Alþýðublaðið - 15.12.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.12.1964, Blaðsíða 10
Auglýsing um takmörkun á umferð í Reykjavík 16. til 24. desem- ber 1964. Ákveðið hefir verið að eera eftirfarandi ráðstafanir vegna mikillar umferðar á tímabilinu 16. til 24. desember n.k.-: 1. Einstefnuakstur: a) í Pósthússtræti frá Hafnarstræti tii suðurs. b) Á Vatnsstíg frá Laugavegi tli norðurs. c) Á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindargötu. 2. Hægri beygja bönnuð: a) Úr Tryggvagötu í Kalkofnsveg. b) Úr Lækjargötu í Skólabrú. c) Úr SnorrabraUt í Njálsgötu. 3. Bifreiðastöður bannaðar eða takmarkaðar: Bifreiðastöður bannaðar á Skólavörðustíg norðan meg- in götunnar frá Týsgötu að Njarðargötu. Bifreiðastöður takmarkaðar við Yi klukkustund á Hverf isgötu frá húsinu nr. 68 við Snorrabraut, á eyjunum í Snorrabraut frá Hverfisgötu að Njálsgötu, á Baróns- stíg milli Skúlagötu og Bergþórugötu, Frakkastíg, Vitastíg, Klapparstíg og Garðastræti norðan Tún- götu. Þessi takmörkun gildir á almennum verzlunartíma frá miðvikudeginum 16. desember og til hádegis fimmtu- daginn 24. desember nk. Frekari takmarkanir en hér eru ákveðnar, verða settar um bifreiðastöðut á Lauga- vegi, í Bankastræti, Aðalstræti og Austurstræti, ef þörf krefur. 4. Dkukennsla er bönnuð í miðborginni milli Snorra- brautar og Garðastrætis á framangreindu tímabili. 5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti laugardaginn 19. desember, kl. 20.00 til 22.00, og miðvikudaginn 23. desember, kl. 20.00 til 24.00, Ennfremur verður sams konar umferðartak- mörkun á Laugavegi frá Snorrabraut og í Bankastræti á sama tíma, ef ástæður leyfa. Athygli skal vakin á takmörkun á umferð vörubifreiða, sem eru yfir 1 smálest að burðarmagni, og fólksbif- reiða, 10 farþega og þar yfir, annarra en strætis- vagna um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Að , alstræti. Sú takmörkun gildir frá kl. 13.00 þar til almennum verzlunartíma lýkur alla virka daga, nema laugardaginn 19. desember, en þá gildir bannið frá kl. 10.00. Ennfremur er ferming og afferming bönnuð á sömu götum á sama tíma. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist óþarfa akstur, þar sem þrengsli eru, og að þeir leggi bifreiðum sínum vel og gæti í hvívetna að trufla ekki eða tefja umferð. Þeim tilmælum er beint til gangandi vegfarenda að þeir gæti varúðar í umferðinni, fylgi settum reglum og stuðli með því að öruggrí og skipulegri umferð. Lögreglustjórinn í Eeykjavík, 14. desember 1964. Sigrurjón Sigurðsson. SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. Alþýðublaöið Sfml 14 900. Ármann Kr, Einarsson tjrvals bama: og unglingabók um tápmikla stráka BOKAFORLAGSBOK Verð kr. 120.00 (án sölusk.) Bókaforlag Odds Bjömssonar Hannes á horninu F>ramhald af 2. síðu ir brýnið þetta nógu vel og oft fyrir fólki. Dropinn holar stein- inn, og ef til vill seitlast skiln- ingurinn inn í þykkhöfðana smátt og smátt ef ekki er gefizt upp við kennsluna.“ Hannes á horninu. Frh. af 6. síðu. ur nú tekizt að ganga úr skugga um, að brjóstmylkingur hefur minni. Við tilraun, sem hann gerði, voru 28 börn á aldrinum 6 til 25 vikna hvert um sig lagt í vöggu undir tveim velupplýstum myndflötum. Fylgzt var náið með viðbrögðum barnanna og því gef- inn gaumur hvar þau festu aug- un og hve lengi. Hvert barn var lagt tíu sinnum í vögguna. í hvert skipti var mynd- in sýnd við mismunandi ljósmagn. í annarri tilraun voru settar inn myndir, sem barnið hafði ekki séð áður. Barn undir tveggja mánaða aldri gerði ekki verulegan grein- armun á myndum þeim, sem sýnd- ar voru í fyrsta sinn, og þeim, sem sýndar höfðu verið áður, en börn yfir tveggja mánaða aldri sýndu eftirtakanlega meiri áhuga á þeim myndum, sem sýndar höfðu verið áður. Dr. Franz segir, að sjónreynsla barns á mjög ungum aldri geti haft mjög mikil áhrif á frekari þróun barnsins. Hve mikil og hvernig - eru spurningar, sem svara verður eftir nánari rann- sóknir segir læknirinn. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á 130 tonnum af steypustyrktarjárni. Útboðslýsinga má vitja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8. í' SIGURÐUR V^ JÓNSSON \r frá Brún *-1 ‘ 'l Stafnsæffimar | Frásagnir af H íslenzkum hcstunt i’rí 1 * BÓKAFORLAGSBÓK Verð kr. 180.00 (án sölusk.) Bókaforlag Odds Bjömssonar Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölú á 4000 tonnum af asfalti til gatna- gerðar. Útboðsskilmála skal vitja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Trabant eigendur Tökum að okkur viðgerðir á TRABANT-BIFREIÐUM Kappkostum að veita góða þjónustu. — Fljót afgreiðsla. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. i Bifreiðaverkstæöi, Hofgerði 13 AuglýsVngasíminn 14906 Kópavogi. — Sími 40557. FISKA- OG FUGLAVERZLUN HÖFUM OPNAÐ VERZLUN MEÐ SKRAUTFISKA OG FUGLA FISKA- OG FUGLABÚÐIN KLAPPARSTÍG 37 10 15. des. 1964 - ALÞÝBUBLAÐtÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.