BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 10
Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands: Meirihluti ferðamanna er æfður og reyndur - hlutverk okkar er að hafa áhrif á þá fáu sem enn henda rusli eða spilla landi - Á gönguferðum kynnast menn landinu og náttúru þess á alveg sérstakan hátt. Þá kynn- ast menn ekki aðeins því svæði sem gengið er um heldur einnig veðurfarinu ogþeim skyndi- legu veðrabrigðum sem hérgeta orðið ogþann- ig eykst skilningur okkar á náttúru landsins. Að auka þennan skilning er annar mikilvæg- asti þátturinn í starfi Ferðafélags íslands og hinn er sá að opna augu manna fyrir gildi ferðalaga almennt og bæta aðstöðu til að taka á móti ferðalöngum hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir, segir Höskuldur Jónsson forseti Ferðafélags íslands. Hér á eftir fer spjall hans við blaðamannBFÖ-blaðsins um Ferðafélagið og starf þess, gildi útiveru og gönguferða og fleira í því sambandi. Hann er fyrst beðinn að segja frá því hvernig það bar til að hann tók að ferðast um landið: - Fyrsta ferðin tengdist skátafélagi sem ég var í. Þegar ég var tólf ára hjóluðum við upp að Hafravatni og gistum þar í tjöldum og ég reikna með að eftir þá ferð hafi ég talið mig færan í flestan sjó hvað ferðalög áhrærði. Það fór að minnsta kosti þannig að á menntaskóla- árunum fórum við nokkrir skólafélagar í Reykjavík út úr bænum um svo til hverja helgi á sumrin en allar lengri ferðir fórum við hins vegar með Ferðafélagi íslands. Fyrstu ferðina með Ferðafélagi íslands fór ég árið 1946 og var þá gengið á Vífilfell en mest ferð- aðist ég með félaginu árin 1953 til 1963. Ein ferð sem ég fór þegar ég var krakki er mér minnisstæð. Þá var farið að Gullfossi og Geysi og það var löngu áður en bílaeign varð almenn og var það mál manna að svo stór bílafloti hefði aldrei sést þar um slóðir. Félagar Höskuldar í þessum ferðum voru prófessorarnir Guðmundur Magnússon og Björn Björnsson og Guðmundur Guðmunds- son eðlisfræðingur. En hvert fóru þeir félagar helst? - Við fórum svo sem ekki langt og vorum háðir því að ganga út frá leiðum áætlunarbíl- anna sem fóru frá Reykjavík því þá áttu skóla- strákar yfirleitt ekki bíla sjálfir. Á þessum árum tíðkaðist einnig að vinna til hádegis á laugardögum þannig að við lögðum aldrei af stað fyrr en um tvö á laugardegi og komum í bæinn á sunnudagskvöldi. Við fórum til dæm- is með áætlunarbílnum til Þingvalla og geng- um síðan um Leggjarbrjót yfir í Botnsdal og tókum þar bíl frá Reykholti sem var á leið til Reykjavíkur. Stundum sprönguðum við um Hellisheiðina og voru þessar ferðir jöfnum höndum fjallgöngur og hellaskoðunarferðir. Þungur búnaður Höfðuðþið mikinn búnað meðferðis? - Við höfðum allan nauðsynlegan búnað, tjöld, svefnpoka, steinolíuprímus og matvæli. Allt var þetta þungt, maturinn var oft niður- suðuvara, svefnpokarnir voru þessir gömlu íslensku flókasvefnpokar, þungir og kaldir og tjöldin voru gömlu léreftstjöldin. Þannig má segja að allur búnaðurinn hafi fremur borið svip kreppuástands en að það væri auraleysi okkar um að kenna. Það fékkst bara ekki ann- að og þetta átti einnig við um fatnaðinn, til dæmis skóna. í dag er þetta að sjálfsögðu allt annað og nú er hægt að búa sig út til göngu- ferða með léttan búnað sem er bæði sterkur og hlýr og í lengri gönguferðum er nestið yfirleitt þurrmatur. Ekki segist Höskuldur hafa farið margar vetrarferðir á þessum árum. Þó gengu þeir félagar einu sinni um páska frá Þingvöllum um Kaldadal og til Húsafells og segir hann það hafa verið erfiða ferð vegna krapa. Ein ódýrasta ferð Höskulds var gönguferð sem hann fór með enskum pilti, einnig frá Þing- völlum um Kaldadal og í BorgarQörð. Eina fargjaldið sem þeir urðu að greiða var með strætisvagni sem þá kostaði 50 aura. Þeir fengu far langleiðina til Þingvalla, gengu síð-

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.