BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 3
Leó E. Löve: Ábyrgð okkar á öðrum Ég leyfi mér að fullyrða að flesta lesendur þessa blaðs megi telja í hópi ábyrgustu og jafn- framt aðgætnustu ökumanna á Islandi. Þann góða hóp þarf því síst að áminna eða hvetja til nýrrar og betri breytni í umferðinni þótt ekki megi heldur slaka á kröfunum. Hvatningu um að leiðbeina samborgaranum og treysta þar með undirstöðu menningarsamfélags má hins vegar beina til allra og helst til þeirra sem sjálfir eru gott fordæmi. Eitt af einkennum stækkandi samfélags er að menn láta sig náungann og framferði hans sífellt minna varða. Á meðan litla samfélagið veitir aðhald í krafti staðreyndarinnar um að allir þekki alla, líta borgarar í stærri samfé- lögum undan og segja við sjálfa sig: Mér kem- ur þetta ekki við. Einnig er það staðreynd að menn veigra sér við að lenda í útistöðum við náungann sem tæki afskiptasemina óstinnt upp. Það kann vel að vera að við sem ekki þekkj- um af eigin raun getum ekkert sagt um ástæð- ur þess að menn láta sér detta í hug að aka eft- ir að hafa bragðað áfengi. Við vitum hins veg- ar hvað lögin segja og með óbrenglaða dóm- greind gerum við okkur grein fyrir sennileg- um afleiðingum. Lesandi góður. Sjáir þú barn verða sér að voða dettur þér ekki annað í hug en að hlaupa til og bjarga því. Hvers vegna ekki líka að afstýra ölvunarakstri? Afskiptasemi þín af þvílíku athæfi kann að bjarga mannslífum. Hver er munurinn í raun? Vissulega á þjóðfélagsmyndin og eftirlits- leysi yfirvalda þátt í ýmsu því sem aflaga fer á íslandi eins og í flestum löndum í kringum Leó E. Löve er lögfræðingur og forstjóri ísafoldarprentsmiðju. okkur. En þegar allt kemur til alls: Hvað er samfélagið annað en við sjálf? Það er ef til vill tilætlunarsemi af höfundi þessara lína að ætlast til þess að menn gangi fram fyrir skjöldu og baki sér óvinsældir ein- ungis til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt slys. Við skulum því vekja samvisku okkar sjálfra og þeirra sem við umgöngumst. Vinn- um að þeirri hugarfarsbreytingu að menn eigi að skipta sér af. Ef við hlýðum eigin samvisku líður okkur vel. Verum minnug þess að í sérhveiju félagi er það félagsandinn sem gildir. Það á líka við um sjálft þjóðfélagið. Skiptum okkurafþvísem okk- ur kemur við. Berum ábyrgð á náunganum. KFÖ-blaðið • 2/1991 • Júm 1991 Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna, Lágmúla 5,108 Reykjavík, sími 679070. Ritnefnd: Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritstj. og áb.m.), Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson. Útgáfústj.: Gísli Theódórsson. Myndir: Myndsköpun o.fl. Forsíðumynd: Við Langasjó (ljósm. Guðlaug Sveinbjarnardóttir) Prentun: GuðjónÓ hf. Upplag: 4.000 eintök. 2. tbl. 19. árg.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.