Alþýðublaðið - 10.12.1964, Side 16
Ofan gefur snjó á snjó. ,., |
í GÆR var hið fegursta vetrarveður í höfuðstaðnum og
víðar um land, stafalogn og snjómugga öðru hverju. Talsverð-
ur snjór er nú á götuin í Reykjavík, bifreiðaeigendum til ama
og aukins erfiðis, en börnunum til mikillar blessunar, Ljósmynd
ari blaðsins brá sér í gær í ofurlítinn leiðangur um bæinn og
tók nokkrar stemningsmyndir af vetrarríkinu. Tvær þeirra
fyigja þessum línum. (Myndi: J. V,)
Nýtt prófessorsembætt.i
Reykjavík, 9. des. - EG
Í'DAG var lagt fram á Alþingi nýtt
Étjórnarfrumvarp, er gerir ráð fyr-
íf stofnun nýs prófessorsembætt-
•is við læknadeild Háskóla íslands.
Er hér um að ræða' embætti
ipvófessors í lífeðlisfræði. í ÍCT ára
áætlun um fjölgun prófessora við
Háskóla íslands er gert ráð fyrir,
að fjölgað verði um eitt embætti
í læknisfræði á þessu ári, og- er
það ósk deildarinnar, að þetta
embætti verði í lífeðlisfræði(
Framhald á 4. síðu <
Hitaveitukerfi
var eyðilagt
Reykjavík 9. des. OTJ.
TUGÞÚSUNDA króna tjón varð.
er einhverjir illa innrættir náung
ar skrúfuðu fyrir hitaveitulögn í
hús vlð Suðurlandsbraut.
Þorgrímur Þorgrímsson, eigandi
hússins númer 6 við Suðurlands-
braut kærði um helgina til lög-
reglunnar yfij- iþví að skrúfað
hafði verið fyrir hitaveituleiðslu
sem liggur inn í húsið, en þar er
fyrirtæki í hans eigu. Afleiðing
varð svo sú, að hitunarkerfin á
þremur hæðum, sprungu og eyði-
lögðust. Leifur Jónsson, hjá rann
sóknarlögreglunni, tjáði Alþýðu-
blaðinu að þetta væri í þriðja
Framhald á 13. síðu
6000 KG. AF JURTA-
SMJÖRLÍKI Á 2 DÖGUM
Reykjavik, 9 des. OÓ.
SALAN á nýja jurtasmjörlík-
inu hefur gengið mjög vel þá
tvo daga sem það hefur verið
á markaði. í gær og í dag voru
seld í verzlanir rúm 6 þús. kg.
Búazt verður við að þetta sé mik-
ið meira en eðlileg sala, vegna
þess að verið er að birgja verzl-
anirnar upp, og auðvitað verða
allar húsmæður að kaupa nýja
smjörlikið til reynslu.
Alþýðublaðið hafði í dag sam-
band við afgreiðslu smjörlíkis-
gerðanna til að afia upplýsinga
um sölu og viðtökur á jurtasmjör
líkinu.
Virðist það lika vel, en svona
mikilli sölu er ekki hægt að anna
til langframa, því þá liefðu vélarn
ar ekki undan. En undanfarið lief
ur verið unnið allan sólarhring-
inn við smjisrlíklisframleiðslu,
bæði við jurtasmjörlíkið og eldri
gerðir. En desember hefur ávallt
verið mesti annamánuður við
framleiðsluna, því ekki er það
f.ítið sem þær þurfa í jólabakstur
inn, blessaðar húsmæðurnar.
Verðið á jurtasmjörlíkinu er
kr. 48.00 kg. Til samanburðar má
geta þess að aðrar tegundir af
smjörlíki kostá 17.80 kr. kg. og er
það niðurgreitt, en smjör kostar
niðurgreitt kr. 90.00 kílóið.
Fimmtudagur 10. desember 1964
WWHWWWWWMWWWWM
Leitð samninga
^eykjavík, 9. des. - ÁG
TVEIR menn frá Sölumið-.
stöð liraðfrystihúsanna og
SÍS, eru nú farnir til Rúss-
Iands til að leita samninga.
um sölu þangaö á freðfiski.
