BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 11

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 11
Morgunstemmning við Langasjó 1988. an um Kaldadal og sáu síðan ekki bíl fyrr en í Reykholti í Borgarfirði en þaðan gekk betur að fá ferð spotta og spotta til Reykjavíkur. Við Elliðaárnar tókum við strætó í bæinn og kost- aði farið 50 aura. Segir Höskuldur að það hafi ekki verið algengt að ferðast á puttanum á þessum árum. - Þessi páskaferð var eiginlega eina vetrar- ferðin en nú seinustu árin hef ég þó tekið upp að fara um páskana á gönguskíðum inn í Landmannalaugar eða Þórsmörk. Þá er ekið með okkur upp að Sigöldu eða Hrauneyjar- fossi en þaðan eru 25 til 30 km inn í Laugar og tekur það yfirleitt daginn að fara þá leið. Árbækur í 63 ár Höskuldur var kjörinn forseti Ferðafélags- ins fyrir sex árum en félagið er nú nærri 64 ára og hefur rekið fjölbreytta starfsemi öll þessi ár. Félagsmenn á öllu landinu eru nú 8.400, skálar félagsins eru 27 og á síðasta ári tóku milli 5 og 6 þúsund manns þátt í ferðum félagsins. Sumir fara margar ferðir en alls má gera ráð fyrir að um fjögur þúsund þátttak- endur séu í ferðunum á ári. í sumar kemur árbók Ferðafélagsins út í 63. sinn. — Já, árbókin er að mínu viti einn merkasti þátturinn í starfinu. Þarna hefur félagið gefið út 62ja binda verk um landafræði íslands og við erum þegar búin að skipuleggja árbækur næstu fjögurra ára. í ár kemur út síðari bókin um Tröllaskaga og á næstu árum verður fjall- að um Austur-Skaftafellssýslu, skagann milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, Heklusvæðið og Grafninginn, en um hann hefur aldrei áður verið Qallað í árbókunum. Um suma staði hefur verið fjallað oftar en einu sinni, til dæmis um Snæfellsnesið og það er fróðlegt að sjá hvernig bókagerðin sjálf hef- ur breyst og kröfur manna um pappír, kort og myndir. Það er feikileg vinna að taka saman efnið í þessi rit og sjá um útgáfuna en margir félagar, lærðir og leikir, hafa lagt hönd á plóg- inn og unnið mikið starf við þessa útgáfu. Eg vona að framhald verði á henni svo lengi sem félagið starfar. 11

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.