Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 14
142 SKÓLABLAÐIÐ skólanefndum þær í minni nú undir haustið, þegar skólar fara að byrja. Auðvitað þarf allrar hinnar sömu varúðar að gæta þar sem hóp barna er kent í íbúðarhúsum (í farskólum). 1. Það er bannað að hrækja á gólfið í skólahúsinu, h"ort heldur er í kenslustofu, eða á ganginum, eða skólaforstofu. 2. Hrákadallar eiga að vera í hverri kenslustofu og gangi eða forstofu. í hrákadöllum á að vera vatn. Hreinsa skal þá daglega, og gera það, sem úr þeim er tekið, óskaðlegt. 3. Á öllum frístundum á að opna skólastofuna, svo og glugga, þegar veður leyfir. Og eftir ke.islu skal á hverjum degi lofthreinsa húsið rækilega. 5. Gólfið í skólastofunni á að hreinsa daglega með því að draga um það vota tusku. Glugga, skólaborð og bekki, skal og strjúka með votri tusku á hverjum rnorgni. Einu sinni á viku á að þvo gólf skólahússins úr sápuvatni, eða sóda. Á sama hátt á að þvo loft og veggi einu sinni á ári, áður en skóli byrjar að haustinu. Gólf eiga öll að vera olíuborin. Við dyr skólahússins á að vera góð skóskafa. 6. Öll þau áhöld, sem notuð hafa verið til r»stingar, ber í hvert sinn að hreinsa rækilega eftir að þau liafa verið notuð. 7. Æskilegt er að skólahús séu ekki notuð til samkoma nje fundarhalda. En ef það er gert, þarf að hreinsa húsið og áhöld þess rækilega áður en kensla byrjar. 8. í salernum skólans skal gæta hins nresta hreinlætis. • Saur- indakyrnur skal losa nægitega oft, svo áð þær fyllist eigi um of. 9. í skólaganginum, eða skólaforstofunni þarf að vera þvotta- vatn og skálar og handklæði, svo að börnin gcti þvegið sér þar um höndur, ef þörf gjörist. Reglugjörð um styrktarsjóð handa barnakennurum hefur stjórnarráðið sett 30. aprílm. þ. á. Þetta er meðal annars í henni:

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.