BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 5
fram í ofbeldisverknaði. Kemur þar til m.a. skert hæfni, andleg sem líkamleg, hömluleysi og siðferðisbrestur svo og að áfengi er notað og viðurkennt skálkaskjól fyrir hegðun sem almennt er talin neikvæð eða jafnvel óhæfa. Þegar allt þetta fer saman er við því að búast að stundum bresti viðurkenndir hættir í sam- skiptum manna. í norskri könnun sem birt er í bók Hans Olav Fekjærs, Áfengi, okkar eigið val? sem út kom hjá Námsgagnastofnun árið 1988 er að finna eftirfarandi upplýsingar (á bls. 45) um þátt áfengis í ofbeldisverkum þar í landi. Það er engin ástæða til að ætla annað en að málum sé svipað farið hjá okkur: Árásir...............................82% Líkamsmeiðingar .................... 81% Manndráp ............................71% Rán..................................79% Skemmdarverk ........................60% Hótanir og þvinganir ................80% íkveikjur af ásettu ráði.............62% Nauðganir............................63% Áfengi/ölvun er því augljóslega afgerandi þáttur í oíbeldisverkum hvers konar og er það niðurstaða ýmissa vísindamanna sem kanna áfengismál og áhrif áfengisneyslu að þegar heildarneysla áfengis eykst fjölgi ofbeldisverk- um. 5

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.