BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 18

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 18
Félagsstarfið Því miður sofnaði umrætt frumvarp í nefnd, en stjórn BFÖ í Reykjavík er staðráðin í að beita sér af alefli fyrir því að það verði endur- ílutt á næsta Alþingi og fái þar endanlega afgreiðslu. Það er einróma álit allra þeirra sem um umferðaröryggi fjalla að lagabreyting í þessa átt mundi auka slíkt öryggi til mikilla muna, enda er hver þjóðin af annarri að lækka leyfi- legt áfengismagn í blóði ökumanna og fara sumar jafnvel alveg niður í 0,0 promille. Vegna ýmissa villandi ummæla sem fram komu í sambandi við umræður um frumvarp- ið á síðasta þingi, og sem áreiðanlega stafa að verulegu leyti af vanþekkingu, hyggst stjórn Reykjavíkurdeildar BFÖ beita sér af fremsta megni fyrir aukinni fræðslu um þetta mál nú á næstunni. K.R. Aðalfundur ísafjarðardeildar 25. maí s.l. var haldinn aðalfundur ísafjarð- ardeildar BFÖ. Á fundinum urðu miklar umræður um ýmis mál er varða umferðaröryggi og áfengismál. Þar sem ísafjarðardeildin hefur í raun þjón- að öllum Vestfjörðum á undanförnum árum var lögð fram tillaga á aðalfundinum um breytt nafn á deildinni. Var tillagan sam- þykkt og nefnist deildin héðan í frá Vest- fjarðadeild BFÖ. Samþykkt var á fundinum að efla starf BFÖ á VestQörðum og tengja við fleiri staði á svæð- inu. Kom m.a. fram hugmynd um að halda umferðarmálafundi á helstu þéttbýlisstöðun- um þar sem fjallað yrði um staðbundin um- ferðarmál. Starf deildarinnar hefur verið blómlegt undanfarin ár og oft hefur umferðarnefnd ísaQarðar og lögreglan leitað til deildarinnar um starf við ýmis umferðarverkefni. Næst á döfinni er undirbúningur hins árlega umferðardags sem verður simnudaginn 30. júní. Þá verður haldin ökuleikni, reiðhjóla- keppni og ýmislegt annað gert í tilefni dagsins. Fyrri stjóm deildarinnar var öll endurkjörin. Formaður deildarinnar er Reynir Ingason. Jón S. Halldorsson Kveðjuorð Það er oft lítið sem skilur á milli lífs og dauða eins og við höfum enn einu sinni fengið að reyna. Nú kveðjum við vin okkar og félaga Jón S. Halldórsson, sem kvaddi þennan heim á sviplegan hátt. Við félagarnir íBFÖ kynntumst honum fyr- ir 12 árum þegar hann tók þátt í ökuleikni félagsins í fyrsta sinn. Hann vildi verða betri ökumaður og ökuleiknin gaf honum tækifæri til þess. Fljótlega hafði hann lært nær alla þá tækni sem góður ökumaðurþarfað hafa ogþar sem markmið hans sem bindindismanns og áhugamanns um bætta umferðarmenningu fóru saman við starfBFÖ fór hann fljótlega að starfa fyrir félagið. BFÖ fékk að njóta hugmyndaauðgi hans og krafta. Hann tók ýmis erfið verkefni að sér fyrir félagið þar sem áhugi hans og samviskusemi nutu sín. Alltafvar hægt að leita til hans með erfið og vandasöm mál. Síðustu árin sat hann í stjórn félagsins og er það m.a. honum aðþakka hversu vel ökuleikn- in sem félagið heldur á hverju sumri, hefur gengið. Hans frjóa hugsun kom víða fram í starfi félagsins og er nú stórt skarð höggvið í raðir okkar eftir hið sviplega fráfall Jóns. Um leið og við vottum unnustu hans, börnum, systkinum ogforeldrum dýpstu sam- úð okkar, þá viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Jóni, starfa með honum og hafa notið starfskrafta hans. Stjórn Bindindisfélags ökumanna. 18

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.