Alþýðublaðið - 15.12.1964, Blaðsíða 1
EKffitO'
44. árg. — Þriðjudagur 15. desember 1964 — 278. tbl.
____í---------
VARÐ ÚTI VIÐ
HÉÐINSHÖFÐA
Reykjavík, 14. des. — ÓTJ.
LÍK af ungum mauni fannst
neð'an við Héðinshöfða í Reykja-
vík í gær og var augljóst, að liann
hafði orðið úti.
Talið er, að slysið hafi skeð sl.
fimmtudag, en þá var hann gestur
í húsi skammt frá, þar sem líkið
fannst. Hafði hann verið allmik-
ið ölvaður. Seint um nóttina hafði
liann yfirgefið húsið, og ekki sést
eftir það. Ekki var hans þó sakn-
að, og engin leit hafin. Líkur
benda til þess að hann hafi farið
eftir götu sem liggur niður við
sjó, farið of tæpt, og fallið fram
af tveggja metra háum bakkan-
um, sem er svellaður og illur yf-
irferðar. — Hinn látni var ó-
kvæntur.
Eldur í báti
Reykjavík, 14. des. — ÓTJ.
ELDUR kom upp í Sædísi, RE
63 í nótt, þar sem báturinn ligg-
ur, við Grandagarð. SlökkviliðlS
var kvatt á vettvang unr 12-leytiff,
og tókst fljótlega að slökkva eld-
inn. Báturinn var mannlaus, þeg-
ar eldsins varff vart, en nokkrir
skipverjar höfffu veriff um borff
fyrr um kvöldið. Eldsupptök eru
ókunn.
20 stiga frost
á Eyrarbakka
Reykjavík, 14. des. — ÁG. ]
SAMKVÆMT upplýsingum Veð-
urstofunnar í dag, er útlit fyrir
ÖldruB kona
slasabist
Reykjavík, 14. des. — ÓTJ.
ÖLDRUÐ kona slasaðist á höfði
er drengur á reiðhjóli ók á hana
á Laugavegi um kl. 4 í dag.
Ilún hafði verið á leið yfir göt-
una, þegar hjóliff skall á henni,
og fleygði henni í götuna. Dreng-
urinn sem á hjólinu var virtist
eiga erfitt meff aff gera sér grein
fyrir því sem skeði. Hann telur
sig hafa litið við, þegar bifreið
gaf honum hljóðmerki, og ekkert
vitað af sér fyrr en slysið varð.
áframhaldandi norðlæga átt hér
á landi. í dag snjóaði talsvert á
Norðurlandi, og var þar 2-6 stiga
frost.
í gær, sunnudag var mikið
frost víða á Suðurlandi. Á Eyrar-
bakka mældist 20 stiga frost á
mæla Veðurstofunnar. Er þetta
nokkuð óvenjulegt þar eð frost
er oftast mest í uppsveitum, en
ekki við sjó. Veðurfræðingar
segja, að þetta komi þó fyrir í
stórum lágsveitum þar sem kalda
loftið sígur fram.
Svo mikil uppgufun var frá sjó
á Eyrarbakka, að menn sáu þar
ekki nema um 50 metra út á haf-
ið Er slíkt fyrirbrigði algengt í
heimskautalöndunum, og hefur
einnig sést frá Akureyri. — Er
þetta á máli veðurfróðra, kallað
frostryk eða sjóreikur.
Að skera laufabrauð hefur
tíðkast um langa tíð hérlend-
is og þá um jólin eingöngu.
Hversu siðurinn er gamall er
okkur ekki kunnugt, en vin*
sældir hans fara vart minnk-
andi.
í sumum sveitum var farið
milli bæja gagngert í þeim er-
indum að skera laufabrauð og
þá voru börnin að sjálfsögðu
í meirihluta. — Hitt er svo
annað mál, að fullorðnir kunna
ekki síður að meta brauðið til
áts, og eta það gjarnan með
hangikjöti. Laufabrauðskurður
reynir talsvert á hæfni fólks
og hugmyndaflug, en mögu-
leikarnir í munsturgerð eru ó-
þrjótandi. Til eru sögur um
það, að svo fagurlega hafi laufa
brauð verið skorin að enginn
hafi tímt að eta þau, en loks
hafi þau molnað undan tímans
tönn.
