Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 3
Kgsygin bo&ar 3,8% lækkun herútaialda Moskvu, 9. des. (NTB-Reuter). Forsætisráöherra Sovétríkjanna Alexei Kosygin, tilkynnti í dag, aff framlög til hermála- yrffu lækkuff á næsta ári um sem svarar 500 milljónir rúblna (um 24 milljarða ísl. kr.), en varaffi vesturveldin jafnframt viff því, aff Rússar og kommúnistaríkin neyddust til aff grípa til sameiginlegra gagnráff- stafana ef áformin um sameigin- legan kjarnorkuherafla NATO yrðu framkvæmd. Ivosygin skýrði frá þessu í ræffu sinni til Æðsta ráðsins, sem kom í dag saman til fyrsta fundar síns síðan Nikita Krústjov var vikið úr embættum forsætisráðherra og að- alritara flokksins í októbef Kosygin hét því í ræðu sinni, að stjórnin mundi auka neyzluvöru framleiðsluna, stuðla að bættu hús næði og koma á mestu launahækk- unum í sögunni til handa verka- mönnum landsins. Forsætisráðherrann sagði, að lierútgjöld yrðu lækkuð um sem svarar 3.8%. Hann sagði, að þess væri vænzt, að Bandaríkin mundu einnig draga úr útgjöldum sínum til landvarna 1965. Þetta yrðu já- kvæð skref er miðuðu að því að draga úr spennunni í alþjóðamál- Um. Áreiðanlegar heimildir í Moskvu herma, að sovézku stjórninni hafi verið fyrirfram skýrt frá fyrirætl- unum Bandaríkjamanna um, að lækka útgjöld til landvarna. Andr- rei Gromyko utanríkisráðherra mun hafa verið skýrt frá þessu í síðustu viku. í ræðu sinni á Alls- herjarþingi SÞ á mánudaginn sagði Gromyko, að stórveldin ættu að lækka útgjöld sín til landvhrna um 10-15%. MALINOVSKI marskálkur, sem var ekki viffstaddur setningu Æðsta ráffsins, er senniiega fall- inn í ónáff og búizt er við aff hon- um verffi vikið úr embætti land- varnaráðinu, Krústjov fv. forsætis ráðherra og tengdasonur hans Ad- sjúbei voru heldur ekki viffstaddir fundinn. Mesta orustan í Víetnamstríðinu Saigon, 9. desember, (NTB - Reuter) ÞRIÐJA daginn í röff geisuðu harðir bardagar í dag í Binh-hér- aði norffarlega í Snður-Vietnam. Fréttir frá bardagasvæffunum eru af skornum skammti en hér er sennilega um vifftækustu hernað araffgerðirnar í aliri Víetnam- styrjöldinni aff ræffa. Mikið mannfall hefur sennilega orðið í liðum beggja. í bardögun- um í gær féll bandarísk þyrlu- skytta og bandarískur ráðunautur var felldur þegar ráðizt var úr Framhald á 14. síffu Kosygin hvatti eindregið til auk innar samvinnu við vesturveldin og aukinnar verzlunar austurs og vesturs. Hann sagði, að Rússar væru reiðubúnir að finna nýj- ar lausnir á afvopnunarmálunum. Hann sagði, að Rússar gætu aukið útflutning sinn á hráefnum til Vesturlanda ef þau^ hefðu áhuga á að kaupa meira. Æðsta ráðið staðfesti í dag skip un Kosygins í embætti forsætis- ráðherra með handauppréttingu. Krústjov, sem enn ó sæti 1 Æðsta ráðinu, var ekki viðstaddur. Vest- rænir fréttaritarar sáu heldur ekki tengdason hans, Alexei Adsjúbei, sem rekinn var úr stöðu ritstjóra ,,lzvestia“ um svipað leyti og Krústjov var steypt. Annar háttsettur maður, sem sennilega var heldur ekki við- Frh.. á 14. síðu. HAROLD WILSON, forsætisráðherra Breta, var fyrir skcmmtu gerffur að heiðursdoktor í lögum viff háskólann í Lancaster. Mynd- in er tekin viff hátíðlega athöfn, sem fram fór í tilefni af þvl. Wilson ánægður með W ashington-fund inn Washington, 9. desember. (NTB-Reuter) Forsætisráðherra Breta, Harold Wilson, sagffi á blaffamannafundi í Washington í dag, aff viffræffur þær, sem hann hefffi átt við John- son forseta, hefðu að öllu leyti náff tilgangi sínum. Hann sagði, að stjórnir Banda- ríkjanna og Bretlands væru í öllu sammála að því er varðar stefnu þá, sem þær