Skólablaðið - 01.07.1910, Síða 10
106
SKÓLABLAÐIÐ
ekki sem hentugastur, sakir prófs í mentaskólanum; nokkrir kenn-
arar farnir til Stockhólmsfundarins og aðrir að búast til farar
þangað næsta dag. .
Biskup var hindraður af lasleika, svo að fyrirestur um
kristin fræði var ekki fluttur á fundinum.
Félagssjóðurinn var samkvæmt framlögðum, endurskoðuðum
reikningi kr. 163.60. Svo mikið skarð hefur útgáfa »SkóIablaðs-
ins« síðastliðið ár höggið í hann; fundurinn fal stjórn félagsins
að taka ákvörðun um útgáfu blaðsins eftirleiðis. —
Fjórtán menn og konur gerðust félagar á fundinum. Eru
félagar þá 103; bað hafa þeir orðið flestir.
Jónas Jónsson kennari (frá Hriflu) hreyfði því, hvað gjöra
mætti fyrir unglingana eftir að þeir færu úr barnaskólunum. Um
það mál urðu langar og all fjörugar umræður, enda verður það
að vera áhugamál kennarastéttarinnar, að þau fræ, sem þeir sá í
barnaskólunum, þroskist sem lengst og best, og að bygt verði
ofan á þann grundvöll, sem þar er lagður.
Ýmsar leiðir voru nefndar, svo sem framhaldsnám í ung-
lingaskólum, meiri og almennari verkleg kensla, handavinna.
Treystu ræðumenn kennarastéttinni og unglingafélögunum til þess
að hafa þetta nauðsynjamál í huga, og vinna að því á einhvern
hátt að unglingar ættu þess kost að taka sér fram eftir skóla-
skyldu-aldurinn. Engin ályktun var tekin.
Minst var á stofnun kennarafélaga víðsvegar á landinu;
undirtektir undir það höfðu orði* fremur daufar, þar sem því
hafði verið hreyft. Erfiðleikar á að sækja fundi, og áhugi kenn-
arastéttarinnar að svo stöddu ekki svo vakandi sem skyldi. Ein
fjögur munu hafa verið stofnuð síðustu ár, en lítið um funda-
höld í þeim, og dauft yfir þeim öllum. —
Aftur á móti hefir þeim kennurum fjölgað að mun, sem
kaupa »Skólablaðið«, og er það gleðilegur vottur þess, að kenn-
arastéttin vilji þó kynnast því, sem hugsað er og ritað um
kenstumál.