Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 2
130 SKÓLABLAÐIÐ Eitt er það, sem ekki verður gengið fram hjá, þegar minst er á þessa Lesbók, og það er réttritunin á þriðja heftinu. Staf- setningu á 1. og 2. hefti. bókarinnar réð þáverandi landstjórn, og studdist þar víst við álit og tillögur mikilsmetins málfræðings, eða málfræðinga. Þar er ritað je, en ekki é ög hvergi z, heldur s alstaðar þar er s-hljóð heyrist. En í þriðja hefti er ritað é og z. Þetta er hneyksli, og veldur enn nýjum glundroða í rétt- ritunarkenslunni. Ekki má þó saka útgefendur um þetta; þeir gera þá athugasemd — auðvitað til að þvo sínar höndur — að >stjórnarráðið hafi lagt svo fyrir«, að þessari réttritun skyldi fylgja. Margt hefur ólíklegra skeð en það, að sú landstjórn, sem þetta fyrirskipar, verði oltin af valdastóli áður en 1. hefti Lesbókar- innar verður prentað upp aftur. Fyrirskipi næsta landstjórn nýja stafsetningu á því, þá geta orðið þrjár mismunandi stafseíningar á Lesbókirini, og svo koll af kolli, ef heftin verða fleiri. Einn liðurinn í móðurmálskenslunni, og ham: ekki óveru- legur, er réttritunarkenslan. Lesbókin á að vera, og verður að vera, fyrirmynd barnanna í réttritun. Það er bókin, sem kennar- inn notar sérstaklega og öllum bókum fremur til þess að festa nemandann í réttri og samhljóða stafsetningu; í þeirri bók á nemandinn að hafa örugga leiðsögn um það, hvernig rita ber hvert orð, og kennarinn á að geta bent á hana sem fyrirmynd. Fyrir því er svo brýn nauðsýn á því að þessi bók sýni sam- ræma stafsetningu, og má annað eins og þetta vera hverjum heilvita manni Ijóst. Annars stendur nemandinn í ráðaleysi og kennarinn í tvöföldum vanda. Hvað taka nú barnakennararnir til bragðs? Líkur eru til þess að þeir kenni þá stafsetningu, sem börnin hafa fyrir sér á 1. hefti Lesbókarinnar, því að það heftið nota þeir við byrjunarkensluna, og haldi svo áfram meðan þeir láta lesa 2. heftið. En hvað gera þeir, þegar þeir taka upp 3. heft- ið? Fara þeir þá að kenna að rita é og z? Eða láta þeir börnin halda áfram að rita eins og áður? Líklegra er það. Með því móti valda þessir tveir stafir, é og z, að líkindum minsium erfiðleikum við kensluna. Stjórnin hefur enn ekki »lagt svo fyrir« að kenna skuli í barnaskólunum að rita þessa stafi, þó að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.