Skólablaðið - 01.12.1910, Síða 6

Skólablaðið - 01.12.1910, Síða 6
SKÓLABLAÐiÐ 102 Og svo er með þessa kenningu. Henni er alt af að smá-skjóta upp. Hún er hvað eftir annað að reka nefið upþ á yfirbórðið og starir á mennina hálfbrpstnum augum — og heillar þá. Ekki þarf nú mikið til, hálfbrostin augu. Aumingja mennirnir! Mörg eru Glámsaugun! Þeir góðu menn, sem segja, að skó 1 -Arnenníngín íslenska alí iðjuleysislöngunina og lítilsvirðingu á vinnunni fara reyndar með blábera. vitleysu. Þeir vita sem sé, að það er ekki menningin, sem gerir sk'kt að verkum, það hljóta þá að vera skólarnir, kenti- ararnir sem ala letina, en ekki sú mentun sem þeir veita. Og það er alveg sitt hvað. Og hefir sitt hvort sína orsökina, og afleiðinguna, gagnólíkar. Þessari Glámsaugnakenningu hefir verið beitt ósleitulega, af þeim mönnum, sem hafa verið andvígir öllum endurbótum á al- þýðufræðslu vor íslendinga, þeir menn hafa leitast við að berja það inn í alþjóð, að menningin (!) væri starislöngun mannsins skaðleg. Þeir hafa beinlínis verið andvígir þekkingu og menningu Þeir hafa þrælkað þjóðina. Engin þrælkun er verri en sú, að sannfæra náungann um að það sé sannleikur, sem í eðli sínu er vitleysa og fjarstæða, Slíkir menn eru þrændir í götu andlegra framfara. En þeir menn sem segja að skólarnir lami starfslönguniha geta sagt það satt. Og þeir sem kenna skólunum um letina, geta verið mestu menningarfrömuðir; því þetta segja þeir þá af því að þeir þykjast sjá — og sjá sennilega — galla, fúabletti á musterum menn- ingarinnar — skólunum, og vijja þá vitanlega benda á hvernig úr því verði bætt. Ætlan þessara manna er að auka menning- una, bæta skólana, en ekki sú, að berjast á móti fræðslu, þekk- ingu, og menningu. —■ Það gera ekki aðrir en þeir sem hafa horft í Glámsaugun og bugast af þeim. Allir — nei, flestir vita, að »ment er máttur«, Að ekki er unt að komast áfram í ltfinu án þekkingar. Að þekking á sjálf- um sér, mannlífitiu og atvikunum, gerir mennina færari tíl að vinna fyrir því lífi, sem þeir hafa lært að elska um leið O'g þeir hafa lært að þekkja það og gildi þess, Að menningin ei meira en þekking, hún er látlaus notkun þekkingar, látlaust starf.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.