BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 13

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 13
Ræður veðrið ekki miklu um stemmninguna í hópnum? — Ekki endilega og mér finnst eins og veðrið hafi alltaf verið betra en við gátum búist við í þessum ferðum. Við höfum verið í samfelldri sól alla dagana en við höfum líka verið í þoku og sudda og þá reynir kannski helst á farar- stjórann að taka áttirnar því stundum þarf að ganga eftir áttavita í hálfan eða heilan dag. Mér finnst þetta miklu fremur hleypa ákveðn- um spenningi í mannskapinn heldur en leiða - að vita hvort við náum á réttan áfangastað þrátt fyrir lítið skyggni. Ferðafélagið hefur átt nokkurt samstarf við norska ferðafélagið og þannig hafa íslending- ar tekið þátt í gönguferðum um Jötunheima í Noregi tvö síðustu sumur. - Norðmenn eru miklu agaðri en við á sviði gönguferða því þeir geta gengið að vistum í skálum sínum og greiða þá fyrir það sem þeir neyta. Ég efast um að það gengi hjá okkur en vissulega væri það sums staðar til þæginda að þurfa ekki að vera með vistir á öllum gönguleiðum og myndi eflaust freista fleiri að taka þátt í slíkum ferð- um ef þeir losnuðu við burðinn. Hafa Ferðafélagsmenn áhyggjur af stað eins og Þórsmörk ? - í raun ekki og nú þegar Þórsmörk hefur verið friðuð fyrir ágangi búfjár er hægt að leggja meiri rækt við uppgræðslu og ég er bjartsýnn á að þar megi draga úr landeyðingu. Ferðafélagið tók líka upp ítölu fyrir nokkrum árum þannig að í Langadal gista ekki fleiri en 350 til 400 manns samtímis. Ég held að það verði að gera hjá öðrum aðilum sem standa fyrir ferðum í Þórsmörk. Vandræðin hafa helst verið kringum fjölmennar ferðir starfs- mannafélaga þar sem þátttakendur eru miklu fremur í áfengisveislu en náttúruskoðunar- ferð. Það er ekki hinn rétti tilgangur með Þórsmerkurferð. Engum dytti í hug að hafa áfengi meðferðis Höskuldur segir að ekki sé lagt bann við áfengisneyslu í ferðum Ferðafélagsins en hins vegar sé það svo að nánast engum detti í hug að hafa slíkt nesti meðferðis í gönguferðun- um. Fyrir utan þyngslin þurfi menn að vera Höskuldur Jónsson á ferð um sjávarströnd árið 1987. klárir í kollinum og þess vegna hafi aldrei ver- ið vandræði af þeim sökum en einstaka sinn- um hafi skálaverðir þurft að amast við áfeng- isneyslu í skálum félagsins. Að lokum er Höskuldur spurður hvernig hann sjái fyrir sér árangur af starfi Ferðafélagsins í yfir sex ára- tugi: - Við getum ekki mælt beinan árangur af starfi félagsins en við erum ánægð með að 8.400 manns eru skráðir félagar sem greiða félagsgjöld. Þeim tilheyra síðan yfirleitt fleiri fjölskyldumeðlimir. Ferðafélagið er því áreið- anlega eitt íjölmennasta félag landsins og bara það styrkir okkur í því að við séum á réttri braut við að efla áhuga á landinu, þjálfa okkur í umgengni við landið og gæta þess að við spillum ekki náttúru þess. Ég held líka að 95% ferðamanna séu æfðir og reyndir og kunni þessa list. Það er hlutverk okkar allra að hafa áhrif á þá fáu sem enn henda rusli, svíða jörð eða spilla landi með farartæki sínu. jt. 13

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.