Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 6
Á DAGBLAÐASÝNINGU í París er um þessar
mundir stillt úr tveim eintökum af sama blað-
inu. Annað eintakið er frá 1873 og flytur, væg-
ast sagt dálítið of snemma, þá frétt, að skáldið
Yictor Hugo sé látinn.
Hitt blaðið er frá 1885, þegar Victor Hugo
raunverulega dó — og þá endurprentaði blað-
ið, með smáviðauka, minningargreinina frá
1873 — en hinn stolti ritstjóri gat ekki á sér
setið að ljúka henni með þesum orðum: „Við vorum fyrsta blaðið,
sem gat flutt fréttina og minningargreinina".
— ★ —
ÞEGAR árið 1902 keypti Henry Grochau, skrifstofumaður hjá The
Minnesota Mining and Manufacturing Company, hlutabréf í félaginu
fyrir 21.000 krónur.
■Hr.nn vann hjá fyrirtækinu í 52 ár, komst síðan á eftirlaun, en
allan þennan tíma lét hann hlutabréfin liggja og skipti sér ekkert
af þeiin.
Nú er hann dáinn, 90 ára að aldri, og þegar bú hans var gert
upp, kom í ljós, að hin vanræktu hlutabréf hans eru nú 72.000.000
króna virði.
“ ★ “
BALDVIN Belgíukonungur þarf að fita sig.
■ Þar sem vandamálið hjá flestu fólki er að berj-
ast örvæntingarfullri baráttu við fituna, hafa
læknar nú heimtað af konunginum, að hann
bæti við sig a. m. k. 5 kílóum.
Hann er 182 sentimetrar á hæð, en að-
eins 86 kíló að þyngd, og það finnst læknunum
of lítið og kannski hættulegt.
En enn sem komið er streitist Baldvin á
móti. Hann hefur nefnilega alltaf lifað við mataræði, sem minnir
einna helzt á megrunarkúr, og líður prýðilega.
Honum geðjast ekki að sætindum, hann borðar ekki kartöflur og
hann smyr smjörið svo þunnt, að það sést varla. Uppáhaldsfæða hans
er griliaðir- fiðurfuglar og ávextir. Fabiola kona hans segir að vísu,
: að har.n drekki mikið kaffi, en hann notar hvorki sykur né rjóma
í kaffið.
De-ilur konungs og lækna vekja nokkra athygli í Belgíu.
“ ★ —
•: í BRETLANDI hafa stjórnmálaumræður staðið með miklum bióma
; undanfarið, kannski meiri blóma en jafnvel í Ameríku. Um daginn
j sagði einn fastagestur við rjóðan og sællegan barmann í London:
„Hrói höttur hafðí það að meginreglu að taka frá hinum ríku
og gefa hinum fátæku. Ég hefði gaman af að vita, hvað hann mundi
gera, ef hann væri á lífi ídag“.
„Það er ekki gott að segja“, sagði ölskenkjarinn, „en ef hann
væri í ríkisstjórn, mundi hann að minnsta kosti gera þveröfugt“.
— ★ —
MARLENE Dietrich hefur Ijóstrað upp leynd-
armálinu með hin töfrandi augu sín, sem
kveikt hafa eld í svo mörgum hjörtum um
allan heim.
„Ég hef fundið upp mitt eigið kerfi“, seg-
ir hún. „Ég sný við undirskál og læt eina eða
tvær eldspýtur brenna undir henni, þar til
myndazt hefur hæfilegt, svart lag. Það blanda
ég svo með nokkrum dropum af olíu — o%
með í num pennsli strýk ég þessu svo yfir augnalokin. Ég fann upp
• á þessu í gamla daga í Berlín — og varð þegar í stað fræg fyrir
J hið dfcnma og dularfulla augn^ráð mitt“.
— —
• MEN’ hafa tekið eftir því í sumar, að það hefur aukizt nokkuð, að
• konur gengju með sólhlífar. Hins vegar höfðum við ekki gert okkur
grein fyrir hve útbreidd sú tízka er orðin, fyrr en við rákumst á
i franska skýrsiu, þar sem segir, að ársframleiðslan á sólhlífum hafi
: aukizt á einu ári úr 250.000 stykkjum í 450.000.
