BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 17

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 17
Félagsstarfið Dregið í happdrættinu Dregið var í happdrætti Bindindisfélags öku- manna þann 15. apríl 1991 og komu vinning- ar á eftirtalin númer: Vinningar Númer 1. Ferðavinningur frá Ferðamiðstöðinni Veröld, 100.000 2307 2. Ferðavinningur frá Ferðamiðstöðinni Veröld, 80.000 6041 3. Ferðavinningur frá Ferðamiðstöðinni Veröld, 60.000 2481 4. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 20.000 4867 5. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 20.000 3499 6. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 20.000 3337 7. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 20.000 2288 8. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 15.000 3907 9. Úttekthjá Sjónvarpsmiðstöðinni, 15.000 6231 10. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 15.000 2941 11. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 15.000 4979 12. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 10.000 5249 13. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 10.000 4672 14. ÚttekthjáSjónvarpsmiðstöðinni, 10.000 2945 Vinninga má vitja í Ferðamiðstöðina Veröld og í Sjónvarpsmiðstöðina Síðumúla 2, Reykja- vík, gegn framvísun happdrættismiða og stimplaðrar kvittunar. Upplýsingar eru gefn- ar í síma 679070 eftir kl. 17, þriðjudaga. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar BFÖ var haldinn 31. janúar síðastliðinn, eins og minnst var á í síðasta blaði. Á fundinum var kjörin ný stjórn en fráfarandi formaður, Karel Matthíasson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í stjórn voru kosnir Kristján Ragnarsson, for- maður, Karel Matthíasson og Alfreð Harðar- son en fyrir í stjórn voru Kristinn Breiðfjörð og Elvar Hpjgaard. Líflegar umræður urðu á fundinum um umferð og öryggismál, og m.a. flutti Árni Ein- arsson stutt erindi þar sem hann ræddi þátt sinn og BFÖ í undirbúningi frumvarps um lækkun leyfðs áfengismagns í blóði öku- manna. Eftirfarandi þrjár ályktanir voru samþykktar á fundinum: Aðalfundurinn tekur undir áskoranir yfir- valda til ökumanna um að draga úr ökuhraða, enda telur fundurinn slíkt ekki einungis minnka eldsneytiseyðslu heldur einnig fækka umferðarslysum. Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til dóms- málaráðuneytisins að samræmdri skráningu umferðarslysa verði komið á svo fljótt sem auðið er.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.