Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 7
r_<iuiiir 1111111111111111111 iiiiiiiiiiimmi r iiiiiiiuiiiimi 1111111111111 iiiiiiiiuiiiii 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 »• •■*iii*f>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiift.i«i»iiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»»»*«r Hiutlausu ríkin greinir á RÁÐSTEFNU æðstu manna 47 svokallaðra hlutlausra ríkja í Kairó er lokið. í yfirlýsingu, sem gefin var út að henni lok- inni, er þess krafizt, að nýlendu stefnu verði útrýmt, hvatt er til þess, iað komið verði á kjarn- orkuvopnalausum svæðum víða í heiminum, nýlendustefna Port úgala er fordæmd, refsiaðgerða krafizt gegn Suður Afríku og lýst yfir stuðningi við, að Ar- öbum í Palestínu verði gert kleift að endurheimta rétf- indi sín. Andi yfirlýsingarinnar kem- ur ekki á óvart. Það hefur held ur ekki komið á óvart, að „hlut lausu“ ríkin beina skeytum sín um aðallega að vestrænum ríkjum og' stefnu þeirra, hvort sem hún er kölluð heimsveldis stefna, heimsveldisstefna í nýrri mynd eða nýlendustefna. Mesta athygli vekur sá á- greiningur, sem ríkti á ráð- stefnunni, og verður senni- lega til þess, að hlutlausu rík in halda ekki annan fund æðstu manna. Ráðstefnan mótaðist aðaUega af innbyrðis ágrein- ingi fremur en því, sem að skilur þau frá valdablökkum í austri og vestri. Hinar óvenjulegú aðgerðir gegn Tshombe, sem meinað var að sitja ráðstefnuna þótt hann kæmi til Kairó sem ríkis leiðtogi þátttökurikis, ollu erf iðleikum frá upphafi. Tshombe málið. yfirgnæfði öll önnurjnál fyrstu daga ráðstefnunnar. Fangiavist hans þótti sýna, að „hlutleysi" er hugtak, sem hef' ur ákveðna merkingu. Margir höfðu áhyggjur- af Tshombe-málinu. Nokkur Ar- ríkuríki hreyfðu mótbárum og önnur reyndu að miðla málum að tjaldabaki. Aðgerðirnar gegn Tshombe hafa ekki gert hann samvinnufúsari við önn- ur Afríkuríki og hann styðst nú að öllu Ieyti við „hina vest- rænu heimsveldisstefnu". ★ KÍNVERJAR OG TITOISTAR. Þegar á fyrsta degi ráð- stefnunnar kom í ljós greini- legur ágreiningur milli þeirra ríkisleiðtoga, sem „Sukarno Ind ónesíuforseti hafði orð fyrir, ag þeirra, sem Tito Júgóslavíu forseti og að sumu leyti Nass- er Egyptalandsforseti höfðu orð fyrir. Leiðtogarnir skiptust í fylkingar — „Kínverj'a" og „Titoista". Hinir fyrrnefndu voru hlynntir herskárri stefnu, KASTLJÖS hinir síðarnefndu vildu áfram- haldandi friðsamlega sambúð og eflingu slíkrar stefnu. Einn ig voru þessir hópar kallaðir „svartsýnismenn" og „bjart- sýnismenn“. í fyrstu ræðu sinni kvaðst Sukarno vona, að hin friðsam- lega sambúð stjórnanna í Moskvu og Washington ætti ' sér langa framtíð én hann teldi ekki, að þær þyrftu á hlut- lausu • ríkjunum að halda í bráð. Þar með þótti hann stað- festa, sem allir þátttakendur á ráðstefnunni viðurkenndu;, að grundvöllur hinnar „þriðju blakkar“ þeirra væri brostinn, og það væri ekki lengur ágrein ingur hinna tvéggja stóru valdablakka, sem stofnaði heimsfriðinum í voða, heldur ágreiningur „ríkra þjóða og fá tækra“ og deilur hinna tveggja heimsvelda kommúnista, Sov- étríkjanna og Kína. Tito og Nasser gáfu í skyn, að ástandið í heimsmálunum hefði batnað töluvert síðan hlutlausu ríkin héldu fyrstu ráðstefnu sína í Belgrad fyrir þrem árum en því er