BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 14

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 14
Reglur um akstur utan vega „Bannaður er allur óþarfa akstur utan vega eða merktra vegaslóða, þar sem hætt er við að spjöll hljótist á náttúru landsins. Nauðsynleg- um akstri á slíkum svæðum skal jafnan hagað svo, að engin óþörf spjöll eða lýti á landi hljót- ist af honum.“ „Náttúruverndarráð setur svæðisbundnar reglur um akstur ökutækja eftir merktum leiðum í óbyggðum.“ „Á áningarstöðum skal ávallt leggja ökutækj- um á þeim svæðum, sem afmörkuð hafa verið eða merkt til slíkra nota. Óheimilt er að hrófla við hindrunum eða merkjum sem afmarka slík svæði, í þeim tilgangi að komast framhjá þeim.“ Almennar umgengnisreglur Hvar sem menn ferðast ber að virða þá meg- inreglu að skilja við landið eins og komið var að því. Allt rusl ber að taka og láta á þá staði sem eru ætlaðir fyrir slíkt. Olíuskipti eru að- eins leyfð á smurstöðvum eða þar sem unnt er að taka við afgangsolíu. Rafmagnsveita Reykjavíkur léttir þér lífið 1921-1991 Hvar gilda sérstakar reglur? Undir öllum kringumstæðum ber að forðast akstur utan vega á friðlýstum svæðum og á grónu landi, sérstaklega mosa og þar sem jarðvegur er blautur. Sum sveitarfélög hafa einnig bannað allan akstur utan vega. Hvert á að snúa sér? Langflestir hlýða þessum reglum. Klúbbar áhugamanna hafa verið stofnaðir gagngert til að bæta umferðarmenningu á hálendinu en það er alltaf erfitt að hemja skussana. Sárin sem þeir valda geta orðið stór og djúp og gróið seint. Á sumrin birtast kort Náttúruverndarráðs og Vegagerðarinnar í dagblöðum og sýna þau hvaða vegir eru opnir á hverjum tíma. Séu menn í einhveijum vafa skal þeim bent á Vegaeftirlit ríkisins s. 91 21000 til að fá nákvæmari upplýsingar um færð. Telji menn að verið sé að brjóta lög með akstri utan vega er sjálfsagt að láta viðkomandi lög- regluyfirvöld vita. Viðkomandi þarf þá að gefa upp númer á farartækinu, stund og stað. Ágæti ferðalangur! Samtökin Ferðaklúbburinn 4x4 eru félag áhugamanna á fjórhjóladrifsbifreiðum. Mark- mið samtakanna er m.a. að ná til sem flestra er hafa áhuga á ferðalögum um landið og gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins. Jeppamenn: Látum öll landspjöll heyra sög- unni til. Útbúnaður fjórhjóladrifsbifreiða í dag er orðinn svo góður að það að valda nátt- úruspjöllum sýnir aðeins kunnáttuleysi við- komandi til ferðalaga. Ferðaklúbburinn 4x4 hvetur alla ferðamenn til að vanda umgengni sína um náttúru íslands. Góða ferð.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.