6 17. október 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Stofnun ein í Vestur-Þýzkalandi
hefur gert könnun á því hvernig
stofnað er til hjónabanda þar í
landi, sennilega með það hvort
tveggja í huga að benda mönnum
á auðveldustu leiðina til að ná
sér í rnaka, eða forðast að ánetj-
ast. Samkvæmt rannsókninni hitt-
ust 40% af öllum vestur-þýzkum
hjónum, sem spurð voru, á dans-
leikjum. eða öðrum skemmtunum, j
svo sem leikhúsum, kvikmynda- .
húsum eða á íþróttamótum. Aug- I
Ijóst virðist vera, að vinnustaðir j
séu ekki sérlega hættulegir þeim, '
sem forðast vilja hjónaband, að- |
eins var stofnað til níunda hvers
hjónabands á vinnustað. Svipuð
prósent af fólki hafði hitzt á götu
eða á veitingahúsum. Það kann
liins vegar að virðast furðulegt,
að aðeins tuttugustu hver hjón
höfðu hitzt í sumarleyfisferðum.
,11% hjóna höfðu hitzt fyrst fyrir
tilstilli fjölskyldna sinna, og
tólfta hvert hjónaband varð til án
utanaðkomandi aðstoðar, þ. e. a. s.
fólkið hafði þekkzt frá barnæsku.
★
★ 376.000 túristar komu til Bret-
lands í júlímánuði. Það eru 12%
. meira en í fyrra.
Þetta er Britt Eklund, nýja konan hans Peters Sellers, og eru p
þau hjónin að koma út af frumsýningu í Adelphilcikhúsinu í y
Lundúnum, þar sem kona Rex Harrison, Rachel Roberts, gerði =
stormandi lukku um daginn í hlutverki gleðikonu frá L'iverpool, •
Maggie May að nafni. Á frumsýningunni var allt fullt af stjörn- gj
um í húsinu, auk Péturs og frúar hans, og Sexy Rexy voru ; j
Noel Coward, Alma Cogan, Judy Garland og fleiri, og allir É
skemmtu sér konunglega.
ÍIÍ!IIIIIIIIIII!III
Rafmagnsheili án
jarðsambands
ÓSKÖP venjulegur maður með ó-
sköp venjulegan ávísanareikning
af þeirri gerðinni, sem venjulega
sýnir tveggja til þriggja króna inn !
eign í mánaðarlok, lenti nýlega í
dálítið merkilegri reikningsreynslu
í Danmörku.
Vegna húsakaupa lagði hann 10.
október inn 10.000 krónur í reikn-
ing sinn og 11. október skrifaði
hann ávisun upp á sömu upphæð.
Sem sagt gott.
En í mánaðarlok fékk hann svo
uppgjör frá bankanum, sem raf-
magnsheili- stofnunarinnar hafði
útbúið, og þá sá hann, að honum
hafði verið gert að greiða 25,25
krónur í vexti til bankans. Nú
vissi maðurinn mætavel, að banka !
reikningur eins og sá, sem hann
hafðt, gaf ekki vexti, en hann
undraðist þó, að hann ætti að
greiða vexti. Hann fór því í bank-
ann og talaði þar við menn og
málið upplýst við mannlega um-
hugsun. Það koma nefnilega í ljós,
að maðurinn hafði skrifað vitlaus-
an mánuð á ávísunina, og þá hafði
rafmagnsheilinn séð af hyggju-
viti sínu, að maðurinn hafði yfir-
dregið reikning sinn í einn mánuð
um 10.000 krónur. Og auðvitað átti
að greiða vexti af því.
Það sem rafmagnsheilinn vissi
ekki var, að banki bregður
mun skjóíar. við en þetta, ef mað-
ur yfirdregur reikning sinn.
106 ára og 67
barna faðir
JOSEPH ben Abraham þurfti að mæta fyrir rétti í Chicago vegna
umferðarbrots.
Þegar hann afhenti skilríki sín sáu yfirvöldin sér til mikillar
undrunar, að hann var 106 ára gamall, hafði verið giftur 12 sinnum
og var 65 barna faðir. Hann lýsti því yfir í réttinum, að elzta barn
sitt væri 87 ára, en það yngsta tveggja og hálfs árs. Fæðingarvott-
orð hans hafði verið gefið út á hebresku í Jerúsalem 1858, en síðan
1961 hefur hann búið í Bandaríkjunum.
Blaðamaður spurði hann hve mörg barnaböm og barnabarnabörn
hann ætti, en þá sagði sá gamli:
„Hver getur talið stjörnurnar?"
Afbrot öldungsins var það, að hann hafði ekið með óleyfilégum
hraða, en með tilliti til þess, að þetta var fyrsta umferðarbrotið á
hans löngu ævi, lét dómarinn hann sleppa með áminningu.