Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.12.1910, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 179 alúð og dugnaði. Gömlu Rómverjar sögðu: >Þú skalt lifa fyrir annan, ef þú vilt lifa fyrir sjálfan þig". Þeir höfðu þegar séð, að þetta var lögmál lífsir.s. Undarlegt lögmálh Meðafi vér hugsum alt eða mest um oss sjálfa, að oss líði ve’, hvað sem öðrum líður, þá líði oss aldrei vel! En ef vér hættum því og förum að hugsa mest eða alt um aöra, að þeim líði vel, hvað sem oss sjálfum líður — þá fyrst fari oss sjálfum að líða vel! Grískur spekingur sagði: »Leitum þeirra unrðsemda, sem koma á eftir áreynslunni, ekki þeirra, sem á undan herni fara«. Aftur sama undarlega lögmálið á öðru sviði. Meðan vér hugs- um mest eða alt um það að skemta oss, og vanrækjum til þess skyldustörfin, þá elta þau oss leiðindin. Þó að kæti sé yfir, þá læðast þau undir og blanda galli í gleðikaleikinn. En þegar vér förum að hugsa alt eða mest utji skyldustörfin, helgum þeim tíma og krafta, þá kemur ánægjan og skemtunin til vor sjálf- krafa; þá verður oss glatt og gott í skapi. Furðuleg tilhögun! Undarlegt lögmál, ef til vill, í sumra augum, en holt er það fyrir oss. Því verður trauðla neitað. í mínum augum er það ekkert undarlegt. Eg sé þar hönd föðursins, sem er að ala oss upp til kærleiks og manndáðar, Lengi hefur það verið siður á íslandi á hverjum bæ, að snúa huga sínum til hans við missera- skiftin sameiginlega. Eg vil að vér gjörum þaö líka eins og eití heimili. Eg veit um mig, að ekki veitir mér af að senda hugann til hans eftir djörfung og áhuga, hjartayl og hjartahrein- leik. Og þó að þér væruð mér öll fremri að þeim kostum, þá veit eg að samt er þörfin hjá oss öllum. Guð gefi, að vér finnum það öll leitum bótar og finnum hana nú og æfinlega! Smágreinar um uppeldi. (Eftir Guðniund Hjaltason.) VII. Urn sklpanlr. 1. Illa verður hlýtt ef illa er skipað. Það er vandlærð, en alveg nauðsynleglistað kunna að skipa vel.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.