Mennirnir eru Árni Finn-
björnsson, sölustjóri hjá SH
og Bjarni Magnússon, fram-
kvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar SÍS. Munu þeir eiga
viðræður við fulltrúa Prodin-
torg.
Er þetta sá tími á árinu, er
samningaumleitanir um söiu
á frystum fiski fara venju-
Iega fram.
wwwwwwwwwwwwwwwa
Banaslys í Kefla
vík í fyrrinóft
Reykjav ík, 9. des. OTJ.
KONA beið bana, og þrennt
slasaðist í hörðum árekstri milli
Volkswagenbifreiðar, og Volvo-
vörubifreiðar í Keflavík í nótt.
' Vörubifreiðin ók eftir Vestur-
braut, en hún var að koma úr
Garði. Þegar hún kom að vega-
mótum Vesturbrautar -og Hring
brautar mætti hún Volkswagenbif
reiðinni, sem var^á leið í Garð.
Volkswagninn mun hafa runnið
eitthvað til á veginum, með þeim
afleiðingum að bifreiðarnar skullu
saman. Kona ökumánnsins í litla
bílnum beið þegar bana, og hann
, slasaðist sjálfur nokkuð. Tveir far
I þegar voru í aftursætinu, kona og
| 10 ára dóttir hennar, og slösuðust
þær einnig báðar, einkum þó litlá
stúlkan. Ökumann vörubifreiðar-
innar sakaði ekki.
Önnur kona lést af völdum um-
ferðarslyss í Landspítalanum sl.
laugardag. Hún hét Karolína Guð-
rún Jóhannsdóttir, til heimilis að
Ljósvallagötu 16. Hún lenti í um
ferðarslysi 10. nóv. sl.
Var dæmdur í gær 112 ára
fangelsi fyrir morðtiiraun
Reykjavik, 9. des. ÁG.
í DAG var kveðinn upp í Saka-
dómi Reykjavíkur, dómur í máll
Lárusar Stefánssonar, sem hinn
"12. mai síðastliðinn, réðist á
stútku að nafni Guðriður Erla,
og veitti henni stórfellda áverka
með hnífi í því skyni að ráða
henni bana. Lárus var dæmdur
í 12 ára fangelsi, en til frádráttar
kemur gæzluvarðhaldsvist í 210
daga.
Blaðinu barst í dag eftirfarandi
frá sakadómi Reykjavíkur:
1) Sannað er með játningu á-
kærðs og framburðum vitna, svo
og af ummerkjum á vettvangi og
áverkum Guðríðar Erlu, að ákærð
ur réðst á hana að tilefnislausu og
veitti henni stórfellda áverka með
hníf í því skyni að ráða henni bana
og virðist hending ein hafa ráðið,
að honum varð ekkl áð
ætlan sinni. — Ákærður fór
lieim til Guðríðar Erlu með
þeim ásetningi, að svipta hana
lífi, ef hún félllst ekki á að koma
með honum norður í land. Sam-
kvæmt þessu hefur ákærður gerzt
brotlegur við 211. gr. sbr. 20. gr.
,1. mgr. almennra hegningarlaga
nr. 19/1940.
2.) Sannað er með framburði
ákærðs og vitna, að ákærður slö
til Þóréyjar Guðmundsdóttur, er
hann mætti henni á'leið út úr hús-
inu að aflokinni árásinni á Guð-
ríði Erlu. Hlaut hún af því áverka
þá í andiit, sem áður greinir, en
eigi eru þeir svo alvardegir að þeir
Framhald á 4. síðn
Alþýðuflokksíélag Reykjavíktir
heldur spilakvöld annaS kvöld (föstu
dag) klukkan 8,30 í Iðnó. Húsið er
opnað klukkan 8. Sameiginleg kaffi
drykkja og dans á eftir. Sigvaldi
Hjálmarsson talar um Indland. Félags
menn eru hvattir til að mæta vel og
stundvíslega.