Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 135 hafi grimd fyrir barninu. Þeir gera það stundum. Sjaldan leika þeir sér nú að því að kvelja dýrin, að minsta kosti ekki þá bein- línis. En þeir svelta oft kindur og hesta, einnig hunda og ketti, cða þá berja það í fólsku. Og sumir hafa sunnudaginn til þess að drepa, og það sem verra er, hálfdrepa fugla, og það stund- um fugla sem lítil eða engin veiði er í. Ber nú að vísu meir á þessu erlendis sumstaðar en hérlendis. En meir en nóg mun samt finnast af því dóti hér hjá oss, sé vel leitað. Sjái nú börn og heyri þetta og annað eins fyrir sér, er þá furða þótt þau verði vond við dýrin? Ekki held eg að það geri neitt til þó börn horfi á slátrun, sé hún fljót og kvalalaus. Ætti því sérhver barnaleiðtogi að gjöra það að fastri reglu, að venja börn á drengilega breytni við öll dýr. Og breyta sjálfur altaf mannúðlega við þau. Nýjar bækur, C. Skovgaard-Petersen: Bók æskunnar. Eg hef áður vakið athygli á bók þessari í N. Kbl. í vetur, þá fyrir skömmu útkominni á Dönsku. Ekki er mér síður ljúft að vekja athygli manna á henni nú, nýkominni »á íslenska búninginn.* *Bók æskunnar« er að mínu áliti besta bók, sem verðskuldar mikla útbreiðslu um land alt. Fræðslumálastjórinn okkarhetur unnið þarft og gott verk með því að íslenska hana. Eg veit, að það er ekkert áhlauprverk að íslenska rit þessa höfundar, — hef sjá'.fur reynt það, — en eg fæ ekki betur séð en þýðandinn hafi komist vel frá sínu verki. Allir foreldrar og vinir æsku- lýðsins ættu að vera honum þakklátir fyrir það. íslenski bók- mentaakurinn nú á tímum er svo fátækur að verulega góðum bókum handa æskulýðnum. Rómanaruslið, sem rennur eins og nýtt syndaflóð út yfir landið, er naumast holl fæða fyrir hann. Góðu útlendu skáldsögurnar, sem þýddar hafa verið hin sfðari árin eru fljótt taldar: Sögur herlæknisins, Quo vadis? Ben Hnr. Oliver Twist eru þær fleiri?

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.