Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 6
134 SKÓLABLAÐIÐ
ára sagði við mig þegar hann sá að eg ætlaði að drepa flugu.
Til hvers ertu að drepa fluguna, vild’rðu að þú værir drepinn?«
Var eg þá 6—7 ára. Hægt er að kalla orð þetta heimskulegt
og spyrja: »Hafði hann þá ekki vit á að gera mun á manni og
pöddu:« En hvað sem því nú líður, þá er víst að orðið spratt
af góðri • hjartarót, og bar vott um kærleiksríka og viðkvæma sál.
Enda varð þessi góði piltur að góðum manni. Vér erum nú
svo oft neyddir til að drepa dýrin. En skiftir mikið hvernig
drepið er. Aftur er það sannreynt, að allur þorri morðingja og
annara illmenna hafa byrjað með því að véra vondir við dýr á
einhvern hátt. Sumir hafa tii dæmis, byrjað á mús, en endað á
manni, aðrir á köttum, nokkrir á kindurn o. s. fr. o. s. fr.
2.
En hvað á nú að gera við börn sem eru vond við skepn-
ur, eða eru hörð við þær að óþörfu? Qá fyrst vel að hvort
þau virkilega hafa gaman af að kvelja þær og gera það reiði-
laust, Eða hvort þau bara gera það í reiði. Eða hvort skepn-
an er svo, að hörðu þarf beita. Þekti eg pilt, sem var dýra-
vinur, og þótti til dæmis ákaflega vænt um hundinn sinn. En
seppi hafði þann ókost, að .hann beit kindur svo að þær gengu
draghaltar eftir hann. Og hann gegndi þar hvorki blíðu né
banni. Svo strákur fór að berja hann, og það stúndum fuildug-
lega. Tók sárt til kindanna sem von var. En ekki batnaði
seppi. Þesskonar hirtingar geta nú að vísu ekki heitið grimd.
En betra væri samt ef fólk kynni, og kendi svo börnununi að venja
dýrin og temja án þess að beita hörku. Því allur hárður agi er
neyðarúrræði hvort sem hann er hafður við menn eða dýr.
Og hann ber ætíð vott um ónóga menning og manridáð
þess er agar. Og verður oftast tii ills. Bæði menn og skepn-
ur gangast best fyrir góðu.
Oþarfa fólsku við dýr á ekki að þola börnum. Og því
síður á að þoia þeim að kvelja dýr reiðilaust og rétt að gamni sínu.
Ef sópurinn ætti nokkurstaðar við þá er það þessháttar grimd.
Eg hét því, að hýða hvert það skólabarn mitt, sem beitti slíkri
grimd. En eg varð aldrei var við neitt þessháttar athæfi hjá
börnum.
Þar næst þarf að gá vel að þvf hvort þeir fullorðnu ekki