í hvert einasta skipti, sem þú lítur á mig. Viltu segja mér þetta? Ég heyrði að dr. Lindsay var að tala í símann fram í gangin- um, og ég vildi ekki að hún heyrði það, sem ég ællaði að segja við Pétur. Þess vegna hvísl- aði ég: — Það var Jess . . . Hann hló hátt og ‘reiðilega. — Hvað hef ég gert Jess? spurði ■hann. — Ekkert. Láttu ekki eins og kjáni. Það var svolítið, sem Jess gerði. — Kjáni? Mér finnst þetta allc nú vera orðið eíginlega meira en kjánalegt. sagði hann. — Jæja, sagði ég, — segðu mér þá eitt. Heldurðu að Jess þekki þig ekki frá ókunnum manni, eða heldurðu að hún þekki ykkur Tom ekki í sundur? — Ég veit ekki. sagði hann. — Jú, ég hugsa að hún mundi liafa þekkt okkur í sundur. — Hún mundi bæði sjá það á útlitinu og svo mundi hún finna aðra lykt af Tom en þér, og það skiptir öllu meira máli fyrir hana. — Já, ég býst við að það sé rétt. — Ef hún hitti Tom, þá mundi hún vita, að það væri ókunnur imaður, ekki satt? — Já, ég reikna með því. — Hún er hrædd við ókunna menn. Hún mundi ekki hlaupa til hans hérna í garðinum og flaðra upp um hann og gelta . ánægjulega, eða hvað heldurðu? — Nei, en samt . . . Nú var ekki lengur reiði í rödd hans. En ég var ekki viss um livað það . var, sem komið hafði í stað reið- innár í svip hans og rödd. — Hún Jess er. annars svo vit- laus, að henni væri alveg trú- sem sé ekki trúað orði af því, sem ég sagði um að hafa hitt Margaret á strætisvagnastoppi- stöðinni. — Skýrðu málið fyrir mér, og þá skal ég trúa þér. — Það efast ég um að þú munir gera, Ég veit ekki hvort þú vilt trúa mér. Ef til vill ertu bara að leita að auðveldri leið til að sleppa. ---Þetta er ekki fallegt af þér að segja, sagði ég. — Ég veit ekki hvort það er 32 fallegra en að þú skulir heldur trúa Jess heldur en mér. Nú fór ég að lilæja. Hláturinn varð hálf móðursýkislegur og áð- ur en leið á löngu var Pétur far- inn að hlæja líka. — Jess ætti bara að vita hvað við erum að segja, sagði Pétur.. — Já, hún mundi áreiðanlega ljúga fyrir þig, ef hún gæti, sagðí ég. — Nei, hún er heiðarleg, sagði Pétur. — Hún er meira að segja of hefmsk til að geta logið. Um leið og hann sagði þetta var hann steinhættur að hlæja. Ég hætti líka að hlæja strax og ég varð þess vör að þessi hlátur hafði ekki hjálpað okkur hið minnsta. Hann hafði gert þetta verra, ef eitthvað var. Nú vorum við hrædd um að það losnaði um öllu hættulegri til- finningar. Ég stóð upp og byrjaði að taka af borðinu. — Ég er búin að segja þér, hvað ég sá, sagði ég. — Hafi það ékki verið þú, þá hlýtur það að hafa verið Tom, sem Jess var svona vinaleg við. Hvor ykkar, sem það var, þá er ég sannfærð um að Owen sá þetta líka, en ég er ekki alveg viss um að Biggs hafi séð ykkur. — Hvernig geturðu verið viss um Owen? spurði hann. ---Ég sá það á andliti hans. * Pétur fór nú að hjálpa mér við að taka af borðinu. — Ég held að þú þykist sjá einum of mikið á andlitum fólks, Anna, sagði hann. Og á andlitum hunda jafn vel líka. — En þú ert ekki enn búinn að segja hvernig stóð á því, að Jess þekkti Tom svo vel, að hún var ekki hið minnsta hrædd við hann, sagði ég nú. Pétur lét slatta af hnífapör- um detta niður á óhreinan disk með miklu glamri. — Guð minn góður . . . hvern- ig á ég að geta vitað nema Tom hafi Verið að vingast við hana í laumi. Stungið að henni bita, þegar hann átti leið hjá og þess háttar. Ef hann hefur ætlað sér að brjótast inn hérna var þá nema eðlilegt að hann