ekki gleymt, að á þeirri ráðstefnu fordæmdu hlutlausu ríkin ekki kjarnorkusprengingar Rússa, sem bundu enda á hlé það sem orðið hafði á kjarnorkuvopna- tilraunum, þótt þau fordæmdu vesturveldin. Hins vegar taldi Sukarno, að heimsveldisstefn- an hefði eflzt og að gömlu ný- lenduríkin hefðu orðið her- skárri. Tito og Nasser segjast vilja leiða hlutlausu ríkin til alþjóð legs samstarfs, friðsamlegrar sambúðar, sem tryggt geti frið inn í heiminum. Báðir for- dæmdu þeir, án þess að nefna nokkur nöfn, árásarstefnu Kín verja. Nasser hafnaði til dæm is þeirri hugmynd, að til væru blakkir ríkra og fátækra eða blakkir norðlægra og suðlægra ríkja eða hvítra þjóða og þel- dökkra. ★ LAGZT GEGN KÍNVERJUM. Tito marskálkur mótmælti einnig öllum tilraunum til að skipta þjóðum eftir kynþátt- um. í hörðustu árás sinni á Kín verja gagnrýndi hann þá, sem teldu, að fallast mætti á frið friðsamlega sambúð í einum heimshluta en verðu jafn- framt eigin hagsmuni með valdi og þvingunum annars staðar og einkum gegn smá- þjóðum með því að beita að- ferðum kalda stríðsins. En enn nefndi Tito engin nöfn. Hið óleysta aðalmál ráðstefn unnar, sem Sukarno orðaði að nokkru leyti, varð því ekki, hvort þjóðir, sem búa við ólík hugmyndakei'fi, gætu lifað sam an í sátt og samlyndi, heldur hvort liægt væri að koma á friðsamlegri sambúð milli „gömlu hernaþjóðanna og nýju þróunarríkjanna“, þó að þessi ríki væru umlukt her- stöðvum heimsveldissinna og yrðu fyrir barðinu á efnahags- legum, pólitískum og hernað- arlegum tilraunum til yfirráða. Leiðtoga Indverja, Shastri, tókst ekki að fá ráðstefnuna til að beina þeim tilmælum til Kínverja, að þeir hættu við kjarnorkutilraunir sínar. En þó fékk hann því framgengt, að samþykkt var áskorun til allra ríkja, að taka ekki þátt í áframlialdandi kjarnorkukapp hlaupi. Þetta var fyrsta alþjóða ráðstefnan, sem Shastri hefur setið, og hann átti að reyna að taka við hlutverki Nehrus. í nokkrum ræðum, sem hann hélt og báru vott um meiri stjórnvizku en ræður flestra annairra fulltrúa á ráðstefn- unni, kom í ljós að hann er verðugur og raunsær arftaki Nehrus. Þrátt fyrir allar árásir á „ný- lenduveldin" og „heimsveldis- stefnuna" í lokatilkynningunni má þó lesa á milli línanna stúðning við stefnuna um frið samlega sambúð, sem Krúst- jov og Rússar fylgja, og þar með óbeinan ósigur fyrir hina herskáu stefnu Kínverja og Sukarno. Ráðstefnan sýndi ekki fyrst og fremst það, sem sameigin- legt er með „hlutlausu ríkjun- um“ heldur það, sem aðgrein- ir þau. Hún sýndi einnig, að „hlutleysi“ táknar margt, og fer það eftir því, hvort menn búa í nágrenni við Kínverja, í Afríku, styðjast að nokkru leyti við vestræna aðstoð eða reyna í raun réttri eins og Egyptar, Júgóslavar og Indverjar að finna pólitíska leið, sem liggur ekki einungis frá gömlu valda- blökkunum heldur einnig hinni miklu deiiu í heimi kommún- ista, sem haft getur úrslitaþýð- ingu í framtðíinni. p< 111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiii i«**»(iiiiiiiii«iiiiiiii>iiiiiiiiiiiBiitaiut>i>iaiiiiiiiiiiiiftiiiiiiiii»iiiiiiiii»iiiiiiiii(tai«iiiiiiiiiiii«iiiaiiisiii»iiiiiiii 11111111111111 ll•ll•l•lllll•llllllllllillll| -» 1 Til minningar um Lárus J. Rist HINN kunni íþróttafrömuður, Lárus J. Rist andaðist fyrir fáum dögum og var jarðsunginn í gær frá Akureyrarkirkju. Með honum er horfinn af sjónarsvið- inu einhver litríkasti persónuleiki þjóðarinnar. Lárus fæddist. 