BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Síða 7

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Síða 7
Vínveitingastaðir í Reykjavík 1990 koma sér af staðnum þegar teiti lauk. Ofbeldi innan dyra var yfirleitt leyst af dyravörðum og starfsfólki húsanna áður en illa fór. Slíku eftirliti er ekki til að dreifa á götum úti enda erfitt að koma því við. Aukin löggæsla kemur því að takmörkuðu gagni þó að hún kunni að leysa einhver vandræði. Staðirnir eru margir og á sama tíma, þ.e. á kvöldin og um helgar, og ofbeldi á sér stað við vínveitinga- húsin er það sama að gerast inni á heimilum víða um borgina. Það þarf því mikinn Qölda lögreglumanna til starfa. Það er ekki heldur við því að búast að lögregla komi í veg fyrir ofbeldi nema í undantekningartilfellum. Það tekur ekki langan tíma að berja mann til óbóta í húsasundi eða stinga til ólífis. Tilkoma bjórsins hefur valdið hvoru- tveggja, aukinni neyslu og fjölgun dreifing- arstaða. Aukin neysla áfengis gaf mönnum undir fótinn með skjótfenginn gróða af áfeng- issölu. Mikil samkeppni og kapphlaup er um áfengisneytendur og heltast margir úr þeirri lest. En aðrir koma í þeirra stað og ganga margir staðir kaupum og sölum. Hvernig er sá kostnaður sem fylgir tíðum eigendaskipt- um og breytingum brúaður? Veitingamenn hafa haldið því fram í blaðaviðtölum að eng- inn grundvöllur sé fyrir öllum þeim fjölda vínveitingastaða sem nú er í borginni. Þess vegna hljóti gjaldþrotum að fara fjölgandi á næstunni. Einhverjir hljóta nú að tapa. Á.E. 7

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.