hyggðust fylgja gagn vart vinum sínum og bandamönn- um og að því er varðar frum- kvæði í afvopnunarmálum. Wilson sagði, að mjög mikilvægt væri að Bandarikjamenn hyggðust ræða við frönsk yfirvöld að því er varðar stefnu NATO í kjamorku- málum. Færeyingar grípa til aðgerða gegn Bretum Félag iffnaffarmanna í Þórshöfn samþykkti á fundi í dag að banna meðlimum sínum aff vinna að viff gerffum um borff í brezkum togur- um( sem kunna aff leita hafnap í Færeyjum vegna bilana. Ástæðan er sú, að brezkir tog- araeigendur hafa hert á löndunar takmörkunum og minnkað allveru lega þá upphæð, sem Færeying- um hefur verið leyft að selja fyr- ir. Viðræður hafa nýlega farið fram í London milli brezkra tog- araeigenda og færeyskrar .sjóvar- . útyegsnefndar um, að togaraeig- endurnir slökuðu á löndunartak- mörkunum. Þessar umræður báru ekki árangur en síðan gripu togara eigendurnir til aðgerðanna gegn Færeyingum. Félag iðnaðarmanna í Þórshöfn hélt fund sinn í dag til að ræða þessar aðgerðir brezkra togaraeig enda og samþykkti að lát'a hart mæta hörðu. Bannið, sem samþykkt var á íundinum, gildir að sjáljfsölgðu ekki ef mannslíf er í hættu. Fleiri iðnaðarfélög hér £ Færeyjum munu halda fundi og eru sams- konar ráðstafanir á dagskxá. Iðnaðarmannafélag Þórshafnar vill láta nefnd innan færeyska iðnaðarmannafélagsins skera úr um það hvenær beita skuli þess- um aðgerðum. Enn hefur ekki ver ið ákveðið hvenær þessar mót- mælaaðgerðir ganga í gildi. Færeyingar hafa gert sölusamn ing á fiski við Þjóðverja og einnig hafa Norðmenn boðizt til að kaupa fisk af Færeyingum. Danir hafa alltaf keypt fisk af Færeyingum og munu gera áfram. H.Jóh. Aðspurður staðfesti Harold Wil- son að hann hefði hafið samninga- umleitanir um breytingu á Nassau- Samningnum. Aðspurður hvort Bretar hyggð- ust fækka í hersveitum sínum í Vestur-Þýzkalandi sagði Wilson að Bretar hyggðust ekki gera slíkt án þess að ráðfærast við aðra. Hann bætti því við, að Bretar hefðu ekki hvatt til sameiginlegra aðgerða á þessu sviði. Hann sagði, að á næstu árum ætti að verða unnt að fækka í herliðum ef einhvers konar sam- komulag tækist milli austurs og vesturs. Wilson sagði, að þungamiðjan í Framhald á 14. síðu Kongó fordæmir erlenda íhlutun New York, 9. desember (NTB . Reuter) MOISE Tshombe forsætisráff- herra fór þess á leit í dag í bréfi til Öryggisráffsins, að Kongó-máliff yrffi tekiff til umræðu í ráffinu. Jafnframt sakaffi hann Alsír, Ghana, Súdan og Egyptaland um aff hafa lagt uppreisnarmönnum til vopn og menn. Bréf Tshombe var afhent skömmu áður en ráðið átti að koma saman til fundar í kvöld um Kongó-málið að beiðni 21 Afríku- ríkis. Áður en fundur ráðsins hófst ræddust fulltrúar þessara landa við um baráttuaðferðir sínar í um- ræðunum, en þeir munu krefjast þess að ráðið fordæmi aðgerðirn- ar í Stanleyville og öðrum bæjum í Norður-Kongó í síðasta mán- uði. Tshombe sakar ríkin fjögur um freklega íhlutun um innanríkis- mál Kongó. Hann segir, að fund- izt hafi vopn og skotfæri af kín- verskri gerð og segir stjórn sína áhyggjufulla vegna fregna um, að sovétstjórnin hafi tjáð sig fúsa til að útvega uppreisnarmönnum vopn. Gripið var til víðtækra öryggis- ráðstafana áður en fundur ráðsins hófst. Almenningur fékk ekki að fylgjast með fundinum, enda var óttast að til mótmælaaðgerða kæmi. mnMiwmiiinniiimmniimmininmiiiiimiinmmnn l DREGIÐ I UM TVO Bí LA [23. DES. nimmmmiitmmmmmmmmmmmmmmmmmw ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. des. 1964 3 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimimS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.