byrjaði á því að vingaft við hundinn, svo hann gæti farið ferða sinna án þess að vera að hafa áhyggjur af honum. Ég horfði undrandi á hann. — Þetta hefur mér sannarlega al- drei dottið í hug. — Nei, Anna, þetta datt þér ekki í hug, vegna þess að þú sást ekkert nema það allra versta. En þetta mundi ég halda að væri skvringin á málinu. Það var samt eitthvað við rödd Péturs, er hann sagði þetta, sem gerði það að verkum að síðar fór ég að efast um að þetta væri skýringin. Um þetta var ég að hugsa, þegar ég lá og bylti mér vfð hlið hans í rúminu þá um nóttina. —- Hvers vegna trúði Pétur ekki sinni eigin skýringu? Hvers vegna fannst Ronum ég ekki geta trúað þessu? Þessu velti ég fyrir mér fram og aftur. Hvað var eig- inlega á seyði? Ég svaf ekki nema dúr og dúr alla nóttina, því ég var stöðugt að hugsa um þetta og reyna að sannfæra sjálfa mig um að það hefði ekkert verið í rödd Pét- urs, sem benti til að þetta væri ekki allt satt og rétt. Þegar dagsbirtan byrjaði að gægjast inn um gluggann sofn- aði ég loksins fast, og þá dreymdi mig um hvítar perlur, á löngum, löngum perlufestum, sem vöfðust utan um okkur og héldu okkur föstum og þrengdu að okkur. Daginn eftir komu fleiri frétta menn og fleira forvitið fólk að skoða morðstaðinn. Belden lög- regluforingi kom aftur og einnig nokkrir leynilögreglumenn. Beld en sagði okkur að bifhjól Toms SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurzur. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FHJURHREINSUNIN , Hverflsgötu 57A. Siml 16738. hefði fundizt á bílastæði vlð kv!k myndahús í Lachaster. Nokkrulj fyrir hádegið kom Owen, eins ogl, hann hafði lofað að gera kvöldið áður. Þegar hann kom var dr. Lindsay farin út í sjúkravitjanir, Pétur var inni hjá Belden lög-' reglufulltrúa og ég reikaði uni húsið eirðarfaus og gat ekki tek- ið mér verk í hönd. Því lengur/ sem Pétur var inni hjá lögreglu-. fulltrúanum, be;m mun tauga-|i óstyrkari varð ég. Áhorfenda- skarinn við hliðið fór svo í taug-; arnar á mér, að ef ég hefðli fundið morðvopnið, sem enn ekki i hafði komið í leitirnar, er ég' viss um að ég hefði skotið á hópinn. Það gladdi mig, þegar ég sá Owen í dyrunum að setustof- unni, en þangað hafði ég rangl- að og var að leita að sígarettum. — Gjörðu svo vel, sagði hann - og rétti mér sígarettur, þegar • hann sá hverju ég var að leita^ að.— Hafðu bara pakkann. Það ' hafa sennilega aukizt reyking-í arnar hjá ykkur síðan í gær. Ég : kaupi mér aftur sígarettur á leið | inni heim. Hann tók kveikjaranni upp úr vasa sínum. — Hvar er i Pétur? — Ég benti á dyrnar að skrif- i stofu dr. Lindsay. Hann er þarna inni. Lögreglan er að tala viði HVER ER MAHURINN? ! Gils Guðmundsson GRANNARNIR andi til að gera svona lagað, sagði hann. — Hvenær sástu hana gera þetta? — Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í þrjú. Þá var ég I í bílnum hans Owens og við vor- v um á leiðinni hérna framhjá og vorum að fara til Lachaster. j — Áttu við, að þú hafir séð mig . . . já, við skulum segja, að þú hafir þótzt sjá niig í garðin- um vera að leika víð Jess? — Já, og ég er meira að segja hrædd um að Owen og Biggs liafi líka séð þig. Svo sagði ég honum, ða ég hefði séð bíl, . Biggs á útskotinu við veginn. — Einmitt það, sagði Pétur liægt og rólega. — Þú hefur WÆvtÓÐ EJ WgKODQSiGaB ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. október 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.