BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 12
Höskuldur og Guðlaug komin vestur yfir Víknafjöllin. Myndin er úr ferð yfir Austur- Skagann frá Skjálfanda til Eyjafjarðar. Laugavegur vinsæll Höskuldur hefur síðustu sumur farið í hin- ar lengri gönguferðir Ferðafélagsins og er hann beðinn að segja svolítið frá þeim: - Ein vinsælasta gönguleiðin er svokallað- ur Laugavegur, frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Þessi leið er farin á íjórum eða fimm dögum og gist í skálum félagsins á leið- inni. Lengstu ferðirnar standa yfir í átta til níu daga og þá er gengið með allan búnað og ekki gist í skálum. Ég hef tekið þátt í þessum ferðum síðustu árin og höfum við einkum ver- ið á ferli á Bárðargötu, þ.e. á svæðinu suðvest- an við Vatnajökul og í Vonarskarði og í sumar er ráðgert að fara frá Nýjadal og inn í Kverkfjöll. Þátttakendur í þessum ferðum eru á bilinu 17 til 20, fólk á aldrinum 30-40 ára og upp í minn aldur. Ég hef raunar stundum furðað mig á því hvers vegna svona ferðir séu ekki fleiri. Þarna erum við að fara um mjög áhuga- verð svæði, til dæmis Lakagíga og sjáum samspil elds og ísa og alls konar náttúrufyrir- bæri sem tengjast eldgosum og jöklum á allt annan hátt en menn geta reynt þótt þeir ráði yfir öflugum vélknúnum tækjum. Nei, menn þurfa ekki að vera afreksmenn en hins vegar fara menn ekki alveg óvanir beint í slíkar ferðir. Það þarf að bera með sér tjald, svefnpoka, fatnað og allan mat og oftast eru menn tveir eða fleiri saman og geta sam- einast um eldunartæki og tjöld. Við hjónin höfum bæði tekið þátt í þessum ferðum og veg- ur bakpokinn hjá mér 20-22 kg þegar lagt er af stað og poki konunnar 15-16 kg. Þetta er að mínu viti hámark og síðan léttist byrðin örlít- ið eftir því sem gengur á matarbirgðir. Hvernig er best að útbúa sig í slíkarferðir og veitiðþið einhverjar leiðbeiningar áður en lagt er upp? - Éélagið sendir öllum sem skrá sig í ferð- irnar leiðbeiningablað með ábendingum og áður en lagt er af stað förum við yfir búnaðinn til að fullvissa okkur um að ekkert mikilvægt hafi nú gleymst. Nestið er mest þurrmatur, brauð og slíkt og reyna menn þá að borða fyrst brauð sem harðnar en geyma rúgkökur þar til líður á ferðina og oft freistast menn til að hafa góðan mat til að borða svona fyrsta daginn. Við hjónin höfum alltaf tekið með sláturkepp og borðum hafragraut og slátur á morgnana enda er slátrið mjög næringarrík fæða. Það er líka mikilvægt að velja góðan regn- fatnað, hafa hlýjar peysur, gönguskó og til dæmis strigaskó til að nota þegar vaða á yfir ár. Það er ekki þægilegt að vaða berfættur í jökulám þar sem ekki sést til botns og ef menn meiðast á fæti við að vaða þá getur jafnvel ferðin orðið ónýt. Það verður því að vanda fótabúnað mjög og menn skyldu aldrei leggja upp í langar gönguferðir á nýjum skóm. Þverskurður þjóðfélagsins Hverjir taka helstþátt íþessum ferðum? - Þetta er í raun mjög skemmtilegur þver- skurður af þjóðfélaginu. Þarna koma lang- skólagengnir menn sem verkamenn og mér finnst þetta undirstrika svo vel hversu lítill stéttamunur er í landinu. Þarna sameinast menn um að gera ferðina ánægjulega og þótt stundum þurfi að bregða út af áætlun vegna færðar eða veðurs gerir enginn sér rellu út af því. 12

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.