19. júní 1879 og var rúmlega hálfníræður, er hann andaðist. Ættir hans voru úr Borg arfirði og Kjós, en lengra fram mun nafn hans komið frá Dan- mörku eða Þýzkalandi. Hann fluttist ungur til Eyjafjarðar með föður sínum og gekk í Möðruvalla skóla, en seinna í lýðháskólann í Askov í Danmörku. í Danmörku lauk hann og Xennaraprófi í íþróttum og gerðist brautryðjandi um fimleikakennslu á íslandi. Hann var fimleikakennari við gagnfræðaskólann og menntaskól ann á Akureyri um aldarfjórð- ungs skeið, en sund- mun liafa verið honum kærast íþrótta, enda vann hann það afrek að synda yfir Eyjafjörð sem frægt er orðið. Lár us varð aldrei svo gamall, að hann væri ekki til með leggja út í ný ævintýri. Eftir að hann hafði lok ið starfsferli sínum á Akureyri hófst hann handa um að koma upp sundlaug í Hveragerði og stuðla að auknum íþróttaáhuga þar, en sundlaugin þar er vitni um stór- hug hans og fórnfvsi eftir að hann var kominn yfir miðjan ald ur. Lárus kvæntist Margréti Sigur- jónsdóttur, 1911 og einguðust. þau sjö börn, er öll komust til fullr orðins ára, en tveir synir hans eru nú látnir. Börn hans eru: Ótt- ar, sem er látinn, Anna gift Ilaf- steini Halldórssyni bókara í Reykjavík, Jóhann vélstjóri, sem er látinn, Sigurjón, vatnamælinga maður Reykjavík, Regina gift- Guðmundi Jóhannssyni bygginga- meistara, Reykjavík, Ingibjörg gift Árni Jónssyni, framkvæmdastjóra Ræktunarfélags Norðurlands og Páll lögregluþjónn á Akureyri. Lárus J. Rist var einn af hinum gömlu og góðu hugsjónamönnum. sem voru bæði menn og afreks- menn. Að stunda íþróttir og kenna íþróttir var fyrir honum í sjálfu sér hvorki atvinna né á- hugamál. Fyrsta skylda livers Jnanns var í huga Lárusar það að vera maður, og fyrst og fremst batnandi maður. íþróttir voru ein margra leiða til þess. Aldrei missti hann sjónar af því aðalatriði i lífs skoðun sinni, að allir menn væru í eðli sínu góðir og öll viðleitni mannsins skyldi miðast við það að leiða þá eðliskosti bctur í ljós Lárus vildi, að menn temdu sér að horfa hátt og hugsa hátt. Þeir áttu að vera sér meðvitandi um að þeir væru menn og líka að þeir gætu verið batnandi- menn. Fyrir þessa jákvæðu lífsskoðun lifði Lárus og starfaði af slíkri einlægni og karlmannslund, sem honum var eiginleg. Ég held ég hafi aldrei kvnnzt manni, sem kom jafn þráðbeint framan að fólk: og horfði jafn hlífðarlaust í augu þess, beinlínis af því að hann vildi ekki sýnast annað en það, sem hann var. og sá enga ástæðu til þess að fólk væri öðru vísi. Það er fyrirgefanlegt að menn hafi galla, af því að það er staðreynd, að mannskepnan er gallagripur, en það var ófyrirgef anlegt að vilja ekki bæta úr.göll- unum, því að líka það er stað- reynd, að framförin er á færi mannsins. Lárus var garpslegur í útliti og framgöngu, einkum þegar honum var mikið niðri fyrir. Hann var teinréttur og hermannlegur, and litið mikilúðlegt og stórskorið Samt. þótti mér alltaf mest til urr. rödd hans og hreyfingar, sem báru vitni sterkum vilja og skjótum á- Frh. á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. október 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.