Nafnið er vafalaust dregið
af laufskurðinum, en venju-
lega er munstrið skorið á þann
hátt, að brauðið er brotið sam-
an og skáskornir stuttir skurð-
ir í brotið. Síðan er brauðinu
flett og hinir vaff-mynduðu
bitar brotnir yfir hvern annan.
Á myndinni sjáum við unga
Akurnesinga við laufabrauðs-
skurð, en myndina tók Helgi
Daníelsson.
mWWWWWWMWWWiWMWtWWMW'MtWWWMWUWMWWMWMWiWWWV
ISIENZKIR FIU6MENN VIOA
FA FIUGVÖLL A ÁLFIANES
Hafa að undanförnu rætt framtíð Reykjavíkurflugvallár
Reykpavík, 14. des. - ÁG
FÉLAG íslenzkra atvinnuflug-
mauna hélt í dag fund, þar sem
rætt var um Reykjavíkurf 1 ugvöll
og framtíð hans. Eru flugmenn-
Framsókn vill 220
millóna hækkun!
Reykjavík, 14. des. — EG.
í DAG hófst á Alþingi önnur
umræða um f járlagafrumvarpiff
,/yrir árijð 1965. Yar frumvarpið
.rætt á siffdegisfundi og kvöldfundi
• í sameinuðu þingi. Jón Árnason
Jformaður fjárveitinganefndar
gerði grein fyrir þeim tillögum,
sem nefndin stendur sameigin-
lega að. Halldór Sigurðsson gerffi
grein fyrir 220 milljón króna
hækkunartillögum framsóknar-
manna viff frumvarpiff, en Geir
Gunnarsson gerffi grein fyrir til-
lögum kommúnista.
Framsóknarmenn leggja til að
útgjaldaliffir fjárlagafrumvarps-
ins verði hækkaðir um 220 mlllj-
ónir, en gera aff venju ekki grein
fyrir hvernig þess fjár skuli aflað.
Jón Árnason (S) skýrði svo frá,
að fjárveitinganefnd hefði hafið
störf 19. október og hefði hún
samtals haldið 37 fundi og afgreitt
525 erindi.
Breytingartillögur þær, sem
Framhald á 4. siðu
irnir því mjög mótfallnir, aff pen-
ingum verffi eytt til lagfæringar
á Reykjavíkurflugvelli, en vilja
aff framkvæmdir verði hafnar sem
fyrst viff nýjan flugvöll á Álfta-
nesi.
Hugmyndir hafa komið fram
um gerð nýrrar flugbrautar á
Reykjavíkurflugvelli. — Hefur
finnskur flugvallasérfræðingur
verið hér á landi nokkurn tima og
kannað möguleika í sambandi við
framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík.
Nýja flugbrautin myndi, ef til
kæmi, liggja frá vestri til austurs.
íslenzkir flugmenn ’hafa lengi
verið þeirrar skoðunar, iað fram-
tiðarflugvöllur fyrir Reykjavík
yrði að vera á Álftanesi. Telja
þeir kostnaðinn við breytingar og
lagfæringu á Reykjavíkurflugvelli
það mikinn, ef bragð ætti að vera
að lagfæringunum að slíkt borg-
aði sig alls ekki. t sambandi við
nýja flugbraut benda þeir á, að
ekki yrði hægt að koma nauðsyn-
legum aðflugs- og öryggisljósum
fyrir. Segja þeir undirstöður
brautanna á Reykjavíkurflugvelli
orðnar svo lélegar, að völlurinn.
Framhald á 13. síðu.
Þrjú berkla-
veikitilfelli
á Húsavík
Húsavík, 14. des. EMJ-GO.
í LOK októbermánaðar skaut
upp þremur berklatilfellum við
unglingaskólann á Húsavík. TU-
felli þessi voru hvorki alvarleg
né smitandi, en rannsókn leiddí
í Ijós, aff þau voru runnin fr»
sama smitbera og berklaveikin sem
Framh. á 4. síðu.