BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Qupperneq 9

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Qupperneq 9
Nokkrir góðir punktar • Með því að sameina erindi og aka færri ferðir, má spara mikið bensín. Það má líka oft spara mikið með því að velja hag- kvæmustu akstursleið áður en ekið er af stað. Ekki gleyma því að oft geta sími og myndriti sparað ferðir. • Vinnufélagar og nágrannar geta sparað mikið bensín með því að ferðast saman og skiptast á að aka. Það er líka skemmti- legra. Þetta ættu skíðamenn einnig að hafa hugfast. Hafið líka samráð um versl- unarferðir. • Sparaðu bensín, notaðu strætó. Það er ódýrt og áhyggjulaust að nota strætis- vagn og önnur almenningsfarartæki. Með því spörum við líka bensínið. • Bensín- og bremsufóturinn - ræður miklu um bensíneyðsluna. Rykkjóttur akstur er frekur á bensínið. Forðist spymur, sýnið forsjálni og hagið akstri eftir aðstæðum. Þá eykst öryggið og snögghemlun verður óþörf nema í neyðartilvikum. Fylgið „grænum bylgjum“ þar sem þær eru. • Notið skriðþungann og látið bílinn renna síðasta spölinn áður en þarf að nema staðar, t.d. á rauðu ljósi eða við gatnamót. Einnig má nota skriðþungann þegar ekið er niður brekkur. • Forðastu hraðakstur. Bensíneyðsla á 90 km/klst er um 20% meiri en á 70 km/klst. Of hraður akstur er bæði ólöglegur og dýr. • Bensínseyðslan er meiri meðan innsogið er notað. Við gangsetningu á ekki að draga innsogið lengra út en nauðsynlegt er. Það á heldur ekki að nota það lengur en þörf krefur. í bílum með sjálfvirkt inn- sog má oft taka innsogið af með því að stíga snöggt á bensíngjöfina. • Bíllinn eyðir álíka miklu bensíni á hálfri til einni mínútu í lausagangi og þarf til að ræsa vélina aftur. Ef þú sérð fram á lengri bið skaltu stöðva vélina. • Viðhald bílsins hefur mikil áhrif á bensíneyðsluna. Mikilvægt er að gang- kerfið sé stillt reglulega og kerti og loftsía séu í góðu lagi. Bremsur sem „liggja útí“ og lélegar hjólalegur auka líka bensín- eyðsluna. • Opnir gluggar og toppgrind eða aðrir hlutir sem settir eru utan á bílinn, auka loftmótstöðuna og um leið bensíneyðslu. • Of lítið loft í hjólbörðum eykur bensín- eyðslu, jafnvel um mörg prósent. Það er betra að hafa of háan þrýsting en of lág- an. • Akið ekki með þunga hluti í bílnum að óþörfu. Hreinsið drullu og klakadröngla sem vilja setjast á undirvagninn. Klaka- drönglar þrengja einnig stundum að hjól- börðum. Munið að bensíneyðsla eykst með aukinni þyngd bílsins. • Bensíneyðslan er meiri þegar vélin er köld. Það er því mjög óhagkvæmt að aka köldum bíl stuttar vegalengdir, oft getur verið jafn fljótlegt að fara fótgangandi. Gönguferðir eru líka allt í senn, hress- andi, spara bensín og eru umhverfisvæn- ar. 9

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.