Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 21 þeir báðir Hallmundur. Þó þeir geisi um grundina hart, þá er einn þeim alt af hraðari, »og hann var það, hann var það, sem heljar fáknum reið«. Alt er það minnistætt og stórfelt, sem fyrir augun ber f sögu féðra vorra. Hver man eigi Oretti, sem lesið hefir, þegar hann kafar Skjálfandafljót ? Og vér getum hugsað oss ímugust úr undir* helli þeim hinum mikla, er móti hefir blásið kappanum, er hann réðst í hellinn!* . . gein veltiflug steina. við hjörgæði hríðar hlunns úrsvölum munni*. Þessi staður talinn einn með þeim óáreiðanlegri í Gretlu. En samt er þetta leggjandi á minnið, og þarf ekki að hafa mikið fyrir. í sögum vorum er margt eitt »mærðar timbr, máli Iaufgat*. Óausandi brunnur. Mímislind hrífandi fræða. Sannindin þau deginum ljósari, að fornsögurnar eru einhver langkostabesti gripurinn á íslenskum bókamarkaði. Þrungin af sjálfstrausti og lífsþroska mörg orðin forn helgu.—Gunnlaugur ormstunga orð- glaðu, enda spilar víðast undir þar ólgandi sjálfstraust. Þróttur er mikill í orðum og athöfnum. Þeir unna heitt ástmeyjum sínum, og þeir hata heljar kalt. »Eins og augum í höfði sjer ann Mörður Valgarðarson konu sinni«, segir Njála. Allir kannast við kvennblómann Helgu hina fögru, erhún spring- ur af harmi og trega. »Þraut vas þorna spangar þung . . .« segir Jón rektor. — Úrsvalar hatursöldur risu í hugarhafi for- feðranna, þegar svo bar undir. Að tefla um líf og dauða, var daglegt brauð. Og því ætli það sé ekki teflt um líf og um dauða dag hvern ennþá. — Forfeðrunum var lífið vissulega meira keppikefli en mönnum á vorum tíma, þegar að öllu er gáð. Að lifa lengi í holdinu í »vellystingum praktulega«, það var ekki þeirra takmark, heldur að lifa í minningu niðjanna »lofgróinn laufi sæmdár« eða svo að mikið væri af sjer látið fyrir einhveria hluti. Þó han ingju- samleg væru eigi öll þeirra stórvirki, þá hugguðu þeir sig þó við það, að »þess væri þó altaf getið, sem gert væri«, eins og Grettir sagði. Að vinna stórvirki vakti ríkt fyrir þeim. Setn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.