BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 8
Elvar H0jgaard: Eldsneytisspamaður - minni mengun í vetur hækkaði verð á olíu mikið á heims- markaði. í kjölfar þess hefur áhugi á eldsneyt- issparnaði aukist og jafnvel stjórnvöld hafa séð ástæðu til að hvetja almenning til að leita allra leiða til að ná fram sparnaði. Einkum hefur verið bent á þrjár leiðir. Er full ástæða til að kynna sér þær þó að olíuverð fari nú heldur lækkandi. í fyrsta lagi á fólk að reyna eftir megni að samnýta bíla og auka notkun almenningsfar- artækja. í öðru lagi eru bíleigendur hvattir til að huga að ástandi bíla sinna með tilliti til bensín- eyðslu. Einkum er þá rætt um stillingu vélar, (kveikja, kerti, þræðir, loftsía og íl.). Loft- þrýstingur í hjólbörðum hefur hér einnig áhrif, minna loft - meiri núningsmótstaða. Þegar ekið er utan þéttbýlis þar sem há- markshraði er 80 eða 90 kílómetrar fara aukahlutir utan á bílnum að hafa áhrif á loft- mótstöðuna. Hér má nefna hluti eins og grjót- grind og toppgrind. Því fyrirferðarmeiri sem þessir hlutir eru þeim mun meiri verður loft- mótstaðan. í þriðja lagi er svo aksturslagið, eða bíl- stjórinn. Þessi atriði hafa áhrif á eyðslu allra ökutækja hvort heldur um er að ræða almenn- ingsvagn eða einkabíl. Þetta er að mínu mati sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif, fyrir utan samnýtinguna. í bæklingi sem ágætur samstarfsaðili Öku- leikni, Skeljungur hf., hefur gefið út eru talin upp nokkur atriði til leiðbeininga fyrir öku- menn sem vilja spara eldsneyti. Hér skulu nefnd fimm þeirra ásamt stuttum viðbótum. 1. „Ekki láta vélina ganga að óþörfu“. Hér er ekki aðeins um leið til bensínsparnaðar að ræða, heldur erum við um leið að koma í veg fyrir óþarfa mengun. 2. „Með því að aka alltaf rólega af stað“ má koma í veg fyrir óþarfa hávaða sem verður til þegar vélin er látin snúast mjög hratt. 3. „Með því að halda jöfnum hraða í akstri“. Þetta leiðir af sér afslappaðri og þægilegri akstur fyrir bílstjóra, farþega sem og aðra vegfarendur í umferðinni. 4. „Með því að nota innsogið ekki lengur en þörf krefur“. Hér verður afleiðingin sú sama og í lið 1, þ.e. bensínsparnaður og minni óþarfa mengun á umhverfi okkar því bruninn verður ófullkomnari. 5. „Með því að láta bílinn ekki spóla í snjó.“ Þetta ráð er einnig grundvallaratriði í akstri í hálku og getur oft ráðið úrslitum um það hvort við náum að taka af stað í brekku eða snjóskafli og þá um leið hvort við komumst leiðar okkar eða ekki. Þessi fimm atriði standa öll fyrir sínu en hér má þó bæta við einu atriði sem er „að gefa ekki mikið inn þegar vél bílsins er gangsett“. Sé þessa ekki gætt mengum við að óþörfu bæði með hávaða og útblæstri en einnig er hætta á að við skemmum vélina ef kalt er í veðri. Hvort fólk kýs að ferðast eitt í eigin bíl eða með almenningsvögnum stjórnast líklega af þörfum hvers og eins en hin atriðin ættu allir að geta verið sammála um að eru bæði orku- sparandi og valda minni mengun á umhverfi okkar. Tökum því höndum saman, spörum eldsneyti og minnkum mengun. /

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.