Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 137 marts. 6 fyrirlestrar voru fluttir á fundinum um ýms búnaðar- málefni. Árið 1905 var komið á fót Gróðrarstöðinni á Hólum. Hún lítur út fyrir að vera í besta blóma. Nemendur skólans og kennarar stofnuðu ofurlítinn sjóð 1907, »Móðurmálssjóð Hólaskóla« — til minningar um 100 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Málfundafélag, bindindisfélag, glímufélag o. s. frv. ber alt vott um að skólalífið á Hólum sé enn fjörugt og uppbyggilegt. Trjáræktin er orðin ofarlega á dagskrá. Það eru ekki mörg ár síðan frumvarp var flutt á þingi um friðun skóga. Það þurfti þá ekki langan tíma til að ræða það mál og — drepa það. Að sam- þykkja slíka fjarstæðu átti að vera sama sem að eyða bestu bygðir landsins; allar skógarjarðirnar áttu að verða óbyggi- legar, þegar ekki mátti beita skógana hlífðarlaust og á hvaða tíma árs sem væri. Nú er farin að skýrast skilningur almenn- ings á skógrækt og mikil von um, að því sem eftir er af skóg- um, verði hlíft við eyðileggingu, og enda nýir skógar græddir. En lítið er enn gert að því að rækta tré og íslenskar jurtir við heimili manna; miklu minna en vera ætti. Víða eru risin upp lagleg .hús bæði úr steini og tré, en nakið er og bert kring um þau, eins og áður var. Jarðeplagarðarnir og kálgarð- arnir eru enn hið eina sem prj'ðir — ef það er þá prýði. Jurtagróður sést annars varla nokkur, og tré svo að segja hvergi. í seinasta tölublaði »Skólablaðsins« var vakin athygli á litlum pésa; Tilraunir með trjárækt á Norðurlandi (eftir Sigurð Sigurðsson). Til skamms tíma hefur það verið almenn trú,. að tré geti ekki þrifist hér á landi, og þó horfa menn á skógana og feyniviðinn þrífast óhirt og þrátt fyrir illa meðferð af völdum uianna og skepna. En Sigurður Sigurðsson hefur nú sýnt og sannað með reynslunni, að 20 tegundir trjá og runna geta þrif- Jst vel hér á landi. Þá má þessi hjátrú að tré geti ekki þrifist

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.