Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.10.1964, Blaðsíða 9
 'wttmmm Chaplin með Amy Johnson (til vinstri) Lady Astor og Bernard Shaw peare útheimtir einhvern sérstak- an riddaraleik sem mér fellur ekki né hef neinn áhuga á. Skáld- skapur hans kann að vera ágæt- lega fagur; en ég hef ekkert gam- an af ' slíkum skáldskap í leik- húsl. Þar á ofan hef ég andúð á viðfangséfnum Shakespeares, kóngum, drottningum og öðru tignarfólki og heiðri þess. Kann- eki er þetta sálfræðilegt, kannski ínín eigin innilokun. En í minni baráttu fyrir brauði og ostbita kom heiður ekki mikið við sögu. Eg finn ekki sjálfan mig fyrir í konungbornum vandkvæðum. Móð- ir Hamlets hefði mátt sofa hjá gervallri hirðinni fyrir mér; mér stæði víst á sama þó Hamlet sárn- aði þetta. Til leiksýninga fellur mér hið hefðbundna leikhús bezt, með forsviðið milli áhorfenda og hins uppgerða heims á sviðinu. Eg vil sjá sviðið birtast handan við tjald sem rís eða skiptist. Mér geðjast ekki leikrit sem halda út fyrir sviðsljósin og blanda sér saman við áhorfendur, þar sem einhver persónan stendur framansviðs og útskýrir leikinn. Þetta uppátæki er skólameistaralegt; það spillir þokka leikhússins; það er ekki nema undanbragð að komast hjá framsetningu sjálfs leiksins. Leiktjöld eiga að vera til að gefa sviðsmyndinni raunveruleika- blæ, ekkert umfram það. Mér fellur ekki geómetrísk skreyting í samtíðarleikriti; þvílík brögð spilla fyrir mér trúnni á það sem fram fer á sviðinu. Einhver hefur ■ sagt að leiklist feli í sér áslökun. Auðvitað má orða þessa reglu fyrir allar list- greinir; en leikaranum er sér- lega nauðsynlegt að gæta sín, — njóta sjálfsaga og hófstillingar. Handverksmaðurinn hið innra með leikaranum verður jafnan að vera stilltur vel, hversu átaka- mikill sem leikurinn er; hann stýrir og leiðbeinir tilfinningu leikarans sem hún rís og hnígur; hið ytra er maðurinn í uppnámi, hið innra undir ögun. Þetta auðn- ast aðeins fyrir áslökun. En hvern- ig fara menn að? Því er ekki auð- svarað; og mín eigin aðferð er al- veg persónuleg. Eg er ævinlega mjög æstúr í skapi og óstyrkur áður en ég kem fram á svið; af þessu verð ég svo uppgefinn að þegar ég kem loks fram hefur slaknað á öllum taugum. LEIKUR OG SANNLEIKUR Eg held leikur . verði ekki kenndur. Eg hef vitað greindar- menn sem ekki gátu leikið og kjána sem léku af list. En leikur er fyrst og fremst tilfinninga- mál; tilfinningasljór maður verður aldrei góður leikari. En maður þar sem tilfinning og vitsmunir Framh. á 13. síðu. Chaplin eftir Edward Steichen HefS opnað tannlækningastofu að Hverfisgötu 57. — Viðtalstími kl. 9—12 og 1,30—5 daglega, nema laugardaga frá kl. 9—11. Sími 21717. Jóhann G. Möller, tannlæknir. Hefi opnað tannlækningastofu að Hverfisgötu 57. — Viðtalstími kl. 9—12 og 1,30—5 daglega, nema laugardaga frá kl. 9— 11. Sími 21140. Kristján H. Ingólfsson, tannlæknir. Kvenfélag Alþýðu- flokksins Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 19. október kl. 8,30 e. h. í Alþýðuhúsinu.. FUNDAREF'NI: 1. Kosning fulltrúa á flokksþingið. 2. Rætt um vetrarstarfið. 3. Emil Jónson, ráðherra, talar. 4. Bingó og kaffidrykkja. STJÓRNIN. Drengur eðcr stúlka á aldrinum 14—16 ára óskast til sendiferða, símavörzlu o. fl. ínnkaupastofnun Reykjavíkurborgar. FRAMTÍÐARSTARF Staðagjaldkera og bókara (karl eða kona) við embættið er laus til umsóknar. — Laun samgvæmt launakerfi rík- isins og samkomulagi. Þeir, sem vildu sinna þessu, hafi samband við undirritaðan sem fyrst. Skrifstofu Húnavatnssýslu, 10. okt. 1964. JÓN ÍSBERG. Auglýsingasíml ALÞÝÐUBLADSINS er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. október 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.